sunnudagur, 6. júlí 2014

Amino orkupinnar

Mig langaði svo í íspinna í dag og í staðinn fyrir að fá mér lurk vitið þið hvað ég fékk mér? 

Amino íspinna sem var bara agoti góður!

Orku pinnar

Amino Energy – 2 skeiðar
400 vatn
Setja í brúsa, hrista saman ,hella í íspinnaform og í frystinn!

Aðeins 20 kal í einum íspinna, frískandi og gefur smá orkuskot, við vælum ekki yfir þessu!




Annað í fréttum: 
Fór í mælingu um daginn sem ég var ekki alveg nógu ánægð með. Fór upp um 1% fitu (sem er svosem ekkert til að missa þvag yfir) en er búin að léttast á vigtinni um 2 og hálft kíló sem þýðir eiginlega bara eitt, vöðvarýrnun, enginn fitumissir!
En ég ætla ekki að gráta þetta, núna er bara dugnaður og harkan 6 sem kemur til greina og ég ætla mér að vera dugleg fyrir brúðkaup enda aðeins um rúmlega 40 dagar!

Þetta þýðir auka brennsla, færri kalóríur, hreint fæði, lítil salt/sodíum inntaka og nammidagar mjög hóflegir! Mikið hlakka ég til eftir brúðkaup samt þegar ég byrja að byggja upp vöðva aftur:D


Ps. Náði 3 upphýfingum í gær án teygju, vúhú;)

Pss.Fékk þessa hugmynd af einhverri íslenskri síðu sem ég því miður man ekki hvað heitir.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli