föstudagur, 20. nóvember 2015

I'm back!:)

Jæja þá er ég búin að unga út einu stykki barni og er smám saman að verða tilbúin í slaginn á ný!:D
Nú er litli orðin 4 vikna og ég er búin að fara nokkrum sinnum í ræktina og þvílíkt sem það er dásamlegt:) Ég stefni á þriggja daga lyftingasplit; fætur, brjóst&bak og axlir&hendur, held að það sé ágætt svona fyrst um sinn á meðan ég er að koma mér inn í þetta allt saman aftur.

Ég steig á vigtina þegar voru 2 vikur liðnar frá fæðingu og þá var ég um 70 kíló og það hélst frekar stöðugt yfir næstu 2 daga svo ég stefni á að losa mig við um 10 kíló sirka þótt að kíló séu ekki allt sem ég ætla að fara eftir! En í 60 kílóum leið mér mjög vel með sjálfa mig og var frekar sátt svo það er stefnan:) Er ekki búin að stíga á vigtina síðan og ætla ekki að gera það fyrr en um mánaðamótin.

Hlakka svo til að passa í fötin mín aftur og þurfa ekki alltaf að vera í sömu ræktarfötunum því allt er of lítið en ég er samt frekar róleg og veit að þetta kemur allt saman:)

Fyrir neðan eru svo  myndir sem teknar voru á sama tíma og ég steig á vigtina, frekar erfitt fyrir mig að birta þetta en svona lít ég út í dag, show it like it is!  (Eða svona næstum því þessi spegill lætur mann virka grennri :O )  Ég bætti á mig um 16 kg á meðgöngunni (5-6 kg fóru þá á fyrstu 2 vikunum) og svo sannarlega ekki bara á bumbunni en það verður gaman að taka þetta af sér aftur;)

Let's do this!





föstudagur, 15. maí 2015

Smá updeit

Jæja, tími kominn á að gefa síðunni smá ást!:)

Ég hef ekki skrifað í langan tíma og það hefur verið ágætis ástæða fyrir því, mér fannst ég ekki hafa mikið til að deila með ykkur matarræðislega og hreyfingalega séð...Mig langar að vera alveg fullkomilega einlæg með líðan mína svo þetta gæti komið út sem smá væl en here it goes:

Ég var farin að ströggla svolítið í janúar með mataræðið en ég hreyfði mig ennþá 5-6x í viku, fann samt að það var kominn leiði, vissi alveg að ég þyrfti að fara að breyta um lyftingaplan bráðlega ef ég ætlaði ekki að fá ógeð og hætta bara!
Ég tók ákvörðun um að sækja um fjarþjálfun hjá Betri árangur til að fá kickið sem ég þurfti, nýjar æfingar og smá freshness í þetta allt saman:)

Hins vegar ákvað ég að sleppa því í bili að panta mér fjarþjálfun þar sem í febrúar komst ég að því að ég væri ólétt:) Þetta voru yndislegar fréttir en á sama tíma varð þetta strax mjög erfitt fyrir mig hreyfingalega og mataræðislega séð:(

 Það eru greinilega engar tvær meðgöngur eins því að með Natalíu fann ég bara fyrir örlítilli velgju endrum og eins en í þetta skipti skall svakaleg ógleði á mér strax fyrir 4 vikurnar! Dags daglega var ógleðin frekar slæm en ég ældi sem betur fer sjaldan en í hvert skipti sem ég fór í ræktina varð ógleðin óbærileg og ég endaði yfirleitt með hausinn í klósettinu og plús ekki með neina orku.. Eftir held ég níunda skiptið þar sem ég þarf að hlaupa inn eftir upphitunina þá gafst ég satt að segja bara upp á því að fara í ræktina, mér leið svo hörmulega þar:( Mér leið eins og algjörum aumingja...
Til að bæta á þetta þá leið mér aðeins bærilega í ógleðinni á meðan ég var að narta svo að það var nartað... og nartað... og nartað meira...

Ég fann að ég var mjög fljót að bæta á mig enda að fara úr því að hafa stjórn á matarræðinu og hreyfa sig oft í viku yfir í að narta allan daginn (og því miður ekki alltaf hollan mat) og hætta að hreyfa sig að það hafði ekki beint grennandi áhrif;)

Ógleðin og þetta mikla orkuleysi hvarf sem betur fer nánast eins og yfir nótt þegar ég var komin um 13 vikur sirka ( ef ég man rétt) og ég man að fyrsta æfingin eftir þetta var eins og himnesk að því leytinu til að finna loksins ekki til ógleðis, svima og ég var með orku, vúhú!

En því miður eftir þessar vikur af hreyfingaleysi og narti í óhollan mat þá festist ég í þeirri venju og ég næ ekki enn að losa mig úr þessum vana:(
Ég á erfitt með að koma mér í ræktina og síðan ógleðin fór hef ég bara mætt sirka 1x í viku í ræktina. Ég á erfitt með að mæta út af því að það er erfitt að líða eins og maður sé aumari en áður, það er erfitt að geta ekki gert hluti sem maður gat gert áður og það er erfitt að eiga í raun ekki ræktarföt sem passa almennilega á mann lengur. Ég veit, væl væl væl og afsakanir! En svona líður mér...
Það er líka erfitt að sjá töluna á vigtinni hækka og ég geri mér grein fyrir því að ég er að þyngjast of hratt! Í Janúar var ég 60 kg og núna er ég um 65 kg að ég held og svo þarf að taka með í reikninginn að það eru vöðvar að rýrna svo þetta gætu verið fleiri en 5 kíló af fitu.

Núna er ég komin á 18 viku meðgöngu og mér þykir svo leiðinlegt að ég geti ekki verið eins sterk og aðrar konur sem ég sé massa ræktina og lyftingarnar á meðgöngu, þær sem þyngjast varla nema um eitt stykki bumbu...
En ekki get ég eytt meðgöngunni í samviskubit og í það að dæma sjálfa mig, það var væri bara vitleysa og myndi ekki gera neitt gagn:)  Það eina sem ég get gert er að sætta mig við orðinn hlut og reyna að gera betur það sem eftir er:D Reyna að hætta að hugsa um að ég vilji vera grennri og slíkt og einbeita mér meira að því að t.d. borða næringaríkari fæðu barnsins vegna og hreyfa mig okkar vegna, allt mun ganga betur, meðgangan og fæðingin!

Alla vega, gott að koma þessu frá mér og leyfa ykkur að fá smá updeit, þið sem skoðið síðuna ef það eru einhverjir;) Svo ég er ansi hrædd um að það verði ekkert svakalega spennandi ræktarstatusar eða markmiðum sem er náð þar sem ég mun einbeita mér aðallega að því að koma mér aftur á eitthvað skrið í að hreyfa mig og borða hollar;)

En svo verður aftur farið á fuuuuullt eftir fæðingu bumbubúans en það er nú eiginlega ekkert svo langt í hann:D

Kær kveðja frá vælarusnum:*

Ps. Elska þennan spegill, léttir mann um sirka 2 kg;)
Maðurinn fílar hann ekki því hann léttir hann um 2 kg;)



fimmtudagur, 15. janúar 2015

Langar, langar langar!:)

Nú er ég alveg að missa mig í því að skoða ræktarföt á netinu, mig dauðlangar í allt nýtt!
Akkúrat núna á ég tvö pör á af buxum og eiginlega bara eitt stykki þar sem aðrar buxurnar eru alltaf að leka niður..! Ég á 3 boli sem ég skiptist á að nota og einn sem ég nota ef ég hef gleymt að þvo hina en þegar maður fer í ræktina sex sinnum í viku þá verður þetta fljótt að verða þreytt! 

