þriðjudagur, 30. september 2014

Uppáhalds morgunmatur nammi namm!

Einn uppáhalds morgunmaturinn minn er...:

Syntha-6 í léttmjólk með weetabix kubbi, svoooo friggin' gott að ég hlakka alltaf til að vakna þegar ég hef ákveðið að fá mér svona!:P

Blanda einni skeið af syntha-6 í um 150-200 gr af léttmjólk og bæti við einum weetabix kubbi og voila, fullt af próteini, góðri fitu og kolvetnum ásamt trefjum, love it! 
ATH. með weetabix kubbnum þá eru þetta um 400 góðar og djúsí kalóríur, ágætt að vita það til að gera ráð fyrir þeim inn í hitaeiningafjölda dagsins. Flott að leyfa sér þetta um helgar!

Cake batter, svooooo goooott!


Syntha-6 er máltíðarprótein sem inniheldur 6 mismunandi tegundir prótína sem dreifa prótíninu yfir langt tímabil. Það inniheldur líka góða fitusýrur, flókin kolvetni og trefjar! Það er líka gott að taka á milli mála, hægt að setja í vatn eða mjólk eins og ég geri:)  Cake batter bragðast eins og fljótandi heitt súkkulaði og vá hvað ég elska það enda á leiðinni að panta annan stóran dunk! 

mánudagur, 22. september 2014

Hvenær verður þetta að lífstíl?

Það er ótrúlegt hversu mikilvægt það er að setja sér markmiðsdag, ég er alveg búin að komast að því!

Eins og ég er búin að segja áður þá tók ég ákvörðun 16 ágúst 2013 um að koma mér í form fyrir brúðkaupsdaginn minn, 16 ágúst 2014. Allt þetta ár stefndi ég að þessu markmiðsdegi og það hjálpaði mér svo mikið. Svo leið sá dagur, markmiðsdagurinn búinn og hvað átti þá að gerast!? 

Þetta var auðveldara þegar ég var á niðurleið í fituprósentu og kílóum, þegar ég sá breytingu hratt en mér finnst helmigni erfiðara að vera í viðhaldsferlinu, halda þessu við! Auðvitað vil ég stinna allt og það er alltaf hægt að bæta upp á en ég var hins vegar komin í fína fituprósentu og fína fatastærð að mínu mati.

Eeeen ég fór í mælingu um síðustu helgi og fékk svolítið spark í rassinn! Á þessum mánuði sem liðinn er frá brúðkaupsdeginum þá skaust ég upp um 3 fitu%, bætti cm á mallann en hins vegar missti ég 4 cm alls sem þýðir bara vöðvarýrnun en fituuppsöfnun! Þetta er afleiðing af því að borða þriggja rétta morgunmat, hádegismat og kvöldmat alla daga í brúðkaupsferð og detta í framhaldi í gamla farið þegar komið var heim, já og plús það að hreyfa sig bara 2x allan þennan tíma!;) 

Það sem ég komst að eftir þennan tíma:

1. Fitan er fljót að skríða á líkamann aftur ef maður passar sig ekki!
2. Það skiptir máli að hreyfa sig ennþá þrátt fyrir að maður missi sig aðeins í matarræði;)
3. Það er mikilvægt að hafa alltaf markmiðsdag og setja sér markmið
4. Þetta hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan, segjir sig kannski sjálft. En það kom mér á óvart HVERSU mikill munur það var á mér. Ég var þyngri á sálinni, þreytt, orkulaus, pirruð, eirðalaus, illt í liðamótunum, bakinu og á fleiri stöðum!!!

Þá er bara að koma sér aftur í gírinn! 




miðvikudagur, 10. september 2014

Ég er á lífi!



Það hefur klárlega aldrei liðið svona langur tími á milli blogga hjá mér áður, shame on me! 
En ég ætla samt að leyfa mér að sleppa samviskubitinu yfir því þar sem það er búið að vera alveg nett brjálað að gera hjá mér! 

Það var náttúrlega verið að plana brúðkaup og já ég er orðin gift kona!!! Hefði ekki trúað að ég væri komin með krakka, hús og búin að gifta mig 26 ára fyrir nokkrum árum en ég kvarta ekkert:D

Hjálparkokkar
Blómvöndurinn:)
Það var mikið stress fyrir brúðkaupið, nóg af drasli til að ná í, drasl til að föndra, skreyta og redda en ég komst endanlega að því hvað ég á dásamlegt fólk í kringum mig sem hjálpaði með bros á vör! Svo óendanlega þakklát fyrir þetta fólk!!

Dagurinn var dásamlegur: Presturinn spurði mig hvort ég vildi ganga að eiga hann Andra en ég var ekki alveg á því en presturinn má eiga það að hann leiðrétti sig fljótt og spurði hvort að ég tæki hann Andrés frekar;) Það var frekar vont veður og ískalt svo útimyndatakan tók á en við náðum vonandi einhverju sæmilegum myndum og svo var ég með hriiiikalegan brjóstsviða fyrripart kvölds sem skyggði örlítið á gleðina. Aldrei upplifað annan eins sársauka (þegar kemur að brjóstsviða, ég hef nú fætt barn;) ) en einn yndislegu gestanna reddaði mér lyfjakokteil og hann bjargaði kvöldinu ALGJÖRLEGA. Hef sjaldan skemmt mér jafn vel, öll atriðin voru frábær, maturinn var geggjaður og við hjúin töluðum um það eftir á hvað var rosalega mikil ást og hlýja frá öllum! 

Nýgift!


Salurinn séð frá okkar sjónarhorni:)
Þegar partýið byrjaði þá var hælaskónum hent í hornið og ég dansaði berfætt alveg tryllt af gleði með öllum, skemmtilegasta kvöld lífs míns!:)
Við ætluðum að lúlla heima en fengum óvænt brúðkaupsnótt á hóteli gefins frá elskulegum vinum og systrum, svo yndislegt!!! Það tók á móti okkur rósablöð, uppáhalds nammi og svo þessi frábæra flaska!:)



Siam park, sól+vatn=brunnin!
Túristast!
Hjónin!



Svo fórum við auðvitað í brúðkaupsferðina 3 dögum seinna, varla tími til að koma sér á jörðina. Tenerife var frábær og maturinn þar geggjaður!:) Fórum í dýragarð, Siam park vatnsleikjagarð sem var awsom og slökuðum svo aðalega á. Er reyndar þvílíkt stolt af okkur fyrir að hafa náð því, yfirleitt kunnum við það ekki og komum heim dauðþreytt í fótunum og líkamanum. 


Við komum svo heim í enda ágúst þar sem manni var skellt í raunveruleikann! Litla skvís fór beint í aðlögun í leikskólanum, Andrés fór að kenna í háskólanum og auðvitað vinna við lögmannstörf og ég fór í háskóla í fyrsta skipti. 







Verð að segja að það er frekar erfitt að vera skellt svona í raunveruleikann eða ég á alla vega erfitt með það, enda hef ég alltaf verið skíthrædd við breytingar.
Líka með nýja lífstílinn minn... Það sem er mér erfitt er að frá því í ágúst 2013 þá var markmiðsdagurinn 16 ágúst 2014, giftingadagurinn minn og ég týndist smá þegar hann var búinn. Ég leyfði mér allt sem ég vildi í brúðkaupsferðinni og því miður hélt það áfram þegar heim var komið, borðaði algjörlega eins og áður ef ekki meira og það liðu 22 dagar áður en ég fór aftur í ræktina!

En ég er að finna mig aftur! Ég er að komast í takt við raunveruleikann á ný og finn að ég vil komast í gamla farið aftur, þar að segja þar sem ég borðaði hollt og hreyfði mig. Mér líður svo illa líkamlega núna, fötin eru orðin þröng og ég er alltaf með hausverk og magaverki og almennt þung! 

Svo vitiði hvað gerist núna!!? Ný markmið, meiri hreyfing, minnka sykur og það óholla og gera það sem ég kann alveg að gera með jákvæðnina í farteskinu, ég er alveg reddí!:)
Svona er þetta líka bara, lífið er upp og niður ekki satt svo halda hausnum uppi, hætta að vera leiðinlegur við sjálfan sig yfir svona tímabilum.

Jæja ætla að hætta að blaðra, þetta varð svolítið langt!!! 
ps. Fer í mælingu um helgina væntanlega svo þar verður fróðlegt en það er ágætt, fæ þá extra spark í rassinn!;)