þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Í gær áttu ég eins árs afmælisstelpu!

 Ég er varla að trúa því að ég eigi eins árs barn, það sem tíminn flýgur áfram, hún verður farin í grunnskóla áður en ég veit af! Þetta ár sem hefur líðið frá því að hún kom í heiminn hefur verið það besta sem ég hef upplifað þrátt fyrir nokkra byrjunarörðuleika. Hún hefur kennt mér svo mikið, gert mig miklu sterkari, öruggari og ég er mun færari um að gefa af mér og elska. Vegna hennar þá langar mig að gera betur, ég hætti ekki lengur í fyrsta skipti ef mér mistekst eitthvað og ég er hamingjusöm:)




Hún var svo heppin að afi hennar keyrði til Akureyrar fyrir sólahring með ömmubarninu og fékk hún fyrsta afmælispakkann sinn frá honum.

Afmælisstelpa og afi Maggi


Við héldum svo afmælisveislu handa henni á sunnudaginn 3 nóv. og fjölskyldan kom a sjálfsögðu:) Hún fékk fullt af pökkum og þeir slógu allir í gegn, foreldarnir voru ekkert smá þakklátir! Ég var líka hálf meyr eftir veisluna og hugsaði hversu ótrúlega heppin við og Natalía værum að eiga allt þetta góða fólk að, það er ekki sjálfsagt.

Blása á fyrsta afmæliskertið
Afmæliskakan
Familían á þessum merkisdegi

Frænkur að leika
Opna pakka!
Þessi dagur var frábær í alla staði og Natalía var svo glöð eftir veisluna! Ekki til þreyta eftir allan gestaganginn heldur skreið hún um skríkjandi með allt nýja dótið sitt. Yndislegur dagur!
Ánægð afmælisstelpa:D





Engin ummæli:

Skrifa ummæli