miðvikudagur, 26. nóvember 2014

Markmið

Úff, hef nokkrum sinnum hugsað til þessara bloggs með samviskubiti undanfarnar vikur en ég hef alveg vanrækt það! 

Það er svo nóg að gera í lífinu og mér finnst lítið af dauðum stundum til að setjast niður og skrifa um eitthvað heilsusamlegt. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í skólanum og nú er ég á fullu að læra undir próf, svo já þetta grey hefur setið á hakanum!

En okey, ætli ég verði þá ekki bara að láta update nægja í þetta skipti og vona að eftir 15 des þegar prófunum lýkur að ég fari að sinna þessu bloggi aðeins betur!:)

Ég mæti ennþá í ræktina í mína venjulegu æfingar rútínu enda er það orðið að algjörum vana.Ég þarf reyndar að púsla tímunum núna og ég kemst ekkert alltaf þegar ég vil en þó nógu oft til að vinna á öllum líkamanum:)

Núna myndi ég segja að ég væri að bölka með kallinum, hehe flott að nota bara þetta orð;) Ég stend mig mjööög vel í bölkinu, eiginlega vandræðalega vel og er held ég með rúmlega 2000 kcal einhverja daga í viku ef ekki alla. Ég borða stærri skammta, passa mig á að fá prótein i hverjum skammti enda er markmiðið vöðvastækkun! Eeeen ég verð að viðurkenna að það er að laumast heeeldur mikil óhollusta með:( 

Mun meira að brauði, stöff með hveiti í, ekki jafn meðvituð um smjör og annað og það er mjög erfitt að neita sykruðu fæði núna, búin að fá mér eitthvað með sykri í alla daga, kókopuffs þennan dag, kex þennan dag og svo framvegis. Langar að vera alveg hreinskilin hérna, þetta er eitthvað sem ég vil laga því ég finn að líðanin er ekki upp á sitt besta líkamlega, ég fæ mun meiri hausverk, er þyngri á mér, uppþemd, illt í maganum og þar eftir götunum! Og já andlega hliðin fylgir auðvitað með.
Þrátt fyrir að ég sé að reyna að borða meira þá á það ekki að þýða meiri óhollusta, það er alveg á hreinu!
Sé breytingu á líkamanum, finnst vöðvarnir ööörlítið vera að stækka (suma daga finnst mér það en aðra daga er ekkert að gerast og ég lít alveg eins út og þegar ég byrjaði og þá verð ég ööörg!)

Ég er ekki búin að vera mikið í markmiðunum og finn að ég þarf að fara að setja mér aftur, svo mikilvægt.

Markmið:
- Að geta gert almennilega chinup án aðstoðar
- Að geta bekkpressað 42,5 kg 4x sjálf.
- Að minnka sykurinn aftur
- Vinna í kúlurassi þar sem minn er flatur og ekkert sérstaklega mikið augnyndi
- Rústa þessum markmiðum!;)


Ætli ég endi þetta ekki á myndum svo þetta verði ekki bara boring blaður!

Eftir handadag, óvenju pumpuð og held að skyggingin hafi aðeins verið að leika sér:)

Bakproggress



Kem svo vonandi næst með eitthvað useful og áhugavert tengt heilsu, þangað til næst! Kveðja, þessa með prófljótuna!

þriðjudagur, 4. nóvember 2014

2 ár síðan litla kom í heiminn:)

Ætli það sé ekki komin tími á nýja færslu:) 

Búið að vera nóg að gera í lífinu undanfarið og er ekkert að fara að hægjast á grunar mig, verð samt að reyna að troða inn færslum hingað því ég vil ekki að þetta deyji út því mér finnst gaman að skrifa hér:)

Ég er búin að vera nokkuð dugleg undanfarið að fara í ræktina og hreyfa mig og finnst það mjög gaman, en mataraæðið heldur áfram að vera svolítið challenge fyrir mig. Eða það gengur ágætilega að borða hollt en það er súkkulaðiþörfin sem er að plaga mig, er að reyna að gera það sem ég get til að sporna á móti henni.
Í gærkvöldi tugði ég extra tyggjó eins og óð og fékk mér 1 bita af 70% súkkulaði, það virkaði bara assgoti vel:) 

Síðast þegar ég mældi mig á rafmagnsfitu% tæki (sem ég tek ekki alltof mikið mark á samt) þá var ég 22,3% í fitu og ég var 58,8 á vigtinni svo er ég hægt og rólega að skríða upp og í gærkvöldi mældist ég, í fyrsta skipti síðan í örugglega nóv á síðasta ári, 60 kíló! En hins vegar er ég ekki alltof mikið að horfa á vigtina, ef ég er undir 23% í fitu þá angrar það mig ekki of mikið, vona bara að það sé einhver vöðvauppsöfnun þarna í gangi;) En vill samt ekki fara mikið hærra en 60 kíló enda sést vel að ég þarf að losa mig við fitu eins og á hliðum á maga og annarstaðar. 

Ps. í dag eru 2 ár síðan litla mín kom í heiminn!:) Akkúrat 2 ár síðan ég fór frá 80 kilóum niður í 75, var svo komin niður í 67,5 í um jólin það sama ár, um rúmlega 7 kíló síðan þá + um 10 fituprósentur:)

Fyrirgefiði dull blogg, vonandi kemur eitthvað meira hjálplegt og skemmtilegra næst!:)




Hér er svo pósa dagsins, eftir uppáhalds æfingadaginn minn, hendur! Tæplega 7 kíló á milli.



þriðjudagur, 14. október 2014

1 ár í dag!:)

Ómæ, í dag á ég í raun 1 árs sambandsammli!:P

 Nú er ár síðan ég byrjaði í ræktinni og hóf nýjan lífstíl, fyrir ári hefði ég aldrei trúað að ég myndi endast svona lengi enda hef ég byrjað og hætt svo óteljandi oft! Ég hef verið dugleg fyrstu 2 vikurnar en svo hætti ég eftir 3-6x vikur og dett í gamla farið. Fyrir ári vissi ég ekkert um mataræði né hreyfingu, ég borðaði bakarísbrauð, djúpsteikt og sætindi á hverjum degi og ég vissi ekki hvernig grænmeti leit út! Fyrir ári hreyfði ég mig ekki, var frekar mörgum kílóum þyngri og cm og fituprósentan hærri, mér leið illa líkamlega og var alltaf illt allstaðar. Það var erfitt að labba um stigann heima í Tjarnalundinum, það var meira að segja orðið sárt fyrir hnéin þegar ég stóð upp úr sófanum heima og ég var ekki bara þung á mér líkamlega heldur andlega líka. 
Ég lærði að setja mér markmið og standa við þau, ég lærði að ég gat meira en ég hélt, ég lærði að þrátt fyrir að ég detti í gamla farið þá skiptir meira máli að gefast ekki upp og standa upp aftur og ég lærði að fyrirgefa sjálfri mér.

Þetta ár er búið að vera algjörlega awsom og ég er svo þakklát! Nú er bara eitt í stöðunni, halda áfram!:) 



þriðjudagur, 7. október 2014

Ekki er alltaf allt sem sýnist;)

Jæja, kéllan fór í ræktina í dag sem er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að hún fékk komment sem fékk hana til að vilja henda upp einu stykki bloggi.... (Kjéllan er ég sko en svo að allir fylgi með þá skal ég hætta að tala í pirrandi þriðju persónu;))


Ég fór semsé í ræktina og var basically að taka brennsludag. Þá daga tek ég jú brennslu þar sem ég hleyp, fer á stigavél, skíðavél eða annað slíkt og þá er intervalið fyrir valinu því það er náttúrulega awsom og það er gaman að fylgjast með púlsmælinum á meðan á því stendur:) 
Með þessu þá lyfti ég líka, tek armbeygjur nema fleiri reps og þar að leiðandi léttari þyngir... Til að hvíla aðeins frá þungu lóðunum en reyna að fá tón og skurð í vöðvana. ( Margar mismunandi skoðanir með hvernig er best að lyfta, hversu oft, en þetta er valið mitt)
Svo tek ég 3 þyngri daga þar sem ég að taka færri endurtekningar og mjög þungt, þannig að síðasta er svona "æðin á enninu er alveg að fara að poppa út" þungt!

Og nú kem ég að því sem ég ætlaði að tala um. Ég bað um að fá að taka milli setta hjá einum sem ég ætla að kalla Óla og hann var svo herralegur að leyfa mér það. Nema hvað að þegar ég er búin með fyrsta settið þá segjir Óli: Pff, þú getur nú tekið meira á en þetta, þú verður að þyngja! 

Okey allt í lagi.... Ég móðgaðist nú ekkert alltof mikið við hann Óla en þetta fékk mig til að hugsa (shocker!). Hafið þið hugsað í ræktinni: Vá, ég tek nú meira en þessi, voðalega er hún aum! 
Eða: Ég sá gæja í ræktinni og hann var að taka svo létt í bekkpressunni, vandræðalegt!
Eða: Pss, stelpan þarna er bara að dunda sér eitthvað á hlaupabrettinu, af hverju er fólk eiginlega að mæta í ræktina ef það ætlar ekki að hlaupa þangað til að það getur ekki andað! 

Í fyrsta lagi þá gæti alveg fyrir að þessi þarna sé voðalega aum, og að þessi gæji þarna sé bara ekkert sterkur og þess vegna er hann að kúka á sig í bekkpressunni og jú að stelpan þarna á hlaupabrettinu sé hreinilega bara löt.... Eeeeen stundum er sú ekki raunin!

Gott að hafa einhvern til að spotta sig þarna!;)


Fólk er með mismunandi markmið og mismunandi prógrömm! 

Til dæmis léttir dagar sem strákar þurfa bara því miður stundum að taka léttar þótt þeim finnist það ömurlegt greyunum! Þeir lyfta mjög þungt en taka svo annan dag þar sem þeir taka ekki nærri því jafn mikið og þeir geta og gera á annars þungu dögunum en þennan dag er kannski t.d. brennsla og léttar æfingar.

Til dæmis er stelpan þarna líka að taka léttan dag með léttari lóðum og fleiri repsum og eftir nokkra daga mun hún nánast kúka á sig með sjötta repsið í næstu æfingu.

Til dæmis gæti stelpan á hlaupabrettinu verið að taka æfingu eftir t.d. lyftingaræfingu. Þá er oft mælt með medium intensity, þar sem þetta er semí erfitt en þú getur samt talað eitthvað. Þá tekur hún það til dæmis í 20 mín eftir lyftingaæfingu en hún vill ekki taka alltof langa æfingu þvi´að hún vill ekki þreyta vöðvanaþræðina of sem eru búnir að skemmast nóg í lyftingunum fyrir fram. En auðvitað kemru þetta fram eins og hún sé bara að gera þetta half ass á góðri íslensku!

Semsé, áður en þið ætlið að vera eins og Óli og kommenta á svona í ræktinni, hugsiði aðeins út í þetta:) 



þriðjudagur, 30. september 2014

Uppáhalds morgunmatur nammi namm!

Einn uppáhalds morgunmaturinn minn er...:

Syntha-6 í léttmjólk með weetabix kubbi, svoooo friggin' gott að ég hlakka alltaf til að vakna þegar ég hef ákveðið að fá mér svona!:P

Blanda einni skeið af syntha-6 í um 150-200 gr af léttmjólk og bæti við einum weetabix kubbi og voila, fullt af próteini, góðri fitu og kolvetnum ásamt trefjum, love it! 
ATH. með weetabix kubbnum þá eru þetta um 400 góðar og djúsí kalóríur, ágætt að vita það til að gera ráð fyrir þeim inn í hitaeiningafjölda dagsins. Flott að leyfa sér þetta um helgar!

Cake batter, svooooo goooott!


Syntha-6 er máltíðarprótein sem inniheldur 6 mismunandi tegundir prótína sem dreifa prótíninu yfir langt tímabil. Það inniheldur líka góða fitusýrur, flókin kolvetni og trefjar! Það er líka gott að taka á milli mála, hægt að setja í vatn eða mjólk eins og ég geri:)  Cake batter bragðast eins og fljótandi heitt súkkulaði og vá hvað ég elska það enda á leiðinni að panta annan stóran dunk! 

mánudagur, 22. september 2014

Hvenær verður þetta að lífstíl?

Það er ótrúlegt hversu mikilvægt það er að setja sér markmiðsdag, ég er alveg búin að komast að því!

Eins og ég er búin að segja áður þá tók ég ákvörðun 16 ágúst 2013 um að koma mér í form fyrir brúðkaupsdaginn minn, 16 ágúst 2014. Allt þetta ár stefndi ég að þessu markmiðsdegi og það hjálpaði mér svo mikið. Svo leið sá dagur, markmiðsdagurinn búinn og hvað átti þá að gerast!? 

Þetta var auðveldara þegar ég var á niðurleið í fituprósentu og kílóum, þegar ég sá breytingu hratt en mér finnst helmigni erfiðara að vera í viðhaldsferlinu, halda þessu við! Auðvitað vil ég stinna allt og það er alltaf hægt að bæta upp á en ég var hins vegar komin í fína fituprósentu og fína fatastærð að mínu mati.

Eeeen ég fór í mælingu um síðustu helgi og fékk svolítið spark í rassinn! Á þessum mánuði sem liðinn er frá brúðkaupsdeginum þá skaust ég upp um 3 fitu%, bætti cm á mallann en hins vegar missti ég 4 cm alls sem þýðir bara vöðvarýrnun en fituuppsöfnun! Þetta er afleiðing af því að borða þriggja rétta morgunmat, hádegismat og kvöldmat alla daga í brúðkaupsferð og detta í framhaldi í gamla farið þegar komið var heim, já og plús það að hreyfa sig bara 2x allan þennan tíma!;) 

Það sem ég komst að eftir þennan tíma:

1. Fitan er fljót að skríða á líkamann aftur ef maður passar sig ekki!
2. Það skiptir máli að hreyfa sig ennþá þrátt fyrir að maður missi sig aðeins í matarræði;)
3. Það er mikilvægt að hafa alltaf markmiðsdag og setja sér markmið
4. Þetta hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan, segjir sig kannski sjálft. En það kom mér á óvart HVERSU mikill munur það var á mér. Ég var þyngri á sálinni, þreytt, orkulaus, pirruð, eirðalaus, illt í liðamótunum, bakinu og á fleiri stöðum!!!

Þá er bara að koma sér aftur í gírinn! 




miðvikudagur, 10. september 2014

Ég er á lífi!



Það hefur klárlega aldrei liðið svona langur tími á milli blogga hjá mér áður, shame on me! 
En ég ætla samt að leyfa mér að sleppa samviskubitinu yfir því þar sem það er búið að vera alveg nett brjálað að gera hjá mér! 

Það var náttúrlega verið að plana brúðkaup og já ég er orðin gift kona!!! Hefði ekki trúað að ég væri komin með krakka, hús og búin að gifta mig 26 ára fyrir nokkrum árum en ég kvarta ekkert:D

Hjálparkokkar
Blómvöndurinn:)
Það var mikið stress fyrir brúðkaupið, nóg af drasli til að ná í, drasl til að föndra, skreyta og redda en ég komst endanlega að því hvað ég á dásamlegt fólk í kringum mig sem hjálpaði með bros á vör! Svo óendanlega þakklát fyrir þetta fólk!!

Dagurinn var dásamlegur: Presturinn spurði mig hvort ég vildi ganga að eiga hann Andra en ég var ekki alveg á því en presturinn má eiga það að hann leiðrétti sig fljótt og spurði hvort að ég tæki hann Andrés frekar;) Það var frekar vont veður og ískalt svo útimyndatakan tók á en við náðum vonandi einhverju sæmilegum myndum og svo var ég með hriiiikalegan brjóstsviða fyrripart kvölds sem skyggði örlítið á gleðina. Aldrei upplifað annan eins sársauka (þegar kemur að brjóstsviða, ég hef nú fætt barn;) ) en einn yndislegu gestanna reddaði mér lyfjakokteil og hann bjargaði kvöldinu ALGJÖRLEGA. Hef sjaldan skemmt mér jafn vel, öll atriðin voru frábær, maturinn var geggjaður og við hjúin töluðum um það eftir á hvað var rosalega mikil ást og hlýja frá öllum! 

Nýgift!


Salurinn séð frá okkar sjónarhorni:)
Þegar partýið byrjaði þá var hælaskónum hent í hornið og ég dansaði berfætt alveg tryllt af gleði með öllum, skemmtilegasta kvöld lífs míns!:)
Við ætluðum að lúlla heima en fengum óvænt brúðkaupsnótt á hóteli gefins frá elskulegum vinum og systrum, svo yndislegt!!! Það tók á móti okkur rósablöð, uppáhalds nammi og svo þessi frábæra flaska!:)



Siam park, sól+vatn=brunnin!
Túristast!
Hjónin!



Svo fórum við auðvitað í brúðkaupsferðina 3 dögum seinna, varla tími til að koma sér á jörðina. Tenerife var frábær og maturinn þar geggjaður!:) Fórum í dýragarð, Siam park vatnsleikjagarð sem var awsom og slökuðum svo aðalega á. Er reyndar þvílíkt stolt af okkur fyrir að hafa náð því, yfirleitt kunnum við það ekki og komum heim dauðþreytt í fótunum og líkamanum. 


Við komum svo heim í enda ágúst þar sem manni var skellt í raunveruleikann! Litla skvís fór beint í aðlögun í leikskólanum, Andrés fór að kenna í háskólanum og auðvitað vinna við lögmannstörf og ég fór í háskóla í fyrsta skipti. 







Verð að segja að það er frekar erfitt að vera skellt svona í raunveruleikann eða ég á alla vega erfitt með það, enda hef ég alltaf verið skíthrædd við breytingar.
Líka með nýja lífstílinn minn... Það sem er mér erfitt er að frá því í ágúst 2013 þá var markmiðsdagurinn 16 ágúst 2014, giftingadagurinn minn og ég týndist smá þegar hann var búinn. Ég leyfði mér allt sem ég vildi í brúðkaupsferðinni og því miður hélt það áfram þegar heim var komið, borðaði algjörlega eins og áður ef ekki meira og það liðu 22 dagar áður en ég fór aftur í ræktina!

En ég er að finna mig aftur! Ég er að komast í takt við raunveruleikann á ný og finn að ég vil komast í gamla farið aftur, þar að segja þar sem ég borðaði hollt og hreyfði mig. Mér líður svo illa líkamlega núna, fötin eru orðin þröng og ég er alltaf með hausverk og magaverki og almennt þung! 

Svo vitiði hvað gerist núna!!? Ný markmið, meiri hreyfing, minnka sykur og það óholla og gera það sem ég kann alveg að gera með jákvæðnina í farteskinu, ég er alveg reddí!:)
Svona er þetta líka bara, lífið er upp og niður ekki satt svo halda hausnum uppi, hætta að vera leiðinlegur við sjálfan sig yfir svona tímabilum.

Jæja ætla að hætta að blaðra, þetta varð svolítið langt!!! 
ps. Fer í mælingu um helgina væntanlega svo þar verður fróðlegt en það er ágætt, fæ þá extra spark í rassinn!;)


föstudagur, 8. ágúst 2014

Brúðkaup næstu helgi!

Er einhver að lesa þetta blogg mitt???

Alveg búið að vera nóg að gera og núna get ég sagt að brúðkaupið er um næstu helgi, hversu kreisí er það!!?:)
Það er allt að koma saman og nú eru bara smáatriðin sem við þurfum að pæla í en að pæla í þessum smáatriðum er samt ekkert smámál, ættuð að sjá listann minn yfir það sem þarf að gera! 
Er að reyna að hugsa að það er allt í lagi ef eitthvað fer ekki eins og ég vildi og er að reyna að sætta mig við að það er bara mjög líklegt, langar bara að þetta sé gaman og að fólk skemmti sér:)

Náði í kjólinn minn í dag, það var verið að laga hann, sauma hann aðeins til og færa mittis'beltið' sem ég verð með og ég var mjög sátt. Ég ákvað líka bara fyrir stuttu að vera með slör svo ég fæ það um helgina, þá vantar mig bara eitthvað utan yfir mig og eyrnalokka og armband! Þá er ég reddý! :D

Vantar ennþá yfirhöfn og skó á litlu mína en Andrés er tilbúinn. Ætla ekki að telja upp allt hitt sem er eftir, þetta yrði alltof langt blogg;) En það er gott að eiga góða að sem bjóðast til að hjálpa, alveg ómetanlegt.

Ég fékk nýjan kraft í ræktinni og er búin að bæta mig í öllu nánast. Náði loksins róðri undir 2 mín 500 metra ( svo ekki góð í þessu tæki!!) og náði 42,5 kílóum 3x í bekkpressunni sem er það mesta sem ég hef náð:) Þá er bara næsta markmið 45 kíló. 

Er ekki ennþá búin að ná að gera eina upphýfingu sjálf, virðist voðalega erfitt fyrir mig en samt er ég dugleg að æfa mig! ( Get gert chinups um 3x sjálf án aðstoðar en ekki hina týpísku upphýfingu með lófa frá þér)
Efast um að ég nái því markmiði fyrir 16 ágúst eins og ég ætlaði mér:( En ég mun samt ná því!

Enda þetta svo á smá fyrir og eftir mynd, 10 mán á milli mynda: 

Ennþá margt sem á eftir að gera, minnka þessar hliðar!


laugardagur, 26. júlí 2014

Hamingja og nóg að gera!


Vá varla að trúa hvað tíminn líður hratt og það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast, líka búið að vera mikið að gera!

Núna er ég á fullu í brúðkaupsundirbúning enda bara 22 dagar í brúðkaupið! Það er barasta allt að koma saman, öll familían búin að fá fötin send frá Kína (og Bretlandi) og við erum öll hæstánægð með þau, Kína er alveg að standa sig! Var mjög stressuð fyrir því að panta upp á stærðir og gæði en hingað til hefur allt passað þrátt fyrir að vskskattur og annað leggist á þetta þegar þetta er komið þá er þetta samt ennþá ódýrara en að kaupa/leigja hér heima!!! 

Við erum búin að panta helling af dóti frá þessum kínasíðum og ánægð með flest, smá dæmi um það sem við höfum keypt:

Sérmerkt sápukúlu ílát
Gervi rósablöð
Hárband
Brúðarkjóllinn og skór
Kjóllinn hennar Natalú
Öll fötin og skórnir á Andrés ( reyndar pantað frá Bretlandi, smellpössuðu og GEGGJUÐ gæði, ódýrt samt)
Veski handa mér

Var varla að trúa hvað brúðarkjóllinn minn passaði vel á mig, þarf ekkert að breyta honum, ekki yfir brjóst, mitti eða upp á sídd og ég er algjör fullkomnisti! Þetta var líka frekar góð gæði þrátt fyrir verðið, það er ein kát kella hér á bæ! Einnig er kjóllinn hennar Natalíu mjög flottur þótt hann sé oggu poggu of stór en mátti við því búast þar sem Natalía er lítil miðað við aldur


Kjóllinn hennar Natalíu:)
Skórnir!
Svo var ég gæsuð þann 20 júlí og þetta er einn besti dagur sem ég hef upplifað! Dagurinn var svo vel planaður og fullkominn, ég var látin dansa zumba, fór í veggjaklifur, í keilu, fór á skotsvæðið og var ótrúlega kúl á því, var boðið á Hamborgarafabrikkuna og fékk uppáhaldsborgarann minn, var látin fíflast í miðbænum og á Glerártorgi og fór á tuðru í sjónum! (Var reyndar ekki kúl á því þar, pissaði næstum í brækurnar af hræðslu, so much for the daredevil!). Eftir þetta var farið í sumarbústað, við tóku fullt af myndum á veggjunum, pantað var uppáhalds pizzan mín og ég fékk fullt af gjöfum og fallegheitum, farið i pottinn, það var grátið, brosað og hlegið og vá hvað ég dýrka þessar fallegu vinkonur/systur mínar, bestar í heiminum! Lifi lengi vel á þessum degi:)



Ég er búin að ströggla með mataræðið en er komin á nokkuð góða braut núna, er aftur farið að hafa mjög gaman að því að mæta í ræktina og en ég ætla ekki að fara offörum í brennslu eða öðru þar sem kjóllinn smellpassar á mig og mig langar ekki að þurfa ða breyta honum hehe;)

Ég finn að styrkurinn minn er aftur að koma til baka, er farin að geta tekið fleiri chin ups en ég er ennþá að ströggla viðað gera venjulegt pullup án aðstoðar, get næstum gert eina ef ég byrja ekki alveg niðri, nú eru bara 22 dagar í að ég eigi að vera búin að ná því markmiði, það kemur í ljós!

Formið í dag: 



Jeiii fullt af selfies..!
Segji þetta gott í bili:) 

sunnudagur, 6. júlí 2014

Amino orkupinnar

Mig langaði svo í íspinna í dag og í staðinn fyrir að fá mér lurk vitið þið hvað ég fékk mér? 

Amino íspinna sem var bara agoti góður!

Orku pinnar

Amino Energy – 2 skeiðar
400 vatn
Setja í brúsa, hrista saman ,hella í íspinnaform og í frystinn!

Aðeins 20 kal í einum íspinna, frískandi og gefur smá orkuskot, við vælum ekki yfir þessu!




Annað í fréttum: 
Fór í mælingu um daginn sem ég var ekki alveg nógu ánægð með. Fór upp um 1% fitu (sem er svosem ekkert til að missa þvag yfir) en er búin að léttast á vigtinni um 2 og hálft kíló sem þýðir eiginlega bara eitt, vöðvarýrnun, enginn fitumissir!
En ég ætla ekki að gráta þetta, núna er bara dugnaður og harkan 6 sem kemur til greina og ég ætla mér að vera dugleg fyrir brúðkaup enda aðeins um rúmlega 40 dagar!

Þetta þýðir auka brennsla, færri kalóríur, hreint fæði, lítil salt/sodíum inntaka og nammidagar mjög hóflegir! Mikið hlakka ég til eftir brúðkaup samt þegar ég byrja að byggja upp vöðva aftur:D


Ps. Náði 3 upphýfingum í gær án teygju, vúhú;)

Pss.Fékk þessa hugmynd af einhverri íslenskri síðu sem ég því miður man ekki hvað heitir.




fimmtudagur, 26. júní 2014

Hnetusmjörs og cookie dough dásemd!


Sendingin okkar frá iherb.com var að detta í hús og það er svo sannarlega hamingjusöm kella hér á bæ! Hér sjáiði búðina í Rimasíðu;)

Góssið mitt!
Við keyptum PB2 og Quest bar - Tvær bragðtegundir og ég ætlaði að eins að segja ykkur frá þessum dýrindiskaupum!:)


Hnetusmjör – er frekar erfitt að velja fyrir þá sem eru að halda sér undir vissri tölu kalóría í mataplani.
Hnetusmjörið er að sjálfsögðu mjög holl fæða, frábær uppspretta hollrar fitu og fleira en þegar kemur að lághitaeiningaplani, sérstaklega fyrir fólk sem er kannski á 1.400-1.600 hitaeinigasvæðinu á dag, þá getur verið erfitt að koma því inn í fæðuna þar sem 2 matskeiðar ( um 200 kal!) geta fljótt náð um 15% af heildar hitaeiningaföldanum fyrir daginn!

Þá komum við að þessari yndislegri vöru sem ég ætlaði að segja ykkur frá:

Það er PB2 hnetusmjör!


 Þetta mun rokka heiminn hjá öllum þeim sem elska hnetusmjör, vilja geta notað það til dæmis bakstur án þess að klára hitaeiningaskammtinn fyrir daginn þar sem það eru 85% færri kalóríur en í venjulegu hnetusmjöri!

Við erum heldur ekki bara að tala um venjulegt hnetusmjör heldur PB2 hnetusmjör með SÚKKULAÐIBRAGÐI! Sá strax að það væri sko eitthvað fyrir mig;)



Pb2 er hnetusmjör í duftformi sem blandast við vatn og ég er að segja ykkur að mér og Andrési fannst þetta báðum betra en venjulegt hnetusmjör!!!
 (Við keyptum reyndar súkkulaði-tegundina)

Pb2 er búið til úr hágæða hægristuðum hnetum sem eru svo pressuð saman til að fjarlægja olíuna og fituinnihaldið.
Niðurstaðan? Hnetusmjör með 85% færri kalórúm en venjulega útgáfan og yfir 60% af kalóríunum koma frá próteini og trefjum. 

Hvað meira? Engin gerfisætuefni,engin rotvarnarefni.



PB2 hnetusmjör í duftformi

·         kalóríur – 45
·         Fita – 1.5 g
·         Trefjar – 2 g
·         Sykur – 1 g
·         Prótein – 5 g

Hefðbundna hnetusmjörið


·         Kalóríur – 190
·         Fita – 16 g
·         Trefjar – 2 g
·         Sykur– 3 g
·         Prótein – 8 g

Ég var skíthrædd um að það yrði mjög mikið gervibragð og þetta yrði hreinlega vont en þetta er bara mjög ljúffengt og mjög svipað. Í viðbót þá er geggjað að nota þetta í til dæmis smoothies og próteinsjeika, til dæmis í próteinsjeikinn eftir ræktina. 
Þar sem fita er ekki besta valið eftir rækt (vegna þess að hún hægir á meltingu og hægir á niðursogi próteina til vöðva) að þá er snilld að geta fengið bragðið án þess að hafa áhyggjur af fitunni og kalóríumJ

.
Á sama tíma pantaði ég Quest bar - cookies and cream og líka Quest bar – chocolate chip cookie dough og ég er komin með nýtt uppáhald!!!

My precious


Chocolate chip cookie dough er held ég besta próteinstykki sem ég hef smakkað og hitað upp er það guðdómlegt! Það eru 10 fleiri kalóríur í þessu stykki heldur en í cookies and cream sem ég skrifaði umfjöllun um  síðast en annars er svipað magn af próteinum, trefjum og öðru.

Semsé 190 kalóríur

1 gr sykur
17 gr trefjar
4 gr kolvetni
21 gr prótein

Glútenlaust 

Hitað upp í ofni!
 Eins og ég skrifaði fyrir ofan þá pantaði ég þetta frá iherb.com en síðast þegar ég vissi er hægt að fá þessi stykki í Hagkaup, margar bragðtegundir!:) Hins vegar hef ég ekki enn rekist á PB2 neinstaðar hérna.

Þar hafiði það, mæli með þessu fyrir nammigrísi og hnetusmjörs aðdáendur!:)

föstudagur, 13. júní 2014

Próteinstykki - Quest bar!



Próteinstykki eru því miður oft bara nammi í felubúning, þau eru markasett þannig að þau eiga að vera holl en mörg eru stútfull af sykri, vondri fitu og ónauðsynlegum efnum. Svo eru þau líka mörg hver svo helvíti há í hitaeiningum! En mig dreymdi um að finna eitthvað próteinstykki því það er einfaldlega svo þægilegt að rífa utan af því og borða, auðvelt, fljótlegt, þægilegt! Og stundum er ég ekki í stuði fyrir próteinsjeik.

Svooo ég var búin að hafa augastað á einu tilteknu próteinstykki sem allir virtust vera að dásama á veraldvefnum en fann það hvergi á Akureyri. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu alltof vandræðalega spennt ég varð þegar ég fann þetta stykki loksins í Hagkaup!!!:)

Þetta próteinstykki heitir Quest bar- Cookies and cream og er þvílíkt girnilegt á að líta, umbúðirnar kölluðu strax á mig um leið og ég leit í hilluna!



Heilsusérfræðingarnir þarna úti ( búin að lesa heeelling af frábærum umsögnum frá meðal anars virtum heilsusíðum) eru flestir á sama máli að þetta sé eitt besta val þarna úti ef þú ert að leita þér að próteinstöngum.

 Nokkrir punktar sem hefur þetta yfir annað sem er í boði:

1.Gæðaprótein: 
Aðaluppspretta próteina í Quest bar er Whey sem er talið hæst í gæðum af próteinum, próteinið niðursogast hratt inn í vöðvana.
Mjólkurprótein er próteinuppspretta tvö en það er uppspretta af bæði whey og casein ( casein er hæglosandi prótein sem gott er að taka til dæmis fyrir nóttina)
Flest/Mörg önnur próteinstykki nota gelatin sem aðaluppsprettu stykkisins sem er lágæða prótein sem tekið er frá afgöngum dýra eins og hófa, húð, beina...
Í öllu stykkinu eru 21 gramm af próteini.

2. Mikið af trefjum: 
Í hverju stykki eru um 15-17 grömm af trefjum sem eru auðmeltanleg, mynda ekki loft í þörmunum sem hjálpa til við að stjórna hungri, bæta meltinguna og jafnvel koma í veg fyrir vissa sjúkdóma.

3.Holl fita:
Hvert stykki inniheldur ákveðna blöndu af hnetum ( venjulegum hnetum ( peanut), möndlum og/eða kasjúhnetum) og hnetusmjöri/möndlusmjöri til að þú fáir hollu fituna sem líkaminn þarfnast sem og að halda stykkingu mjúku.

4. Engin rusl innihaldsefni:
Ólíkt mörgum af próteinstykkjunum sem eru með endalausan innihaldslista af efnum sem við getum ekki einu sinni borið fram eða lesið, þá er innihaldslisti Quest bar, hreinn, einfaldur og inniheldur bara þau ,efni, sem þú þarft án ruslins sem er svo oft bætt inn!

5. Bragðgóð: 
Já, þarf ekki að útskýra það neitt frekar, mér finnst þau alla vega svakalega góð þótt Andrési finnist það ekki, hver hefur sinn smekk! Langar að smakka coockie dough og brownie því ég er soddan súkkulaðipúki!

6. Náttúruleg sætuefni: 
Í fyrsta lagi þá er í raun engin alvöru sönnun fyrir því að gerfisykur sé skaðlegur fyrir heilsuna og ég nota hann í einhverju magni en fyrir þá sem hafa áhyggjur af þessu þá er þetta stykki fyrir þá;)

Í einu stykki er:
17 gr. trefjar
21 gr.prótein
7 gr. holl fita



Besta við þetta: 180 kaloríur í stykkinu sem er ekki neitt miðað við flest stykkin þarna úti!

Já kannski fínt að taka fram að ég er ekki söluaðili fyrir þessa vöru hehe, þótt það kannski komi þannig út!;)

Ps. Mér finnst geggjað að hita stykkið í ofni eða í öbba ( nenni yfirleitt ekki hinu) og borðaði það volgt og mjúkt, það getur verið svolítið ,chewy, undir tönn án þess að hita það. Like it!



Ó nammi namm!


Langaði svo að setja inn smá almennar upplýsingar um val á próteinstykkjum.

Hvað þú ættir að leita að þegar þú lítur á innihaldslýsingu próteinstykkja:.
Hversu mikið prótein er í því?

Slepptu öllum stykkjum sem hafa minna en 10 grömm af próteini, best væri að velja stykki með 15 grömmum og hærra

Hversu mikið af trefjum er í því?
Best væri ef það væru alla vega 5 grömm eða meira en það eru ekki mörg þannig stykki á markaðinum í dag, trefjarnar íta undir að þú verðir saddari lengur eins og ég minntist á fyrir ofan.

Hversu mikla fitu(og hverng fitu) inniheldur það?

Hversu mikið fer eftir því hvort þú sért að fylgja til dæmis lág fitu dieti, hærra fitulevel mun halda þér saddari lengur því þú meltir fituna hægar. Það er mikilvægt að forðast transfitur og mettaðar fitusýrur svo leitaðu að stykkjum sem er lágar í þeim tölum.

Hversu mikill sykur er í því?
Það eru mörg stykki með alltof miklum sykri. Vegna mismunandi stærðar og þyngdar stykkjanna þá er auðveldara að tala um prósentur heldur en tölu svo best væri að finna stykki sem er með minna en 30% hitaeininga frá sykri.