mánudagur, 26. maí 2014

I'm back!

Ég er á lífi!

Búið að vera brjálað að gera hjá mér svo greyið bloggið hefur setið á hakanum, aldrei liðið svona langt á milli færsla! En ég bæti vonandi úr því núna;)

Síðasti mánuður er búinn að vera erfiður, var í prófum og mikið að gera hjá kallinum svo mataræðið mitt fór alveg í klessu! Ef ég á að vera alveg heiðaleg þá datt ég eiginlega næstum í gamla mataræðið mitt þrátt fyrir að hafa samt borðað eitthvað grænmeti og ávexti sem ég gerði ekki í denn!

En ég er komin aftur! Nú eru rúmir 2 og hálfur mánuður í brúðkaup og þeim tíma verður eytt í lyftingar, auka brennslu og færri kalóríur ( ekkert að tala um alltof lítið, bara minna en viðhaldskalóríurfjöldinn  minn) auk þess sem ég ætla að einbeita mér að borða hollt og prufa nýja hollusturétti sem seðja sætupúkann minn! 

Annars langaði mig að henda inn uppskrift af bananabrauði sem Eyrún vinkona benti mér á!

Bananabrauð:

2 bananar (brúnir)
1 bolli haframjöl
1/2 bolli eggjahvítur
2 msk stevia
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
1 tsk lyftiduft


Setja allt í matvinnsluvél og svo í form og inní 180°ofn í ca. 40 mín

Svo einfalt og gott:)


Ætla mér að verða duglegri að blogga á ný og setja inn ýmsan fróðleik sem ég hef sankað að mér:)

Bless í bili!

þriðjudagur, 13. maí 2014

Tékk í markmiðskladdann!;)

Ætlaði bara að láta vita af mér, ég er ekkert í pásu, bara mikið að gera og ég er í prófum! 

Það er alltaf nauðsynlegt að setja sér markmið og ég er komin með 5 ný stykki! Ég ætla mér að ná þeim fyrir 16 ágúst.

1. Ná að taka 40 kíló í bekk 1x( Kannski ekkert rosalegt en fyrir aumu mig sem er að taka um 25 núna væri það vúhú  og hallelúja)

2. Taka 50 kíló í hnébeygju 1x ( Ég byrjaði seint og illa að taka hnébeygjur, tók ekki hnébeygjur í rauninni fyrr en í janúar sem er frekar skrítið svo núna er ég að taka um 25 kíló 3x15 ) Náð 6 maí:)

3. Gera 1x upphýfingu án aðstoðar

4. Gera 20 armbeygjur á tám Náð 10 maí! Veiii:)

5. Ná 18% í fitu

Nú er bara að vinna að þessu markmiðum og verða svo ánægður með sjálfan sig, markmið here I come!

2 markmið af 5, 3 to go! 

þriðjudagur, 6. maí 2014

Markmið!

Ný markmið!

Það er alltaf nauðsynlegt að setja sér markmið og ég er komin með 5 ný stykki! Ég ætla mér að ná þeim fyrir 16 ágúst.

1. Ná að taka 40 kíló í bekk 1x( Kannski ekkert rosalegt en fyrir aumu mig sem er að taka um 25 núna væri það vúhú  og hallelúja)

2. Taka 50 kíló í hnébeygju 1x ( Ég byrjaði seint og illa að taka hnébeygjur, tók ekki hnébeygjur í rauninni fyrr en í janúar sem er frekar skrítið svo núna er ég að taka um 25 kíló 3x15 )

3. Gera 1x upphýfingu án aðstoðar

4. Gera 20 armbeygjur á tám

5. Ná 18% í fitu

Nú er bara að vinna að þessu markmiðum og verða svo ánægður með sjálfan sig, markmið here I come!





Fótadagur

Vegna fjölda áskoranna ( Alfa sys ) þá ákvað ég að setja inn æfingadaga og í dag fær fótadagurinn að njóta sín. Fyrst þegar ég byrjaði fyrir hálfu ári þá hataði ég fótadaga af lífi og sál og vildi frekar þrífa klósettið heldur en taka fætur, í dag hristi ég hausinn yfir fortíðar Amöndu því ég hlakka alltaf til að taka ærlega á fótum!:D Reyndar kvíður mér yfirleitt fyrir strengjunum sem fylgja þessum degi en klósett ferðir og annað verða ansi erfiðar 1-2 dögum eftir fótadag!

Ég leyfi þessu að vera pínu frjálst, ég er búin að vera að breyta svolítið til, tek sömu æfingar í 2-4 vikur og svo svissa ég upp í sumum en held þessum mikilvægu, eins og hnébeygjum, framstigum og svoleiðis.

Dæmi um fótadag, ekki í réttri röð samt.


  • Dauðaganga ( framstig með lóðum 3x fram og til baka í Átaki)
  • Hnébeygja með stöng 3x15 (Hef líka verið að taka 2x15 og svo 2xþangða til að ég get ekki meira (tofeilure)
  • Uppstig á kassa með lóð 3x12
  • 2 kálfaæfingar þá mismunandi hversu mörg reps efitr þvi hvar ég geri þær (sitjandi, í stiganum)
  • Fótapressa 3x10
  • Súmóhnébeygja með lóð 3x10 
  • Fótaréttur 3x10
  • Fótakreppur 3x10
  • Réttstöðulyfta 3x10
Ég passa mig á að lyfta þungt, þannig að síðasta lyftan sé mjööög erfið og að ég verði að gretta mig og stynja smá, en samt þannig að ég nái síðustu lyftunni með fallegu og góðu formi. Ég er líka ekki með rosalega mikla hvíld á milli, eflaust bara um 30-60 sekúndur en ég bíð bara þannig að hjartslátturinn róist og að ég geti tekið næsta sett með eins miklu krafti og hægt er. Ég þarf samt að læra að bíða lengur, stundum er ég alltof stressuð og vill byrja strax aftur en ég er að læra þetta hægt og rólega;)

Uppáhaldsdagarnir mínir eru samt alltaf hendur og axlir, ég eeeelska þá daga svo mikið en fótadagar eru næstir í röðinni:) Markmiðið er líka að fá svona bossa!


Hnébeygja, hnébeygja, hnébeygja!

Ætla að segja þetta gott í bili, þarf að hendast í ræktina til að safna í svona rass!