mánudagur, 22. september 2014

Hvenær verður þetta að lífstíl?

Það er ótrúlegt hversu mikilvægt það er að setja sér markmiðsdag, ég er alveg búin að komast að því!

Eins og ég er búin að segja áður þá tók ég ákvörðun 16 ágúst 2013 um að koma mér í form fyrir brúðkaupsdaginn minn, 16 ágúst 2014. Allt þetta ár stefndi ég að þessu markmiðsdegi og það hjálpaði mér svo mikið. Svo leið sá dagur, markmiðsdagurinn búinn og hvað átti þá að gerast!? 

Þetta var auðveldara þegar ég var á niðurleið í fituprósentu og kílóum, þegar ég sá breytingu hratt en mér finnst helmigni erfiðara að vera í viðhaldsferlinu, halda þessu við! Auðvitað vil ég stinna allt og það er alltaf hægt að bæta upp á en ég var hins vegar komin í fína fituprósentu og fína fatastærð að mínu mati.

Eeeen ég fór í mælingu um síðustu helgi og fékk svolítið spark í rassinn! Á þessum mánuði sem liðinn er frá brúðkaupsdeginum þá skaust ég upp um 3 fitu%, bætti cm á mallann en hins vegar missti ég 4 cm alls sem þýðir bara vöðvarýrnun en fituuppsöfnun! Þetta er afleiðing af því að borða þriggja rétta morgunmat, hádegismat og kvöldmat alla daga í brúðkaupsferð og detta í framhaldi í gamla farið þegar komið var heim, já og plús það að hreyfa sig bara 2x allan þennan tíma!;) 

Það sem ég komst að eftir þennan tíma:

1. Fitan er fljót að skríða á líkamann aftur ef maður passar sig ekki!
2. Það skiptir máli að hreyfa sig ennþá þrátt fyrir að maður missi sig aðeins í matarræði;)
3. Það er mikilvægt að hafa alltaf markmiðsdag og setja sér markmið
4. Þetta hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan, segjir sig kannski sjálft. En það kom mér á óvart HVERSU mikill munur það var á mér. Ég var þyngri á sálinni, þreytt, orkulaus, pirruð, eirðalaus, illt í liðamótunum, bakinu og á fleiri stöðum!!!

Þá er bara að koma sér aftur í gírinn! 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli