fimmtudagur, 26. júní 2014

Hnetusmjörs og cookie dough dásemd!


Sendingin okkar frá iherb.com var að detta í hús og það er svo sannarlega hamingjusöm kella hér á bæ! Hér sjáiði búðina í Rimasíðu;)

Góssið mitt!
Við keyptum PB2 og Quest bar - Tvær bragðtegundir og ég ætlaði að eins að segja ykkur frá þessum dýrindiskaupum!:)


Hnetusmjör – er frekar erfitt að velja fyrir þá sem eru að halda sér undir vissri tölu kalóría í mataplani.
Hnetusmjörið er að sjálfsögðu mjög holl fæða, frábær uppspretta hollrar fitu og fleira en þegar kemur að lághitaeiningaplani, sérstaklega fyrir fólk sem er kannski á 1.400-1.600 hitaeinigasvæðinu á dag, þá getur verið erfitt að koma því inn í fæðuna þar sem 2 matskeiðar ( um 200 kal!) geta fljótt náð um 15% af heildar hitaeiningaföldanum fyrir daginn!

Þá komum við að þessari yndislegri vöru sem ég ætlaði að segja ykkur frá:

Það er PB2 hnetusmjör!


 Þetta mun rokka heiminn hjá öllum þeim sem elska hnetusmjör, vilja geta notað það til dæmis bakstur án þess að klára hitaeiningaskammtinn fyrir daginn þar sem það eru 85% færri kalóríur en í venjulegu hnetusmjöri!

Við erum heldur ekki bara að tala um venjulegt hnetusmjör heldur PB2 hnetusmjör með SÚKKULAÐIBRAGÐI! Sá strax að það væri sko eitthvað fyrir mig;)



Pb2 er hnetusmjör í duftformi sem blandast við vatn og ég er að segja ykkur að mér og Andrési fannst þetta báðum betra en venjulegt hnetusmjör!!!
 (Við keyptum reyndar súkkulaði-tegundina)

Pb2 er búið til úr hágæða hægristuðum hnetum sem eru svo pressuð saman til að fjarlægja olíuna og fituinnihaldið.
Niðurstaðan? Hnetusmjör með 85% færri kalórúm en venjulega útgáfan og yfir 60% af kalóríunum koma frá próteini og trefjum. 

Hvað meira? Engin gerfisætuefni,engin rotvarnarefni.



PB2 hnetusmjör í duftformi

·         kalóríur – 45
·         Fita – 1.5 g
·         Trefjar – 2 g
·         Sykur – 1 g
·         Prótein – 5 g

Hefðbundna hnetusmjörið


·         Kalóríur – 190
·         Fita – 16 g
·         Trefjar – 2 g
·         Sykur– 3 g
·         Prótein – 8 g

Ég var skíthrædd um að það yrði mjög mikið gervibragð og þetta yrði hreinlega vont en þetta er bara mjög ljúffengt og mjög svipað. Í viðbót þá er geggjað að nota þetta í til dæmis smoothies og próteinsjeika, til dæmis í próteinsjeikinn eftir ræktina. 
Þar sem fita er ekki besta valið eftir rækt (vegna þess að hún hægir á meltingu og hægir á niðursogi próteina til vöðva) að þá er snilld að geta fengið bragðið án þess að hafa áhyggjur af fitunni og kalóríumJ

.
Á sama tíma pantaði ég Quest bar - cookies and cream og líka Quest bar – chocolate chip cookie dough og ég er komin með nýtt uppáhald!!!

My precious


Chocolate chip cookie dough er held ég besta próteinstykki sem ég hef smakkað og hitað upp er það guðdómlegt! Það eru 10 fleiri kalóríur í þessu stykki heldur en í cookies and cream sem ég skrifaði umfjöllun um  síðast en annars er svipað magn af próteinum, trefjum og öðru.

Semsé 190 kalóríur

1 gr sykur
17 gr trefjar
4 gr kolvetni
21 gr prótein

Glútenlaust 

Hitað upp í ofni!
 Eins og ég skrifaði fyrir ofan þá pantaði ég þetta frá iherb.com en síðast þegar ég vissi er hægt að fá þessi stykki í Hagkaup, margar bragðtegundir!:) Hins vegar hef ég ekki enn rekist á PB2 neinstaðar hérna.

Þar hafiði það, mæli með þessu fyrir nammigrísi og hnetusmjörs aðdáendur!:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli