þriðjudagur, 14. október 2014

1 ár í dag!:)

Ómæ, í dag á ég í raun 1 árs sambandsammli!:P

 Nú er ár síðan ég byrjaði í ræktinni og hóf nýjan lífstíl, fyrir ári hefði ég aldrei trúað að ég myndi endast svona lengi enda hef ég byrjað og hætt svo óteljandi oft! Ég hef verið dugleg fyrstu 2 vikurnar en svo hætti ég eftir 3-6x vikur og dett í gamla farið. Fyrir ári vissi ég ekkert um mataræði né hreyfingu, ég borðaði bakarísbrauð, djúpsteikt og sætindi á hverjum degi og ég vissi ekki hvernig grænmeti leit út! Fyrir ári hreyfði ég mig ekki, var frekar mörgum kílóum þyngri og cm og fituprósentan hærri, mér leið illa líkamlega og var alltaf illt allstaðar. Það var erfitt að labba um stigann heima í Tjarnalundinum, það var meira að segja orðið sárt fyrir hnéin þegar ég stóð upp úr sófanum heima og ég var ekki bara þung á mér líkamlega heldur andlega líka. 
Ég lærði að setja mér markmið og standa við þau, ég lærði að ég gat meira en ég hélt, ég lærði að þrátt fyrir að ég detti í gamla farið þá skiptir meira máli að gefast ekki upp og standa upp aftur og ég lærði að fyrirgefa sjálfri mér.

Þetta ár er búið að vera algjörlega awsom og ég er svo þakklát! Nú er bara eitt í stöðunni, halda áfram!:) 



þriðjudagur, 7. október 2014

Ekki er alltaf allt sem sýnist;)

Jæja, kéllan fór í ræktina í dag sem er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að hún fékk komment sem fékk hana til að vilja henda upp einu stykki bloggi.... (Kjéllan er ég sko en svo að allir fylgi með þá skal ég hætta að tala í pirrandi þriðju persónu;))


Ég fór semsé í ræktina og var basically að taka brennsludag. Þá daga tek ég jú brennslu þar sem ég hleyp, fer á stigavél, skíðavél eða annað slíkt og þá er intervalið fyrir valinu því það er náttúrulega awsom og það er gaman að fylgjast með púlsmælinum á meðan á því stendur:) 
Með þessu þá lyfti ég líka, tek armbeygjur nema fleiri reps og þar að leiðandi léttari þyngir... Til að hvíla aðeins frá þungu lóðunum en reyna að fá tón og skurð í vöðvana. ( Margar mismunandi skoðanir með hvernig er best að lyfta, hversu oft, en þetta er valið mitt)
Svo tek ég 3 þyngri daga þar sem ég að taka færri endurtekningar og mjög þungt, þannig að síðasta er svona "æðin á enninu er alveg að fara að poppa út" þungt!

Og nú kem ég að því sem ég ætlaði að tala um. Ég bað um að fá að taka milli setta hjá einum sem ég ætla að kalla Óla og hann var svo herralegur að leyfa mér það. Nema hvað að þegar ég er búin með fyrsta settið þá segjir Óli: Pff, þú getur nú tekið meira á en þetta, þú verður að þyngja! 

Okey allt í lagi.... Ég móðgaðist nú ekkert alltof mikið við hann Óla en þetta fékk mig til að hugsa (shocker!). Hafið þið hugsað í ræktinni: Vá, ég tek nú meira en þessi, voðalega er hún aum! 
Eða: Ég sá gæja í ræktinni og hann var að taka svo létt í bekkpressunni, vandræðalegt!
Eða: Pss, stelpan þarna er bara að dunda sér eitthvað á hlaupabrettinu, af hverju er fólk eiginlega að mæta í ræktina ef það ætlar ekki að hlaupa þangað til að það getur ekki andað! 

Í fyrsta lagi þá gæti alveg fyrir að þessi þarna sé voðalega aum, og að þessi gæji þarna sé bara ekkert sterkur og þess vegna er hann að kúka á sig í bekkpressunni og jú að stelpan þarna á hlaupabrettinu sé hreinilega bara löt.... Eeeeen stundum er sú ekki raunin!

Gott að hafa einhvern til að spotta sig þarna!;)


Fólk er með mismunandi markmið og mismunandi prógrömm! 

Til dæmis léttir dagar sem strákar þurfa bara því miður stundum að taka léttar þótt þeim finnist það ömurlegt greyunum! Þeir lyfta mjög þungt en taka svo annan dag þar sem þeir taka ekki nærri því jafn mikið og þeir geta og gera á annars þungu dögunum en þennan dag er kannski t.d. brennsla og léttar æfingar.

Til dæmis er stelpan þarna líka að taka léttan dag með léttari lóðum og fleiri repsum og eftir nokkra daga mun hún nánast kúka á sig með sjötta repsið í næstu æfingu.

Til dæmis gæti stelpan á hlaupabrettinu verið að taka æfingu eftir t.d. lyftingaræfingu. Þá er oft mælt með medium intensity, þar sem þetta er semí erfitt en þú getur samt talað eitthvað. Þá tekur hún það til dæmis í 20 mín eftir lyftingaæfingu en hún vill ekki taka alltof langa æfingu þvi´að hún vill ekki þreyta vöðvanaþræðina of sem eru búnir að skemmast nóg í lyftingunum fyrir fram. En auðvitað kemru þetta fram eins og hún sé bara að gera þetta half ass á góðri íslensku!

Semsé, áður en þið ætlið að vera eins og Óli og kommenta á svona í ræktinni, hugsiði aðeins út í þetta:)