föstudagur, 13. júní 2014

Próteinstykki - Quest bar!



Próteinstykki eru því miður oft bara nammi í felubúning, þau eru markasett þannig að þau eiga að vera holl en mörg eru stútfull af sykri, vondri fitu og ónauðsynlegum efnum. Svo eru þau líka mörg hver svo helvíti há í hitaeiningum! En mig dreymdi um að finna eitthvað próteinstykki því það er einfaldlega svo þægilegt að rífa utan af því og borða, auðvelt, fljótlegt, þægilegt! Og stundum er ég ekki í stuði fyrir próteinsjeik.

Svooo ég var búin að hafa augastað á einu tilteknu próteinstykki sem allir virtust vera að dásama á veraldvefnum en fann það hvergi á Akureyri. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu alltof vandræðalega spennt ég varð þegar ég fann þetta stykki loksins í Hagkaup!!!:)

Þetta próteinstykki heitir Quest bar- Cookies and cream og er þvílíkt girnilegt á að líta, umbúðirnar kölluðu strax á mig um leið og ég leit í hilluna!



Heilsusérfræðingarnir þarna úti ( búin að lesa heeelling af frábærum umsögnum frá meðal anars virtum heilsusíðum) eru flestir á sama máli að þetta sé eitt besta val þarna úti ef þú ert að leita þér að próteinstöngum.

 Nokkrir punktar sem hefur þetta yfir annað sem er í boði:

1.Gæðaprótein: 
Aðaluppspretta próteina í Quest bar er Whey sem er talið hæst í gæðum af próteinum, próteinið niðursogast hratt inn í vöðvana.
Mjólkurprótein er próteinuppspretta tvö en það er uppspretta af bæði whey og casein ( casein er hæglosandi prótein sem gott er að taka til dæmis fyrir nóttina)
Flest/Mörg önnur próteinstykki nota gelatin sem aðaluppsprettu stykkisins sem er lágæða prótein sem tekið er frá afgöngum dýra eins og hófa, húð, beina...
Í öllu stykkinu eru 21 gramm af próteini.

2. Mikið af trefjum: 
Í hverju stykki eru um 15-17 grömm af trefjum sem eru auðmeltanleg, mynda ekki loft í þörmunum sem hjálpa til við að stjórna hungri, bæta meltinguna og jafnvel koma í veg fyrir vissa sjúkdóma.

3.Holl fita:
Hvert stykki inniheldur ákveðna blöndu af hnetum ( venjulegum hnetum ( peanut), möndlum og/eða kasjúhnetum) og hnetusmjöri/möndlusmjöri til að þú fáir hollu fituna sem líkaminn þarfnast sem og að halda stykkingu mjúku.

4. Engin rusl innihaldsefni:
Ólíkt mörgum af próteinstykkjunum sem eru með endalausan innihaldslista af efnum sem við getum ekki einu sinni borið fram eða lesið, þá er innihaldslisti Quest bar, hreinn, einfaldur og inniheldur bara þau ,efni, sem þú þarft án ruslins sem er svo oft bætt inn!

5. Bragðgóð: 
Já, þarf ekki að útskýra það neitt frekar, mér finnst þau alla vega svakalega góð þótt Andrési finnist það ekki, hver hefur sinn smekk! Langar að smakka coockie dough og brownie því ég er soddan súkkulaðipúki!

6. Náttúruleg sætuefni: 
Í fyrsta lagi þá er í raun engin alvöru sönnun fyrir því að gerfisykur sé skaðlegur fyrir heilsuna og ég nota hann í einhverju magni en fyrir þá sem hafa áhyggjur af þessu þá er þetta stykki fyrir þá;)

Í einu stykki er:
17 gr. trefjar
21 gr.prótein
7 gr. holl fita



Besta við þetta: 180 kaloríur í stykkinu sem er ekki neitt miðað við flest stykkin þarna úti!

Já kannski fínt að taka fram að ég er ekki söluaðili fyrir þessa vöru hehe, þótt það kannski komi þannig út!;)

Ps. Mér finnst geggjað að hita stykkið í ofni eða í öbba ( nenni yfirleitt ekki hinu) og borðaði það volgt og mjúkt, það getur verið svolítið ,chewy, undir tönn án þess að hita það. Like it!



Ó nammi namm!


Langaði svo að setja inn smá almennar upplýsingar um val á próteinstykkjum.

Hvað þú ættir að leita að þegar þú lítur á innihaldslýsingu próteinstykkja:.
Hversu mikið prótein er í því?

Slepptu öllum stykkjum sem hafa minna en 10 grömm af próteini, best væri að velja stykki með 15 grömmum og hærra

Hversu mikið af trefjum er í því?
Best væri ef það væru alla vega 5 grömm eða meira en það eru ekki mörg þannig stykki á markaðinum í dag, trefjarnar íta undir að þú verðir saddari lengur eins og ég minntist á fyrir ofan.

Hversu mikla fitu(og hverng fitu) inniheldur það?

Hversu mikið fer eftir því hvort þú sért að fylgja til dæmis lág fitu dieti, hærra fitulevel mun halda þér saddari lengur því þú meltir fituna hægar. Það er mikilvægt að forðast transfitur og mettaðar fitusýrur svo leitaðu að stykkjum sem er lágar í þeim tölum.

Hversu mikill sykur er í því?
Það eru mörg stykki með alltof miklum sykri. Vegna mismunandi stærðar og þyngdar stykkjanna þá er auðveldara að tala um prósentur heldur en tölu svo best væri að finna stykki sem er með minna en 30% hitaeininga frá sykri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli