þriðjudagur, 4. nóvember 2014

2 ár síðan litla kom í heiminn:)

Ætli það sé ekki komin tími á nýja færslu:) 

Búið að vera nóg að gera í lífinu undanfarið og er ekkert að fara að hægjast á grunar mig, verð samt að reyna að troða inn færslum hingað því ég vil ekki að þetta deyji út því mér finnst gaman að skrifa hér:)

Ég er búin að vera nokkuð dugleg undanfarið að fara í ræktina og hreyfa mig og finnst það mjög gaman, en mataraæðið heldur áfram að vera svolítið challenge fyrir mig. Eða það gengur ágætilega að borða hollt en það er súkkulaðiþörfin sem er að plaga mig, er að reyna að gera það sem ég get til að sporna á móti henni.
Í gærkvöldi tugði ég extra tyggjó eins og óð og fékk mér 1 bita af 70% súkkulaði, það virkaði bara assgoti vel:) 

Síðast þegar ég mældi mig á rafmagnsfitu% tæki (sem ég tek ekki alltof mikið mark á samt) þá var ég 22,3% í fitu og ég var 58,8 á vigtinni svo er ég hægt og rólega að skríða upp og í gærkvöldi mældist ég, í fyrsta skipti síðan í örugglega nóv á síðasta ári, 60 kíló! En hins vegar er ég ekki alltof mikið að horfa á vigtina, ef ég er undir 23% í fitu þá angrar það mig ekki of mikið, vona bara að það sé einhver vöðvauppsöfnun þarna í gangi;) En vill samt ekki fara mikið hærra en 60 kíló enda sést vel að ég þarf að losa mig við fitu eins og á hliðum á maga og annarstaðar. 

Ps. í dag eru 2 ár síðan litla mín kom í heiminn!:) Akkúrat 2 ár síðan ég fór frá 80 kilóum niður í 75, var svo komin niður í 67,5 í um jólin það sama ár, um rúmlega 7 kíló síðan þá + um 10 fituprósentur:)

Fyrirgefiði dull blogg, vonandi kemur eitthvað meira hjálplegt og skemmtilegra næst!:)




Hér er svo pósa dagsins, eftir uppáhalds æfingadaginn minn, hendur! Tæplega 7 kíló á milli.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli