þriðjudagur, 14. október 2014

1 ár í dag!:)

Ómæ, í dag á ég í raun 1 árs sambandsammli!:P

 Nú er ár síðan ég byrjaði í ræktinni og hóf nýjan lífstíl, fyrir ári hefði ég aldrei trúað að ég myndi endast svona lengi enda hef ég byrjað og hætt svo óteljandi oft! Ég hef verið dugleg fyrstu 2 vikurnar en svo hætti ég eftir 3-6x vikur og dett í gamla farið. Fyrir ári vissi ég ekkert um mataræði né hreyfingu, ég borðaði bakarísbrauð, djúpsteikt og sætindi á hverjum degi og ég vissi ekki hvernig grænmeti leit út! Fyrir ári hreyfði ég mig ekki, var frekar mörgum kílóum þyngri og cm og fituprósentan hærri, mér leið illa líkamlega og var alltaf illt allstaðar. Það var erfitt að labba um stigann heima í Tjarnalundinum, það var meira að segja orðið sárt fyrir hnéin þegar ég stóð upp úr sófanum heima og ég var ekki bara þung á mér líkamlega heldur andlega líka. 
Ég lærði að setja mér markmið og standa við þau, ég lærði að ég gat meira en ég hélt, ég lærði að þrátt fyrir að ég detti í gamla farið þá skiptir meira máli að gefast ekki upp og standa upp aftur og ég lærði að fyrirgefa sjálfri mér.

Þetta ár er búið að vera algjörlega awsom og ég er svo þakklát! Nú er bara eitt í stöðunni, halda áfram!:) 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli