föstudagur, 29. nóvember 2013

Updeit!

Ég er sko ekki hætt!

Þessi vika er reyndar búin að vera ansi strembin. Á laugardaginn síðasta fór ég í brúðkaup og drakk kannski svona einu hvítvínsglasi of mikið (lesist 10) og ég eyddi sunnudeginum í mestu þynnku sem ég hef fengið held ég og það varð því ekkert grænmeti eða hafragrautur þann daginn. Hverjum hefur einhverntímann langað í hafragraut þegar þeir vakna með þynnku!!!?
 Reyndar lýsti makinn yfir alþjóðlegum sukkdegi og það þurfti ekki beint mikið til að ég myndi samþykkja! Obbobobb...

Mánudeginum var eytt í magaveikindi svo engin rækt þá, fann líka hvernig ég missti smá motivation, langaði bara að hella mér í nammi og sleppa alveg að mæta í ræktina. Hins vegar mætti ég samt á þriðjudaginn í ræktina sem var akkúrat það sem ég þurfti á að halda því hausinn fór aftur á réttan stað og ég varð spennt aftur fyrir þessu öllu saman;)

Fimmtudagurinn varð svo frábær dagur fyrir mig í ræktinni. Þá var fótadagur og ég bætti mig í öllu, þyngdi í öllu og tók 6 kílóa lóð með mér í dauðagönguna (framstig), sem er alla vega mikið fyrir mig. Reyndar sá ég gellu um daginn sem tók um 15 eða 20 kíló í sömu göngu, ég ákvað að ég ætlaði að vera þessi gella! Ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir mann að bæta sig og þyngja, það er svo góð tilfinning:)

Annars er vigtin ennþá á leiðinni niður, hægt og rólega þó sem er bara gott.
Síðast stóð 57,9 kg.

Svo fór ég í mælingu þan 22 nóv, semsé hálfum mánuði eftir síðustu mælingu og þetta eru niðurstöðurnar:
8 nóv: 28,17%
22 nóv: 26,80%



Kálfar
Læri
Rass
Nafli
Mitti
Brjóst
Upphandleggur
(í spennu)
Upphandleggur
(í slökun)
1.mæling (14 nóv)
33
56
101
85
81
94
28,5
27
2. mæling
(8 nóv)
33
53
98
79
73,5
91
29,5
26,5
3.mæling
(22 nóv)
32,5
50,5
94,5
76
70
-
28,5
26
Mismunur
-0,5
-5,5
-6,5
-9
-9
-3
0
-1

Ég er líka farin að prufa mig áfram með hollt hráefni, eitthvað sem ég hef aldrei prufað áður. Þá er ég ekki að tala um grænmeti og svoleiðið heldur eins og möndlumjólk, kókosmjólk, ýmsar hnetur, smoothies, próteinklatta, hunang og svo framvegis. Ég prufaði líka um daginn að gera hollustu brownies (alla vega mun hollari en venjulegu!) og þær komu bara ágætilega út! Semsé í staðinn fyrir alvöru sykur þá þá nota ég t.d. stevia eða agavesyrup (eru reyndar skiptar skoðanir um þetta eins og annað), nota smá heilkornahveiti í staðinn fyrir venjulegt, 70% súkkulaði í staðinn fyrir mjólkursúkkulaði og þetta kom vel út. Alveg kalóríur í þessu samt, enda er ég ekki að fara að tríta mig með þessu öll kvöld;)

48 dagar í Danmörk!
260 dagar í brúðkaup! 






miðvikudagur, 20. nóvember 2013

Jæja, lífstílsuppdeit! 

Síðustu dagar hafa verið svolítið erfiðir fyrir mig þegar kemur að því að matarræðinu og reyndar hreyfingunni líka. Ekkert mál þegar ég er komin í ræktina, þá er þetta bara gaman en ég á stundum hrikalega erfitt með að koma mér af stað í ræktina! Ég hef ekki ennþá svindlað og sleppt að mæta, ef ég mæti ekki þennan dag þá bæti ég það upp hinn daginn sem ég hefði átt að fá frí og æfi, er semsé enn að mæta 5x í viku og ætla mér að sjálfsögðu að halda því áfram:)

Ég er enn dugleg í mataræðinu, passa mig á að borða alltaf morgunmat (yfirleitt alltaf hafragrautur sem er samt ekki beint uppáhaldið mitt!) og svo borða ég um 5-6x máltíðir á dag með 3 tíma millibili.
Passa mig á að fá mér prótein eftir ræktina og að velja vel hvað ég borða í kvöldmat, ég er hinsvegar alls ekki öfgafull í þeim efnum. Venjulegur heimilismatur eins og lasagna og annað er á boðstólnum en ég passa mig á skammtastærðinni og að drekka glas af vatni fyrir.
 Eins vel ég að setja ekki rjóma í sósur, nota spreyolíu og lítið af henni, 11% ostur yfir fiskirétti, léttur smurostur í staðinn fyrir venjulegan og svo framvegis. 
Ég borða sjaldan brauð, ef ég fæ mér þá er það lífskornabrauð, elska að setja hnetusmjör og banana á það! 

Svo er ég ótrúlega ánægð með að ég borða núna grænmeti á hverjum degi, kellan sem hafði ekki sett svoleiðis inn fyrir sínar varir í mööörg ár;) Mér finnst gott að gera eggjahræru með grænmeti og kjúkling og það er aðeins of oft í hádegismat hjá mér en mér finnst það bara svo gott og þægilegt að eiga afganga en ég ætla mér að prufa mig áfram!

Svo matarræðið í sjálfu sér gengur vel en það er bara þörfin í að maula á einhverju á kvöldin sem er alveg að fara með mig, ég er súkkulaðióð! Ef mig langar í eitthvað þá er það súkkulaði eða kex og ég var t.d. að gera kallinn brjálaðan í gærkvöldi því mig langaði svo í POLO kex!!! Svo það var skundað í eldhúsið og gert nokkrar tilraunir til að gera hollt nammi sem tókst alls ekki svo ég bíð með löngun eftir laugardeginum! Þá verður fengið sér polokex! Og Brynjuís! Og súkkulaði! Og kannski smá kökur..;)

Að markmiðum! Ég er farin að þyngja í öllu í ræktinni þótt það sé ekki enn hægt að segja að ég sé að taka einhverjar þyngdir;) En að því tilefni að ég sé farin að þyngja þá vígði ég grifflurnar mínar og fannst ég helvíti töff með 10 punda lóðín mín;)
Þann 18 október skrifaði ég hérna að ég ætti markmið og það væri að passa í buxurnar ,sem ég birti mynd af, fyrir Danmerkurferð. Ég var að ná því markmiði, vúhú! Smá mynd til sönnunar;)
Komst í buxurnar og gat hneppt þeim, vúpvúp!


Svo er vigtin ennþá á leiðinni niður, í dag var ég 58,5 kg sem ég er sátt við. Aðalmarkmiðið er að losna við fituna og svo að tóna sig upp og þá er mér alveg sama hvað vigtin segir því eins og flestir vita eru vöðvar þyngri en fita! En á meðan ég þarf að losna við lýsið þá horfi ég smá á vigtina ennþá.

Þetta var ekki mest spennandi blogg í heimi en vildi bara gefa smá update! Svo mun ég væntanlega setja fyrir og eftir myndir fyrir Danmerkurferðina ( efég fæ hugrekkið til þess) en þá er eins gott að ég verði dugleg! Eins og Britney vinkona mín segir: You better work bitch!

miðvikudagur, 13. nóvember 2013

Ferðarbabbl

Nú er kominn vetur, ég veit það því rassinn er að frjósa af mér á hverjum degi! Ég er orðin að einhverri skjálfandi rúst sem er alltaf grafin í lögum af fötum (ætti kannski að fara að athuga með ofnana hérna heima!) og akkúrat núna sit ég og skrifa í tveimur peysum með ullargrifflur á höndunum en er samt kalt! Svo í tilefni þess hversu ógeðslega kalt mér er þá er ég að sjálfsögðu búin að liggja á netinu að skoða girnilegu heitu löndin.

Ég hef verið svo heppin í lífinu að ég hef getað ferðast aðeins þótt að staðirnir séu ekki svo margir.
Ég hef farið til Danmerkur, Rota, Mallorca, Costa del Sol, London, Manchester og Orlando. 

Danmörk- Bekkjaferðarlag í 9 bekk. Skemmtilegt, skoðuðum litlu hafmeyjuna og komumst að því að hún er ekkert svo merkileg en strákarnir skemmtu sér að því að káfa á brjóstunum á henni, við fórum í lególand og tívólíið og vorum með almenn unglingalæti.

Rota- Í tíunda bekk var nokkrum bekkjafélögum boðið í ferð, það var auðvitað verið að verðlauna góðan námsárangur (fake it til you make it) og ég fékk að fljóta með. Þessa ferð hef ég greinilega valið að grafa langt í undirmeðvitundinni því ég man ekkert! Mér hefur verið sagt að við hefðum sofið í kofum sem við fengum að deila með nokkrum indælis pöddum og kóngulóm, þar sem var engin loftræsting, almenningklósett, biðröð eftir sturtu og óþægileg rúm. Held að fancy Amanda hafi ekki ráðið við þessa villmennsku og hafi því valið að grafa þetta lengst niðri. ( Ef einhver bíður mér í óvænta ferð út þá má sá hin sami bjóða mér á 5 stjörnu hótel þar sem nudd er innifalið og ekki er verra að geta komist í búbblubað, kv. sú sem myndi aldrei ráða við að fara í interrail). Og já, ég týndi vegabréfinu mínu víst og við skulum ekki fara út í öll vandræðin sem fylgdu því ævintýri!

Mallorca - Stelpuferð, við vinkonurnar hlógum, grétum, rifumst, spiluðum oftar en við fórum á djammið,  ein brann svo mikið að hún gat ekki komist upp úr rúminu, flatmöguðum á ströndinni (nema sú sem var alltaf að brenna) og versluðum! Skemmtileg ferð.

London- Kærastinn bauð mér til London í tilefni á 2 ára sambandsafmæli. Við fórum í London eye, horfðum á Big Ben með lotningu, fórum á vaxmyndasafnið, skoðuðum múmíur á safni. Við ákváðum síðasta daginn að fara í dýragarð en sáum að honum yrði lokað bráðum svo við ákváðum að taka Jón sprett á þetta, ég er ekkert að grínast, við hlupum í örugglega hálftíma. Þegar við vorum komin á leiðarenda, sveitt og andstutt (ég lá á götunni grenjandi) þá komumst við að því að við hefðum horft á vitlausan dag og það var lokað. Ekki skemmtilegasta sem ég hef gert.
Annað sem er eftirminnilegt er að á lestarstöðinni ákváðum við að við yrðum fljótari að fara upp stigann heldur en að taka lyftuna... Það var versta ákvörðun sem við höfum tekið því það voru tröppur, eftir tröppur eftir tröppur og það tók okkur um 20 mínútur að fara upp. Og já, við vorum með ferðatöskur.
Svo má ekki gleyma að apperantly hélt ég að það yrði sumar og sól í London 14 desember svo ég var ekkert sérstaklega vel klædd, því eru minningarnar svolítið litaðar af kulda og aftur kulda. Var ég búin að minnast á KULDA!? Samt mjög skemmtileg ferð og ástin blómstraði, í kuldanum.

 Costa del sol- Mesta fratferðin ótrúlegt en satt! Það var mjög skítugt þarna, sjórinn var kaldur, ströndin var skítug, maturinn ekkert sérstakur, gestrisnin ekki mikil og ég varð veik!  Er enn í fýlu eftir þá ferð.

Manchester - Við systurnar buðum pabba út í tilefni 50 ára afmælis! Það var slakað á, drukkið bjór (uhh kók í mínu tilfelli, kráir í Manchester eru ekkert rosalega hrifnar að því að bjóða upp á gosbjór;)) og bondað við pabba gamla. Já og verslað! Minning sem mér þykir vænt um. 

Orlando- Besta ferð EVER! Yndislegt fólk, góður matur, auðvelt að ferðast um, geggjaður staður! Fórum í Disney world og universal studios og það var alveg hægt að gleyma sér þar. Það var svo brjálæðislega heitt þarna enda hitabylgja en það skipti engu máli, við vorum alsælJ Eftirminnilegast utan við garðana var þegar við fórum eitt kvöldið í bíó. (Bíómyndin sjálf var ekkert svo eftirminnileg sko) Eftir bíóið þá fórum við niður tröppurnar og út dyrnar þar eins og maður gerir hérna í bíó nema hvað að þegar hurðin skall í lás á eftir okkur þá tókum við eftir tvennu. Við vorum ein og við vorum stödd í óuppgerðu, óupplýstu rými. Ég sá fyrir mér að við myndum festast þarna inni og finnast mörgum dögum seinna en sem betur fer fær fólk ennþá að njóta samvista við okkur;) Við fórum í gegnum ótal herbergi og enduðum á einhverju túni, þurftum að troðast undir girðingu og loksins komumst við til manna, það stóðu verðir hjá girðingunni sem litu mjög illilega á okkur, skildu greinilega ekki alveg hvað við værum að gera. Við brostum hinu blíðasta, ég þurrkaði drulluna af hnjánum og ákvað að þetta yrði skemmtileg minning.

Eins og ég hef minnst á, þá erum við hjúin að fara að gifta okkur í ágúst á næsta ári og oft fylgir eitt stykki brúðkaupsferð með. Svo núna erum við í reyna að ákveða hvert við vijum fara og það er erfiðara en að segja það! Draumurinn er að fara til Hawaii en það tekur langan tíma að ferðast og aaaaðeins of dýrt en sá staður er á Bucketlistanum, máske á 5 ára brúðkaupsafmælinu;)

Staðir sem ég ætla mér að heimsækja áður en ég dey:

Hawaii



Bora Bora
Eyjan Capri-Ítalía
Feneyjar-Italía
Skotland
Naples - Ítalía
Sikiley



 Læt staðar numið núna, ég yrði alltof lengi ef ég ætlaði að henda öllum þeim stöðum sem ég ætla mér að heimsækja á ævinni, þarf að fara að sinna barninu og borða! Ég kannski nenni að klára þetta ferðablogg einhverntímann;)

Ps. "Átakið" eða nýji lífstíllinn gengur ágætilega. Ég missti mig smá eftir að ég hætti í einkaþjálfun en náði mér aftur á strik, það þýðir ekkert annað! Þrátt fyrir smá feilspor (súkkulaði!) þá er ég búin að vera dugleg að borða hollt annars og hreyfa mig, svo ég er búin að ná að hrista samviskubitið af mér. Í dag er fótadagur, stinni kúlurass here I come!



föstudagur, 8. nóvember 2013

Einkaþjálfun lokið!

Þá er ég búin að ljúka við 4 vikna þjálfun hjá einkaþjálfaranum mínum, vá hvað þetta leið hratt!


Þetta voru ekki jafn erfiðar vikur og ég hélt að þær yrðu sem ég er hrikalega ánægð með. Að sjálfsögðu átti ég mín móment þar sem ég var að berjast við sjálfa mig og fannst þetta erfitt en óverall þá finnst mér þetta skemmtilegt og spennandi. 
Með hverri vikunni sem leið varð skemmtilegra að mæta og rífa í járnin (ég var gellan sem var með óhljóð við lyftingarnar með heil 5 kg á flestum stöðum hehe) og ég varð stolt þegar ég fór að fá almennileg nuddsár í hendurnar;) Að sjálfsögðu gaf unnustinn mér grifflur í tækifærisgjöf svo þær verða notaðar á næstu misserum! Fannst svolítið kjánalegt að vera að lyfta ekki neinu basically og vera með grifflur, þegar ég fer að verða alvöru massi þá skarta ég þeim með stolti;)

Það besta við þetta allt saman var hversu fljótt ég fór að finna breytingu á mér þegar kemur að þoli og slíku. Mér leið miklu betur í ræktinni, hætti að vera óglatt alltaf hreint og gat klárað allar æfingar án þess að væla eins og barn! 

