miðvikudagur, 26. nóvember 2014

Markmið

Úff, hef nokkrum sinnum hugsað til þessara bloggs með samviskubiti undanfarnar vikur en ég hef alveg vanrækt það! 

Það er svo nóg að gera í lífinu og mér finnst lítið af dauðum stundum til að setjast niður og skrifa um eitthvað heilsusamlegt. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í skólanum og nú er ég á fullu að læra undir próf, svo já þetta grey hefur setið á hakanum!

En okey, ætli ég verði þá ekki bara að láta update nægja í þetta skipti og vona að eftir 15 des þegar prófunum lýkur að ég fari að sinna þessu bloggi aðeins betur!:)

Ég mæti ennþá í ræktina í mína venjulegu æfingar rútínu enda er það orðið að algjörum vana.Ég þarf reyndar að púsla tímunum núna og ég kemst ekkert alltaf þegar ég vil en þó nógu oft til að vinna á öllum líkamanum:)

Núna myndi ég segja að ég væri að bölka með kallinum, hehe flott að nota bara þetta orð;) Ég stend mig mjööög vel í bölkinu, eiginlega vandræðalega vel og er held ég með rúmlega 2000 kcal einhverja daga í viku ef ekki alla. Ég borða stærri skammta, passa mig á að fá prótein i hverjum skammti enda er markmiðið vöðvastækkun! Eeeen ég verð að viðurkenna að það er að laumast heeeldur mikil óhollusta með:( 

Mun meira að brauði, stöff með hveiti í, ekki jafn meðvituð um smjör og annað og það er mjög erfitt að neita sykruðu fæði núna, búin að fá mér eitthvað með sykri í alla daga, kókopuffs þennan dag, kex þennan dag og svo framvegis. Langar að vera alveg hreinskilin hérna, þetta er eitthvað sem ég vil laga því ég finn að líðanin er ekki upp á sitt besta líkamlega, ég fæ mun meiri hausverk, er þyngri á mér, uppþemd, illt í maganum og þar eftir götunum! Og já andlega hliðin fylgir auðvitað með.
Þrátt fyrir að ég sé að reyna að borða meira þá á það ekki að þýða meiri óhollusta, það er alveg á hreinu!
Sé breytingu á líkamanum, finnst vöðvarnir ööörlítið vera að stækka (suma daga finnst mér það en aðra daga er ekkert að gerast og ég lít alveg eins út og þegar ég byrjaði og þá verð ég ööörg!)

Ég er ekki búin að vera mikið í markmiðunum og finn að ég þarf að fara að setja mér aftur, svo mikilvægt.

Markmið:
- Að geta gert almennilega chinup án aðstoðar
- Að geta bekkpressað 42,5 kg 4x sjálf.
- Að minnka sykurinn aftur
- Vinna í kúlurassi þar sem minn er flatur og ekkert sérstaklega mikið augnyndi
- Rústa þessum markmiðum!;)


Ætli ég endi þetta ekki á myndum svo þetta verði ekki bara boring blaður!

Eftir handadag, óvenju pumpuð og held að skyggingin hafi aðeins verið að leika sér:)

Bakproggress



Kem svo vonandi næst með eitthvað useful og áhugavert tengt heilsu, þangað til næst! Kveðja, þessa með prófljótuna!

þriðjudagur, 4. nóvember 2014

2 ár síðan litla kom í heiminn:)

Ætli það sé ekki komin tími á nýja færslu:) 

Búið að vera nóg að gera í lífinu undanfarið og er ekkert að fara að hægjast á grunar mig, verð samt að reyna að troða inn færslum hingað því ég vil ekki að þetta deyji út því mér finnst gaman að skrifa hér:)

Ég er búin að vera nokkuð dugleg undanfarið að fara í ræktina og hreyfa mig og finnst það mjög gaman, en mataraæðið heldur áfram að vera svolítið challenge fyrir mig. Eða það gengur ágætilega að borða hollt en það er súkkulaðiþörfin sem er að plaga mig, er að reyna að gera það sem ég get til að sporna á móti henni.
Í gærkvöldi tugði ég extra tyggjó eins og óð og fékk mér 1 bita af 70% súkkulaði, það virkaði bara assgoti vel:) 

Síðast þegar ég mældi mig á rafmagnsfitu% tæki (sem ég tek ekki alltof mikið mark á samt) þá var ég 22,3% í fitu og ég var 58,8 á vigtinni svo er ég hægt og rólega að skríða upp og í gærkvöldi mældist ég, í fyrsta skipti síðan í örugglega nóv á síðasta ári, 60 kíló! En hins vegar er ég ekki alltof mikið að horfa á vigtina, ef ég er undir 23% í fitu þá angrar það mig ekki of mikið, vona bara að það sé einhver vöðvauppsöfnun þarna í gangi;) En vill samt ekki fara mikið hærra en 60 kíló enda sést vel að ég þarf að losa mig við fitu eins og á hliðum á maga og annarstaðar. 

Ps. í dag eru 2 ár síðan litla mín kom í heiminn!:) Akkúrat 2 ár síðan ég fór frá 80 kilóum niður í 75, var svo komin niður í 67,5 í um jólin það sama ár, um rúmlega 7 kíló síðan þá + um 10 fituprósentur:)

Fyrirgefiði dull blogg, vonandi kemur eitthvað meira hjálplegt og skemmtilegra næst!:)




Hér er svo pósa dagsins, eftir uppáhalds æfingadaginn minn, hendur! Tæplega 7 kíló á milli.