þriðjudagur, 28. janúar 2014

Kókoskúlur!

Langaði að henda inn uppáhalds uppskriftinni minni þessa dagana, hún er reyndar alls ekki mín! María vinkona benti mér á hana og mér minnir að Solla Eiríks eigi hana en ég ætla að fá að henda henni hingað inn því þetta er svo guðdómlega gott!


Kókoskúlur

100 gr. kókosmjöl

100 gr. heslihnetur ( Má að sjálfsögðu líka nota möndlur eða aðra hnetur) 
30 gr. hreint kakóduft
250 gr. döðlur
1-2 msk agavesýróp ( Má vera vatn en betra að nota agavesýróp)

Kalóríur - 42 kúlur í uppskrift:

1 kúla = 
46 kalóríur  (með 2 matskeiðum af agavesýrópi)


Ég nota reyndar aðeins minna af hnetum en það er bara minn smekkur og ég nota valhhnetur. 


Blanda öllu saman í matvinnsluvél þangað til að þetta er orðið þykkt og auðvelt að búa til litlar kúlur.


(Gott að láta döðlurnar liggja í vatni aðeins áður) 

Velta svo kúlunum upp úr kókosmjöli og inn í ísskáp eða frysti.





Svo mikið nammi!



Þetta er svakalega hollt, fullt af the gúd stöff fyrir líkamann og því miklu betri kostur að laumast í þessar þegar löngunin gerir vart við sig heldur en sykur/sælgæti sem gefur manni ekkert, bara tómar hitaeiningar!

Eins og örugglega flestir gera sér grein fyrir  þá er þetta frekar kalóríuríkt þrátt fyrir að vera megahollt og gott svo það er kannski ekkert gott að missa sig algjörlega! ( Ég hámaði í mig 10 kúlur fyrst þegar ég gerði þetta, ekki beint sniðugt en svona finnst mér þetta gott:)) 

Svona fyrir fróðleikssakir þá ætla ég að henda inn smá upplýsingum um innihaldsefnin;)

Döðlur

Þær eru algjör orkubomba, frábærar fyrir þá sem eru að æfa! 
Í þeim eru  mjög hátt hlutfall vítamína og steinefna (A-vítamín, járn, kalk, magnesíum o.fl.) og þær eru trefjaríkar svo þær eru góðar fyrir hægðirnar;)
Þær eru taldar geta aukið við úthaldið í kynlífinu og vissu þið að þær eru besta meðalið við timburmönnum!!? Ef þær eru lagðar í bleyti og borðaðar á fastandi maga morguninn eftir, nammi namm:P

Kókosmjöl

Basically þurrkað kókos"kjöt" sem er svo malað. 

Mikið af trefjum svo gott fyrir meltinguna, verður saddari fyrr og lengur, á að lækka kólereról, glútenfrítt!

Heslihnetur 

Hnetur eru eitthvað sem allir ættu að borða, þær eru uppfullar af próteini, trefjum, góðri fitu og andoxunarefnum! Innihalda líka mikið af E vítamíni. 
Út af því hvað er mikið af próteini, trefjum og fitu í þeim þá verður maður saddari fyrr og verður saddari lengur svo þrátt fyrir að þær séu háar í kalóríufjölda þá er algjör snilld að borða þær sem snakk! Og möndlur líka, möndlur ristaðar úr tamari sósu! Ummhh.. En það er efni í annað blogg víst;)

Hreint kakóduft

Ekki hátt í kalóríum, hefur góð áhrif á geðheilsuna, fullt af andoxunarefnum, eykur blóðflæði til æðanna, lækkar háan blóðþrýsting og fleira og fleira!

Agavesýróp

Þetta sætuefni er mjög umdeilt verð ég að segja! Mismunandi skoðanir um þetta. Í fyrsta lagi þá er þetta ekki náttúrulegt sætuefni (eins og hungang eða hlynsýróp), frekar mikið unnið og hefur hátt hlutfall af frúktósa eða um 90%. Frúktósi hefur ekki eins áhrif á blóðsykurinn eins og glúkósi svo hann helst jafnari en hinsvegar getur mikið magn af frúktósa haft slæm áhrif á lifrina og hjartað.
 Okey, þýðir þetta að þú eigir að forðast agavesýróp?? Ehh nei, þú þyrfitr að borða það í miklu magni til þess að hafa svona slæm áhrif, notaðu það sparlega og þú ert gúd to gó! Eða notaðu hunang eða hlynsýróp en það auðvitað gerir bragðmun. Ég er alla vega ekki hætt að nota agavesýróp, enda nota ég það frekar sparlega;) 

Jæja, ætla að henda í eina svona uppskrift!
 Ætla svo að reikna kalóríurnar í þessum elskum svona til að hafa viðmið, set svo þær upplýsingar hingað inn.



sunnudagur, 26. janúar 2014

Komin heim

Voðalega er ég löt að blogga núna en ég ætla að reyna að bæta úr því núna:)

Það var rosalega gaman í Danmörk eins og ætla mætti, stelpu/verslunarferð klikkar seint;) Fullt af labbi, lestarferðum, búðarápi, spjalli og hlegið fram á nótt og mikið leið þetta fljótt, mun lifa á þessu lengi:)

Það hefur verið frekar erfitt að komast í rútínu aftur eftir ferðina og mælinguna og ég hef ekki getað komið mér í rétta hugafarið. Ég dreg lappirnar á eftir mér þegar það er tími á ræktina og hef skrópað nokkrum sinnum og mataræðið er eiginlega frekar slæmt akkúrat núna. Ég er t.d. ekki búin að borða grænmeti í nokkra daga, hef ekki fengið mér morgunmat ansi lengi og ég borða það sem ég vil á kvöldin en ég veit að þetta er bara tímabil. Ég er þess vegna ekki búin að fá neitt samviskubit, ætla einfaldlega að bæta mig og breyta þessu og koma mér aftur í gírinn!
Það er samt svo gott að vera ekki að pæla í vigtinni lengur, hef ekki stigið á hana síðan 14 janúar og ætla mér ekki að gera það aftur í bráð, núna fer allt í að bæta sig í ræktinni, taka þyngra og reyna að stækka greyið vöðvana! Ég finn hvað það er yndislegt að setja sér markmið og ná þeim, bæta sig og bæta, síðast skrifaði ég niður nokkur markmið og ég veit að ég mun ná þeim sama hversu langan tíma það mun taka mig:)

Ég náði 4 mínútum og 17 sekúndum í planka í gær svo það er stutt í 5 mínútna markmiðið mitt og eftir það mun ég setja mér ný markmið að sjálfsögðu;)

Svo er ég komin upp í 14 kíló í framstigi í dauðagöngunni ( 3x fram og til baka í Átaki) en markmiðstalan mín var 20 kíló, finnst samt 14 kíló helvíti erfitt fyrir mig en ég hef alltaf verið svolítði aum í fótunum! En vonandi get ég breytt því:)

Annars hendi ég hérna inn tölum úr síðustu mælingu:)



Kálfar
Læri
Rass
Nafli
Mitti
Brjóst
Upphandleggur
(í spennu)
Upphandleggur
(í slökun)
1.mæling
33
56
101
85
81
94
28,5
27
2. mæling
33
53
98
79
73,5
91
29,5
26,5
3.mæling
32,5
50,5
94,5
76
70

28,5
26
4.mæling
32
50
94
72
68
86
28
25
Mismunur
-1
-6
-7
-13
-13
-8
-0,5
-2

Nýju ræktarfötin sem keypt voru í Danmörku:)




        Gaman að þessu:) 

þriðjudagur, 14. janúar 2014

Markmiðum náð!

Ég hef alltaf verið þessi manneskja sem hefur ekki getað klárað, sú sem hefur einhvernveginn aldrei náð markmiðum sínum en á síðasta ári ákvað ég að mig langaði ekki mikið að vera sú manneskja lengur! Ég setti mér markmið að komast í mitt draumaform fyrir brúðkaupsdaginn minn þann 16. Ágúst 2014, ég á nóg eftir að gera til að ná lokamarkmiðum en hinsvegar var fyrsta markmiðsdagsetningin  í dag! 


  Í dag eru 3 mánuðir síðan ég fór í fyrsta tíma til einkaþjálfara og 3 mánuðir síðan ég fór að hafa gaman að því að hreyfa mig og hætti að borða nammi, pylsur og bakarísbrauð í morgunmat. Þið sem þekkið mig vitið að ég var eflaust ein óhollasta vera sem hefur stigið fæti í þennan heim, ég man enn eftir svipnum á einkaþjálfaranum mínum  Láru þegar hún fékk að lesa yfir matardagbókina mína. Hún sagði reyndar að hún hafði aldrei séð svona slæmt matarræði og þetta var það slæmt að hún varð ansi stolt af mér þegar ég sagði að ég hafi borðað heilt epli! Grænmeti hafði ekki ratað inn fyrir mínar varir í svona tuttugu og eitthvað ár, alla vega ekki að neinu viti. 

Í dag fór ég í mælingu og komst ég að því að ég hafi náð þeim markmiðum sem ég setti mér, örugglega í fyrsta sinn á ævinni! Ég var búin að skrifa það nokkrum sinnum hérna að ég ætlaði mér að ná 55,5 kg og vera 24 komma eitthvað í fitu%.

Svo niðurstöður!

Frá því í október hef ég misst:
  •  7 og hálft kíló ( 12 síðan í ágúst ) 
  • Náð mér úr rúmlega 31% fitu niður í 23,9% 
  • Farnir eru 50.5 cm af líkamanum, hálfur meter vúhú!

    Aðalega er ég samt ánægðust með breytinguna á matarræðinu og hreyfingunni, ég var engan veginn að trúa fyrst að ég gæti breytt mínum venjum en það er greinilega allt hægt!:) 

Ég vona svo að það sé einhver sem geti hugsað " hey fyrst hún getur þetta þá hlýt ég nú að geta þetta" og það er nefnilega alveg þannig! 

Mikið eftir og fleiri markmið en næstu hljóma svona:

  • Ná 5 mínútum í planka
  • Halda áfram að þyngja
  • Tóna allt klabbið
  • Taka framstig með 20 kílóum
  • Lækka fituprósentuna
Þetta eru svona aðalmarkmiðin. Nú verður ekkert farið á vigtina af neinu viti, ég er ekki að reyna að létta mig meira, nú langar mig í almennilegan massa!:) 




Svo er ég að fara að fljúga til Danmerkur á fimmtudaginn og tríta mig með fullt af fötum, lífið er gott!:) Enda þetta vandræðalegum myndum af mér.. 





þriðjudagur, 7. janúar 2014

Jú ken dú it:)

Jæja, kellan komin í rútínu í ræktinni aftur og var handadagur í dag. Og ÓMÆ hvað þetta var glataður æfingadagur í dag svona helst sökum fjölda sem er auðvitað skiljanlegt þar sem það er byrjun janúar og allir að taka sig á! Sem er bara flott og magnað hjá öllum en ég verð að viðurkenna að það var mun þægilegra þegar það voru átta manns með manni og maður gat gengið að hverju sem er. Ó well, ætli ég verði ekki að sætta mig á hina dugnaðaforkana!

Ég er líka dottin í matarrútínuna mína og aftur farið að drekka elsku próteinið mitt, var farin að sakna þess! Sem minnir mig á það, hef ég minnst á hvaða prótein ég er að taka? Besta prótein í heimi ( ekki það að ég sé einhver sérfræðingur eða vanur próteinsmakkari), það smakkast eins og óhollasti sjeik, að mínu mati!



Vanillu!

Heyrðu svo langar mig að minnast á jólagjöfina mína frá unnustanum en það var púlsmælir sem ég er svo ánægð með! 
Þessi dásemd er sko að gera sitt gagn því að það lætur að sjálfsögðu vita þegar maður er orðinn of latur og þarf að hreyfa rassgatið hraðar! Gaman að geta séð kalóríufjöldann og það besta er úrið sýnir þegar maður er kominn í betra form því að þá ertu með færri slög við sama álag og þá getur sko klappað þér á öxlina!:) Algjör snilld! 



Annars er lítið í fréttum annað en að nú eru 9 dagar í Danmerkurferð og þá 8 dagar í mælingu, fyrsta alvöru markmiðsmælingin mín. Svo ég stönglist á því þá var markmiðið mitt 55,5kg og 24 komma eitthvað í fitu% en ég er ekki alveg viss um að ná því eins og ég hef sagt áður en ég ætla mér samt að vera bjartsýn, það er eina vitið þegar maður er að reyna að ná árangri ekki satt;) 

Hendi svo inn mælingum þegar þær eru komnar og þá kemur í ljós hvort ég verð hoppandi kát eða borðandi kökur og drekkandi vín! ( Æji ég verð hvort sem hoppandi kát og borðandi kökur og drekkandi vín, ég er a fara í Danmörk!;))


miðvikudagur, 1. janúar 2014

Elsku rútína

I'm back bitches! Eða eitthvað svoleiðis;)

Nú er nýtt ár og ég er svo spennt fyrir því að komast í rútínu aftur! Búið að vera alveg nóg um sukk og minni hreyfing en vanarlega en ég er ekkert fúl yfir því, er búin að njóta góða matarins í botn, verð samt að viðurkenna að mig langar aftur í hafragrautinn minn og salatið sem ég var ekki nógu dugleg að borða yfir hátíðirnar!

Ég finn að vömbin hefur stækkað, buxurnar eru þrengri og talan á vigtinni er búin að hækka svo ég er ekki bjartsýn fyrir markmiðstölunum mínum en það eru 14 dagar þangað til að ég fer í mælingu! Þangað til er bara dugnaður og bjartsýni og eftir mælinguna er langþráða Danmerkurferðin, vúhú!!!