föstudagur, 20. nóvember 2015

I'm back!:)

Jæja þá er ég búin að unga út einu stykki barni og er smám saman að verða tilbúin í slaginn á ný!:D
Nú er litli orðin 4 vikna og ég er búin að fara nokkrum sinnum í ræktina og þvílíkt sem það er dásamlegt:) Ég stefni á þriggja daga lyftingasplit; fætur, brjóst&bak og axlir&hendur, held að það sé ágætt svona fyrst um sinn á meðan ég er að koma mér inn í þetta allt saman aftur.

Ég steig á vigtina þegar voru 2 vikur liðnar frá fæðingu og þá var ég um 70 kíló og það hélst frekar stöðugt yfir næstu 2 daga svo ég stefni á að losa mig við um 10 kíló sirka þótt að kíló séu ekki allt sem ég ætla að fara eftir! En í 60 kílóum leið mér mjög vel með sjálfa mig og var frekar sátt svo það er stefnan:) Er ekki búin að stíga á vigtina síðan og ætla ekki að gera það fyrr en um mánaðamótin.

Hlakka svo til að passa í fötin mín aftur og þurfa ekki alltaf að vera í sömu ræktarfötunum því allt er of lítið en ég er samt frekar róleg og veit að þetta kemur allt saman:)

Fyrir neðan eru svo  myndir sem teknar voru á sama tíma og ég steig á vigtina, frekar erfitt fyrir mig að birta þetta en svona lít ég út í dag, show it like it is!  (Eða svona næstum því þessi spegill lætur mann virka grennri :O )  Ég bætti á mig um 16 kg á meðgöngunni (5-6 kg fóru þá á fyrstu 2 vikunum) og svo sannarlega ekki bara á bumbunni en það verður gaman að taka þetta af sér aftur;)

Let's do this!