laugardagur, 26. júlí 2014

Hamingja og nóg að gera!


Vá varla að trúa hvað tíminn líður hratt og það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast, líka búið að vera mikið að gera!

Núna er ég á fullu í brúðkaupsundirbúning enda bara 22 dagar í brúðkaupið! Það er barasta allt að koma saman, öll familían búin að fá fötin send frá Kína (og Bretlandi) og við erum öll hæstánægð með þau, Kína er alveg að standa sig! Var mjög stressuð fyrir því að panta upp á stærðir og gæði en hingað til hefur allt passað þrátt fyrir að vskskattur og annað leggist á þetta þegar þetta er komið þá er þetta samt ennþá ódýrara en að kaupa/leigja hér heima!!! 

Við erum búin að panta helling af dóti frá þessum kínasíðum og ánægð með flest, smá dæmi um það sem við höfum keypt:

Sérmerkt sápukúlu ílát
Gervi rósablöð
Hárband
Brúðarkjóllinn og skór
Kjóllinn hennar Natalú
Öll fötin og skórnir á Andrés ( reyndar pantað frá Bretlandi, smellpössuðu og GEGGJUÐ gæði, ódýrt samt)
Veski handa mér

Var varla að trúa hvað brúðarkjóllinn minn passaði vel á mig, þarf ekkert að breyta honum, ekki yfir brjóst, mitti eða upp á sídd og ég er algjör fullkomnisti! Þetta var líka frekar góð gæði þrátt fyrir verðið, það er ein kát kella hér á bæ! Einnig er kjóllinn hennar Natalíu mjög flottur þótt hann sé oggu poggu of stór en mátti við því búast þar sem Natalía er lítil miðað við aldur


Kjóllinn hennar Natalíu:)
Skórnir!
Svo var ég gæsuð þann 20 júlí og þetta er einn besti dagur sem ég hef upplifað! Dagurinn var svo vel planaður og fullkominn, ég var látin dansa zumba, fór í veggjaklifur, í keilu, fór á skotsvæðið og var ótrúlega kúl á því, var boðið á Hamborgarafabrikkuna og fékk uppáhaldsborgarann minn, var látin fíflast í miðbænum og á Glerártorgi og fór á tuðru í sjónum! (Var reyndar ekki kúl á því þar, pissaði næstum í brækurnar af hræðslu, so much for the daredevil!). Eftir þetta var farið í sumarbústað, við tóku fullt af myndum á veggjunum, pantað var uppáhalds pizzan mín og ég fékk fullt af gjöfum og fallegheitum, farið i pottinn, það var grátið, brosað og hlegið og vá hvað ég dýrka þessar fallegu vinkonur/systur mínar, bestar í heiminum! Lifi lengi vel á þessum degi:)



Ég er búin að ströggla með mataræðið en er komin á nokkuð góða braut núna, er aftur farið að hafa mjög gaman að því að mæta í ræktina og en ég ætla ekki að fara offörum í brennslu eða öðru þar sem kjóllinn smellpassar á mig og mig langar ekki að þurfa ða breyta honum hehe;)

Ég finn að styrkurinn minn er aftur að koma til baka, er farin að geta tekið fleiri chin ups en ég er ennþá að ströggla viðað gera venjulegt pullup án aðstoðar, get næstum gert eina ef ég byrja ekki alveg niðri, nú eru bara 22 dagar í að ég eigi að vera búin að ná því markmiði, það kemur í ljós!

Formið í dag: 



Jeiii fullt af selfies..!
Segji þetta gott í bili:) 

sunnudagur, 6. júlí 2014

Amino orkupinnar

Mig langaði svo í íspinna í dag og í staðinn fyrir að fá mér lurk vitið þið hvað ég fékk mér? 

Amino íspinna sem var bara agoti góður!

Orku pinnar

Amino Energy – 2 skeiðar
400 vatn
Setja í brúsa, hrista saman ,hella í íspinnaform og í frystinn!

Aðeins 20 kal í einum íspinna, frískandi og gefur smá orkuskot, við vælum ekki yfir þessu!




Annað í fréttum: 
Fór í mælingu um daginn sem ég var ekki alveg nógu ánægð með. Fór upp um 1% fitu (sem er svosem ekkert til að missa þvag yfir) en er búin að léttast á vigtinni um 2 og hálft kíló sem þýðir eiginlega bara eitt, vöðvarýrnun, enginn fitumissir!
En ég ætla ekki að gráta þetta, núna er bara dugnaður og harkan 6 sem kemur til greina og ég ætla mér að vera dugleg fyrir brúðkaup enda aðeins um rúmlega 40 dagar!

Þetta þýðir auka brennsla, færri kalóríur, hreint fæði, lítil salt/sodíum inntaka og nammidagar mjög hóflegir! Mikið hlakka ég til eftir brúðkaup samt þegar ég byrja að byggja upp vöðva aftur:D


Ps. Náði 3 upphýfingum í gær án teygju, vúhú;)

Pss.Fékk þessa hugmynd af einhverri íslenskri síðu sem ég því miður man ekki hvað heitir.