Ég setti mér nokkur markmið:
1. Að ég myndi ná að sjá undir 60 kg á vigtinni í loka mælingu.
2. Að ég myndi klára æfingu án þess að verða óglatt (Það tók alveg 7 skipti held ég)
3. Að ég myndi mæta 5x í viku í ræktina
4. Að ég myndi venja mig á að borða grænmeti alla daga
5. Að ég myndi missa -2 cm yfir mitti og -2 í fitu%
Ég náði þeim öllum! Og ég er ánægð:)

Þetta eru tölurnar eftir 4 vikur í einkaþjálfun:

Niðurstöður mælinga og tölulegar staðreyndir

Dags/Þyngd

(8 ágúst:67,3 kg)
(16 ágúst: 66,7 kg)

11 okt: 63 kg
26 okt:61,2 kg
8 nóv: 59,8 kg

Fituprósenta-mælingar

Fyrir: 31,25%
Eftir: 28,17%
Mismunur: -3%

Útreiknaður BMI*, FMB* og LMB* - Útfrá klípumælingum

Fyrir- Fita í kg: 19,68kg
Eftir-                16,62 kg

Mismunur: -3 kg af hreinni fitu

Ummálsmælingar í cm
Fyrir/eftir:      
                    
Kálfar:33 cm/33cm=0 cm. 
Læri: 56/53= -3 cm                           
Rass: 101/98= -3 cm
Nafli: 85/79 = -6 cm
Mitti: 81/73,5= - 7,5 cm
Brjóst: 94/91= -3 cm
Upphandleggur í spennu: 28,5/29,5 = +1
Upphandleggur í slökun: 27/26,5 = 0,5 cm

Semsé, síðan Andrés bað mín þann 16 ágúst, þá hef ég misst rúm 6 kíló:D


Ég veit núna að ég get þetta alveg og ég ætla að halda ótrauð áfram! Kemur ekkert annað til greina, enda ætlar kellan að vera súperhot í brúðkaupinu sínu;)

Eins og ég hef talað um áður þá fer ég í stelpuferð til Danmerkur þann 16 janúar og þá verður að sjálfsögðu kíkt á janúarútsölurnar. Buxurnar sem ég á eru aðeins farnar að vera pirrandi (ekki beint skemmtilegt að þurfa að hysja upp um sig buxurnar á 5 mínútna fresti) svo ég býst við að það verði aaaðeins verslað...Svo ég vill vera eins nálægt því hvernig ég vil vera líkamlega þegar ég fer að versla, og þetta mun ég gera, ekki spurning með það:)  Já og svo setti ég mér það markmið að koma gallabuxunum góðu upp rassinn og ná að hneppa fyrir 16 janúar, vonandi gerist það;) 

Þangað til næst!

Ps. Það væri gaman að sjá hvort einhver væri að fylgjast með þessu svo endilega dritiði einhverju í commentin hérna hjá mér! Heldur mér við efnið að vita að einhver sé að lesa;)

miðvikudagur, 6. nóvember 2013

Í júní á þessu ári þá gerðumst við hjúin svo djörf að kaupa okkur íbúð! Við urðum ástfangið um leið og við gengum inn í hana til að skoða, það var einhver sérstök tilfinning sem fylgdi henni og okkur leið vel um leið og við stigum fæti inn. Þetta er fyrsta íbúðin sem við eigum, fyrsta alvöru heimilið og þetta er svo sannarlega heima:) 


Kaldar flísar í stofunni! Fyrir-
Parketið komið á! Eftir-
Besta við að kaupa sína eigin íbúð er að þú mátt gera hvaða vitleysu sem þú getur hugsað þér án þess að spyrja einn né neinn og við vorum strax komin með fullt af hugmyndum fyrir nýja heimilið. Ég hef samt sætt mig við það að þetta þarf að vera langhlaup og ég lifi ekki í þeim heimi þar sem ég get keypt hvað sem ég vil og gert alla íbúðina upp á núll einni! 


En það er gaman að sjá hvernig það kemur allt saman hægt og rólega og vita að við erum að gera þetta:) 


Brjóta, brjóta!











Þegar við keyptum íbúðina voru kuldalegar ljótu flísar á gólfinu... Eflaust finnst einhverjum þetta svaka flott en þetta var alls ekki okkar tebolli. Varð líka rosalega kalt inni þegar kom smá kuldi úti! Svo out they went! Voru mjög ánægð með útkomuna:)

Svo vildum við fá einhvern lit inn í stofu svo við völdum þennan fjólubrúngráa lit (hann semsé skiptir um lit eftir því hvernig birtan er) og vorum nokkuð sátt við hann. Ég á eflaust eftir að vilja skipta því mér þykir hann örlítið of fjólublár en hann fær að vera í einhvern tíma samt.






Nýju ljósakrónunni hent upp í loftið

 Því næst gerðum við upp gamla ruggustólinn langafa Andrésar! Það tók sinn tíma en loksins er hann tilbúinn, finnst hann svo kósý og þessum sit ég á kvöldin hvort sem ég er að lesa eða í tölvunni;)





 Við ákváðum svo að mála yfir þennan brúna lit sem var þegar við keyptum íbúðina. Liturinn gaf vissulega vissan hlýleika en þetta var ekki OKKAR. Ég get algjörlega fullyrt að þetta var ekki skemmtilegasta málningavinna í heimi þar sem þetta er hraun og við notuðum ekki sprey!!! Ojj barasta..

 




Fyrir
Eftir
Næstu mál á dagskrá eru semsé að: Koma kösturum upp í loftið, skipta um rafmagnsinnstungur (tími til kominn!), klára að gera upp búrið og mála í herbergjunum! Ég býst við að við munum geyma þetta þangað til á næsta ári þar sem jólin eru að koma og svo er kellan að fara til Danmerkur;) Þetta er semsé bara rétt að byrja! Þvílíkt skemmtilegt:)

Mun svo væntanlega henda inn pósti hérna á föstudaginn þar sem þá er síðasti tíminn hjá einkaþjálfara og mælingar! 

þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Í gær áttu ég eins árs afmælisstelpu!

 Ég er varla að trúa því að ég eigi eins árs barn, það sem tíminn flýgur áfram, hún verður farin í grunnskóla áður en ég veit af! Þetta ár sem hefur líðið frá því að hún kom í heiminn hefur verið það besta sem ég hef upplifað þrátt fyrir nokkra byrjunarörðuleika. Hún hefur kennt mér svo mikið, gert mig miklu sterkari, öruggari og ég er mun færari um að gefa af mér og elska. Vegna hennar þá langar mig að gera betur, ég hætti ekki lengur í fyrsta skipti ef mér mistekst eitthvað og ég er hamingjusöm:)




Hún var svo heppin að afi hennar keyrði til Akureyrar fyrir sólahring með ömmubarninu og fékk hún fyrsta afmælispakkann sinn frá honum.

Afmælisstelpa og afi Maggi


Við héldum svo afmælisveislu handa henni á sunnudaginn 3 nóv. og fjölskyldan kom a sjálfsögðu:) Hún fékk fullt af pökkum og þeir slógu allir í gegn, foreldarnir voru ekkert smá þakklátir! Ég var líka hálf meyr eftir veisluna og hugsaði hversu ótrúlega heppin við og Natalía værum að eiga allt þetta góða fólk að, það er ekki sjálfsagt.

Blása á fyrsta afmæliskertið
Afmæliskakan
Familían á þessum merkisdegi

Frænkur að leika
Opna pakka!
Þessi dagur var frábær í alla staði og Natalía var svo glöð eftir veisluna! Ekki til þreyta eftir allan gestaganginn heldur skreið hún um skríkjandi með allt nýja dótið sitt. Yndislegur dagur!
Ánægð afmælisstelpa:D