þriðjudagur, 25. mars 2014

Kókoshveitipönnukökur!

Mig langaði svo í pönnukökur með súkkulaðisósu í morgunmat og að sjálfsögðu leyfði ég mér það;)
Langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þessum indælismorgunverði, mallinn minn varð nefnilega svolítið glaður!


Kókoshveitispönnukökur

* 2 eggjahvítur
* 1/4 bolli kókoshveiti
* 1/2 bolli möndlumjólk
* 1 teskeið vanilludropar
* 1/2 teskeið lyftiduft
* 1/8 teskeið kanill
* Stevia (1-2 pakka) 


Það eru bara 145 kaloríur í uppskriftinni svo það er hægt að vera svolítið frjálslegur með hvað maður velur að setja á pönnukökurnar. Ég setti súkkulaðisósu ( walden farms og blandaði smá kakódufti í hana því mér finnst hún svo ofursæt) svo setti ég nokkra bananabita! Annars er hægt að setja hlynsíróp og auðvitað til dæmis bláber, jarðaber eða annað sem ykkur finnst gottJ

Annars er ég þvílíkt kát því ég náði markmiðinu sem ég setti mér, 20 kílóa framstig í dauðagöngunni ( 3x fram og til baka í Átaki)! Þá verður maður að setja sér fleiri markmið;)

Svo ætla ég að enda á progress myndum til að sýna hvernig mér gengur í þessari lífstílsbreytingu minni  ( er alltaf með smá hjartslátt þegar ég hendi inn svona myndum af mér en þegar ég byrjaði ákvað ég að þetta blogg yrði helgað þessari breytingu og því langar mig að setja inn þróunina hér ásamt tölum og öðru sem fylgir) Þeir sem eru viðkvæmir fyrir svona myndum verða bara að sleppa að skoða þær:)
Maginn loksins hættur að vera uppblásinn og farin að sjá smá definition í höndunum, ég segji ekkert nei við vöðvum:)


Fyrir rúmum 5 mánuðum


Ehh svolítið vandræðalega mallamynd, óskýr...


Smá definition komið í hendurnar:)
Endilega skiljið eftir komment þið sem lesið, það er svo gaman að sjá hver er að lesa auk þess sem það gefur mér drifkraft svo þið eruð að hjálpa mér!;) Væri nú líka gaman að heyra frá þeim sem prufa eitthvað af þessum uppskriftum. Sumir geta reyndað ekki kommentað hérna einvherja hluta vegna en hey, ég er með facebook;) 

Hafið það gott!:)


þriðjudagur, 18. mars 2014

Súkkulaðibitakökur

Ég er forfallinn sætufíkill... Ég hef verið það frá því að ég var lítið beibí með hunang á snuddunni og mjólkukexið í hendinni. Svo núna er ég alltaf að grúska í hollustu uppskriftum svo ég geti ennþá fengið sæta bragðið bara í hollara búning! Ég rakst á uppskrift að hollum súkkulaðibitakökum og mér finnst þær alveg æðislega góðar svo kellan varð heldur hamingjusöm;)

Það verður að taka fram að þær eru mjög háar í kalóríum og ekki kannski sniðugt að missa sig ef maður er að reyna að létta sig en eins og með kókoskúlurnar þá er þetta miklu betra fyrir líkamann, ekki eintómar óhollar hitaeiningar! Ég geri stórar og fæ mér bara eina að kvöldi ef ég er að deyja úr sætuþörf:)



Súkkulaðibita kökur í hollum búning!



1 bolli möndlumjöl
1 msk kókoshveiti
1 egg
4 1/2 msk. kókosolía
3 msk.hunang
1 tsk. vanilludropar
1/8 tsk. salt
1/4 tsk. matarsodi
1/4 bolli súkkulaðidropar ( því dekkra augljóslega hollara, setti 70%)




Ofninn á 180° í um 10 mínútur, lengur eftir því sem þú gerir þær stærri.

Bon apetit!


mánudagur, 17. mars 2014

Orka!

Ég hef nánast alltaf verið svo orkulaus og þreytt, til dæmis lagði ég mig mjög oft eftir skóla þegar ég var í grunnskóla og líklegasti sökudólgurinn var slæmt mataræði!
 Í október á síðasta ári fór ég að prufa að borða þetta græna og litríka sem ég vissi að kallaðist grænmeti, prufaði að smakka aðra ávexti en banana og ég komst að því að maður þarf ekki alltaf að djúpsteikja allan mat!;) Nýtt mataræði og ný hreyfing bjó til orku handa mér, ég varð betri andlega, fékk meira sjálfsöryggi og fann alvöru metnað í lífinu! 
En þrátt fyrir aukna orku þá er ég samt ósátt við að ég sé ekki að springa úr orku, sannleikurinn er sá að ég var stundum alveg við það að leggja mig á daginn og ræktardagarnir voru líka stundum erfiðir því að orkan var lítil á æfingum. 

En þá kemur bjargvætturinn! Sólveig vinkona kynnti mér fyrir Amino energy sem eflaust allir vissu um fyrir utan mig en mikið er ég glöð að hafa fundið þennan félaga! Ég var farin að svolgra kaffibolla í mig á þreyttustu stundunum sem ég var ekkkert rosalega hrifin af en Amino energy kemur algjörlega í staðinn fyrir það og er þvílík snilld fyrir æfingar enda nota ég það bara fyrir æfingarJ

Hérna er dýrgripurinn:



Þetta eru svo upplýsingar um vöruna af síðunni perform.is

Amino Energy var valinn besti orkudrykkurinn árið 2012 af neytendum í Bandaríkjunum !

Amino Energy er frábær orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að fá auka orku. Tvær skeiðar á morgnanna í staðinn fyrir kaffið til að hressa þig við eða fjórar skeiðar fyrir æfingu til að gera æfinguna ennþá betri !

Frábært til að drekka fyrir eða á brennsluæfingum sem teknar eru á tóman maga þar sem Amino Energy inniheldur BCAA aminósýrur og Glútamín.

Amino Energy formúlan frá Optimum Nutrition er einstök blanda af amínósýrum (þar á meðal BCAA, glútamín og, tyrosine) og náttúrulegum orkugjöfum eins og grænu tei og náttúrulegu koffíni. Inniheldur einnig arginine fyrir aukið blóðflæði og meira "pump" á æfingum.

Allt þetta og aðeins 10 hitaeiningar í hverjum skammti ! Svo að hvort sem þú ert að byggja upp, passa matarræðið eða skera niður þá hentar Amino Energy fullkomlega !

Eykur einbeitningu
Beta-alanine
50mg af koffíni frá Grænu tei
Vatnslosandi Grænt te
Aðeins 10 hitaeiningar
ENGINN sykur, ENGIN fita

Innihaldsefni: 

Taurin - Amínósýra sem hefur nokkra eiginleika og virkar líkt og kreatín þar sem hún dregur vatn og næringarefni inn í vöðvafrumur og hjálpar þeim að stækka.

Glútamín - er sú amínósýra sem er hvað mest af í vöðvamassa mannfólksins. Glútamín er talið styðja við prótein upptöku og framleiðslu vaxtarhórmóna. Glútamín flýtir fyrir endurbata, styrkir ofnæmiskerfið og kemur í veg fyrir niðurbrot vöðva. Einnig er talið að glútamín hjálpi við að afeitra heilann og  gefi honum orkuskot. Þess vegna hefur glútamín stundum verið nefnt „amínósýra námsmanna" eða „amínósýra hugsuða"

Green Tea  - vatnslosandi, örvandi og eykur fitubrennslu

L-Arginine, L-Leucine, Beta- Alanine, Citrulline, L-Isoleucine, L-Valine,  L-Tyrosine, L-Histidine, L-Lysine, L-Phenylalanine, L-Threonine, L-Methionine


Ég tek um 4 skeiðar fyrir æfingu og þetta er algjör snilld, virkar alla vega vel fyrir mig! Ég hef bara smakkað tvær bragðtegundir fjólubáa (grape) og rauða (fruit fusion) en það bætast eflaust fleiri við safnið.
 Ég fyrirleit fjólubláa af öllu mínu hjarta og var það góðhjörtuð að leyfa kærastnum að eiga það í friði en ég er mjög hrifin af því rauðaJ
Allt í lagi að minnast á að það er mælt með að taka smá hvíld(1 viku)  eftir 3 vikna notkun því líkaminn getur vanist þessu.


Nýtt í fréttum er að ég náði einu af markmiðunum mínum en það var að ná 5 mínútum í planka sem var eitt af langtíma markmiðum mínum, það er alltaf gaman að ná markmiðum sama hversu lítil  þau eru! Get ég fengið vúhú!!:)
 Þar sem ég planka bara í þessi skipti sem ég ætla mér að ná þessu markmiði ( semsé svona aðra hverja viku sirka) þá var þetta svo suddalega erfitt og tíminn líður bara EKKI þegar maður er að planka, líkaminn varð eins og hlaup og ég titraði eins og ég veit ekki hvað! Pant ekki planka í bráð!
Ég er svo ennþá í 14 kílóum í dauðagöngunni góðu ( fram og til baka í Átaki 3x) en markmiðið var 20 kíló, ætla mér að ná markmiðinu fyrir 14 maí.
Svo vonandi verður kát kella sem segjir ykkur frá því að hún hafi náð öðru markmiði bráðlega, gaman að klára það fyrir útskrift, annað markmið er auðvitað að lúkka ágætilega á útskriftardeginum sínum! 

Verðum að elska markmið!:)

Óó svo verð ég bara að bæta við nýju gleðigjöfunum mínum því þær tengjast ræktinni en það eru afmælisgjafirnar mínar góðu
Það var ekki hægt að loka gömlu töskunni minni, enda frá því að ég var í 7 bekk!;)


Ný æfingapeysa fyrir lyftingadagana!
 Ps. Rykið á speglinum biður að heilsa en er
farið í bili! 

mánudagur, 10. mars 2014

Brúðkaupsbabl

Ég fékk nett stresskast í gær þegar ég fattaði að það eru bara um 5 mánuðir í brúðkaup! Mér finnst ennþá óraunverulegt að ég sé að fara að gifta mig, stundum finnst mér ég bara algjört beibí og að ég sé að verða gift kona er ansi ótrúlegt! Að ég hafi líka fengið svona frábæran partner for life í fyrstu tilraun er bara ekkert til að kvarta yfir:)
Við erum nokkurn veginn búin að skrifa niður listann yfir það hvað þarf að gera fyrir brúðkaup og það er ekki lítið sem þarf að hugsa um, enda varð ég stressuð eins og ég sagði!

Við erum nú þegar búin að panta kirkju, prest, sal og búin að redda förðunarfræðing, hárgreiðslukonu, ljósmyndara og áfenginu svo það er nú eitthvað komið en það er ansi mikið eftir. Ég er eiginlega mest stressuð fyrir kjólnum akkúrat núna, það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig að kaupa kjóla og mér finnst þeir yfirleitt bara ekki fara mér, hvað þá svona síðkjólar! Ég þarf semsé að koma mér suður til að prufa kjóla og ef ég finn enga þar þá þarf að panta að utan og það tekur tíma. Svo þarf mjög líklega að laga hann eitthvað til og það tekur líka tíma svo núna þarf eitthvað að fara að gerast í þessum málum! (Aftur í smá stresskast);)

Næstu mál á dagskrá er að ákveða útlit á boðskorti og við förum væntanlega suður í byrjun apríl til að ég komist í brúðakjólamátun:) Ég hef smá hugmynd um hvernig kjól ég vil en svo getur það auðvitað breyst þegar ég máta og það er komin smá hugmynd á þema og annað!








Við þurfum líka að ákveða hvert við viljum fara í brúðkaupsferð (ó erfiða líf) og það er erfiðara en að segja það. Við ætlum að ferðast eitthvað innan Evrópu og Krít heillar  mig svolítið og það væri líka geggjað að geta farið í dagsferð til Santorini!  Ítalía er líka á listanum.

Megið búast við fleirum brúðkaupsbloggum þar sem styttist ófluga í stóra daginn, vííí!:)


laugardagur, 1. mars 2014

Aldrei hætt!

Ég er ekki hætt!

Er bara búin að vera í svolítið mikilli fílu undanfarna viku og hef verið mjög týnd einhvernveginn í öllu sem ég hef verið að gera, ég týndi tilganginum með þessu og það varð allt svolítið yfirþyrmandi.
Eða okey. Ég er hætt sykurhúða allt, ég er einfaldlega búin að vera í svolítilli holu síðustu daga, meira en fíla eða pirringur og því hefur ræktin setið á hakanum ásamt því að mataræðið er EKKI búið að vera mér til sóma!

Ég finn að ég er óörugg í ræktinni, finnst allt erfiðara og er svo kraftlaus eitthvað. Það er svakalega erfitt að drattast í ræktina og síðustu tvær vikur hef ég bara  mætt 4x í ræktina ( sem er reyndar betra en aldrei!) en það sem þetta kenndi mér var að þetta er 100% hausinn!!!

Ég hef ákveðið að læra að þessu og halda áfram. Eins og ég hef nefnt í fyrri bloggum þá hefur þetta ekkert verið auðvelt en þá skiptir máli að koma sér af stað aftur og það ætla ég mér að gera aftur:)
Setja mér markmið og ná þeim og í því tilefni þá ákvað ég að setja niður næsta markmiðsdag sem er 23 maí en það er dagurinn fyrir útskriftina mína! Jább, mín ætlar að drattast til að klára þetta blessaða stúdentapróf loksins, hallelúja!

Ég á eftir að ákveða almennilega hver markmiðin eru, finnst svolítið erfitt að ákveða t.d. fituprósentu þar sem ég veit ekki hvar ég er stödd síðan ég var mæld síðast. Er ansi hrædd um að ég hafi eignast nokkrar í viðbót aftur svo kannski er spurning um að hafa markmiðstöluna 23,9%? Eða vera djörf og hafa hana lægri...

Kemur í ljós!