Mig langar í svo mikið frá öllum merkjum en er sérstaklega að missa mig yfir nike íþróttaskóm, langar svo í! Sem betur fer á kellan afmæli bráðum svo vonandi er hægt að gefa gooott hint á kallinn;) Annars hef ég alveg komist að því að það er skemmtilegra að vera ánægður með fötin sem maður er í í ræktinni því þá verður maður ósjálfrátt sáttari með sjálfan sig, alla vega þannig í mínu tilviki svo nú verður reynt að bæta aðeins í safnið! 

Var að rifja upp hvernig ég var fyrst þegar ég labbaði inn í Átak til einkaþjálfarans: Var í bol af kærastanum og í gömlum útvíðum teygju'ræktar'buxum sem voru að rakna upp, með gat í klofinu og rifnar að neðan;) Ég var í eldgömlum hvítum (voru einu sinni hvítir þegar ég fékk þá 10 árum áður í 9 bekk!) adidas skóm og leið ekkert sérstaklega vel með sjálfa mig... Tala nú ekki um hvað mér var heitt þar sem bómull er ekkert rosalega góður í hita og svita;) Óó skemmtilegu tímar... 


Óó svo flottar 2xu buxur, kaupi þessar næst í fjólubláu!


Dauðlangar í svona buxur, hrifin af svona munstri!

Þessar eru á leiðinni til mín!:)


Finnst eitthvað svo flott við þessar!

Ætla að fá mér svona næst!


Langar í svarta líka
Svo flottir!

Langar í alla liti!

Langar í bol með svona baki þar sem toppurinn sést;) 

Bucurnar!




Langar í svona bleika vafninga;)

So pretty!
Vera í stíl;)




Svo langar mig ótrúlega mikið í toppa frá Victoria secret sem kallast incredible! Fá mjög góða dóma, flottur stuðningur og eiga að halda góðu formi á brjóstunum svo þau verða ekki þrýstin og svona 'uniboob';) Eiga að vera mjög þægilegir og eru til í svo mörgum munstrum og litum, panta mér svona einhverntímann;)





Þessi eru geggjuð og ég ætla mér að fá svona:P


Jæja segji þetta gott í bili, svo miklu meira sem mig langar í, svo erfitt að vera á svona þörf þegar þetta er allt svona dýrt! En þess vegna verður það merkilegra og skemmtilegra þegar maður fjárfestir í einhverju svona;)

Þangað til næst, höldum áfram að vera dugleg!:)
Kv. Amanda

sunnudagur, 4. janúar 2015

Gleðilegt nýtt ár!

Þá er komið að uppgjöri árs 2014!

 Loksins drattast ég til að blogga en ég hef hugsað með samviskubits til elsku bloggsíðunnar þennan tíma enda aldrei liðið jafn langur tími á milli þess sem ég skrifa!
 Eins og flestir giska sennilega á þá eru tvær ástæður fyrir því að ég hef ekkert skrifað:
Númer 1 er að ég var í prófum til 15 desember og það komst ekkert annað að og svo komu jólin með tilheyrandi stússi svo bloggið sat á hakanum.
Númer 2 er að ég var einlæglega, algjörlega, 100% ‚all in‘ í óhollustunni, alveg af lífi og sál og þá er erfitt að skrifa eitthvað á hollustubloggsíðuna sína..!
En nú gengur ekkert annað en að hætta þessari vitleysu og koma sér aftur í lífstílinn enda er það bara miklu ánægjulegra og skemmtilegra
J

Mig langaði aðeins að fara yfir árið 2014 en þetta var mjög stórt og ánægjulegt ár! 

Í byrjun árs fór ég í vinkonuferð til Danmerkur þar sem var mikið hlegið og verslað og verslað meira!
Í ágúst giftist ég ástinni minni til níu ára og var þetta ískaldur dagur en einn besti sem ég hef upplifað, strax í kjölfarið fórum við í brúðkaupsferð til Tenerife þar sem við leyfðum okkur þrírétta á hverju kvöldi og nýttum okkur slökunina til fulls!:) 

Þetta ár fór Andrés að vinna hjá Lögmannsstofunni, við keyptum jepplinginn okkar, Natalía byrjaði í leikskóla (og elskar það!) og ég fór í háskóla að læra sálfræði
J Í fyrsta skipti á ævinni náði ég mínum markmiðum þegar kemur að hreyfingu og mataræði og í fyrsta skipti fór ég að trúa að ég gæti það sem ég ætlaði mér! Þetta ár var eitt það besta í mínu lífi  og ég fór inní nýja árið með þvílíka hamingju í hjartanu og þakklæti yfir þessu öllu sem ég var svo heppin að fá að upplifa.


Ég náði mínum markmiðum þegar kom að hreyfingu og matarræði eins og ég sagði hér fyrir ofan en hinsvegar kom líka bömp in þe ród. Eftir brúðkaupið, eins og ég hef komið að áður, þá datt ég svolítið af sporinu þar sem stóri markmiðsdagurinn var búinn. Ég fór að slaka aðeins á eftir því sem tíminn leið þegar kom að matarræðinu og brennslu en ég var alltaf mjög dugleg að lyfta, ég bætti mig í þyngdum og ákvað að bölka fyrir alvöru.
 Hins vegar fór það í svolítið rugl því ef þú ætlar að ‚bölka‘ þá geriru það á hollan hátt, nóg af próteini og passar að þú náir viðhaldskalóríur fjöldanum og jafnvel yfir til að stækka vöðvana. Ég fór alveg definetly yfir kalóríurfjöldann en því miður ekki með hollustu! ÚPS...
Fitan skreið því hægt og rólega á líkamann aftur, brjóstin stækkuðu fyrst, maginn fylgdi hratt á eftir og restin af líkamanum;) Desember var hrikalegur þar sem ég át eins og svín í próftímanum og svo yfir jólin en ég komst að því að þrátt fyrir að þú teljir að þú sért alveg meðetta þá er alltaf hættan á að detta út af sporinu ef þetta er nýtt fyrir þér. 
En ég ákvað að hugsa þetta sem jákvæðan hlut, þetta var eitthvað sem kenndi mér á sjálfa mig og nú fæ ég tækifæri til að koma mér í draumaformið og ég held ótrauð áfram! Vúhú, alway's look on the bright side of life;)
Mottóið að sjálfsögðu er að gefast aldrei upp og reyna að sleppa samviskubitinu, gerir bara ekkert gagn!
Og shii hvað ég var bjúguð, enda alltof mikið salt, lítið af vatni o.s.fr.! Hér kemur mynd til að sýna hversu slæm ég var, þetta var eftir bara smá stund...

Vel merkt!


Alla vega, ég hef ekki mælt fituprósentuna í langan tíma en ég held að ég sé komin upp í 25% alla vega og vigtin segir 60,5 kg.
Ég tel að ég sé komin með aðeins stærri vöðva en áður (vona það!) svo nú er að sjá til hvort að þeir muni sjást betur þegar fitulagið minnkar aðeins
J 

Ótrúlegt að það er bara um vika á milli myndanna tveggja hér fyrir neðan! Bjúguð í draaasl á neðri myndinni eftir viku af ógeði og nánast engri vatnsdrykkju. Halló vatn og bless salt!





Nú er nýtt ár og ný markmið sem eru:
1.   Ná 45 kg í bekk, er ennþá föst í 42,5 sem ég get tekið max 1 sinni.
2.   Ná 5 chin ups ( Get tekið 3 án aðstoðar en með hálfgerðu svindli, þar að segja fer ekki nógu langt niður... )
3.   ‚Kötta‘ og ná aftur niður í 20% fitu
4.   Bæta þolið
5.   Passa aftur í small toppinn minn og small skinnybuxurnar mínar;)

Annars verð ég að henda inn myndum af nýju ræktarfötunum sem ég fékk frá elsku manninum mínum í jólagjöf, íískr!:)

Elsketta!