miðvikudagur, 13. nóvember 2013

Ferðarbabbl

Nú er kominn vetur, ég veit það því rassinn er að frjósa af mér á hverjum degi! Ég er orðin að einhverri skjálfandi rúst sem er alltaf grafin í lögum af fötum (ætti kannski að fara að athuga með ofnana hérna heima!) og akkúrat núna sit ég og skrifa í tveimur peysum með ullargrifflur á höndunum en er samt kalt! Svo í tilefni þess hversu ógeðslega kalt mér er þá er ég að sjálfsögðu búin að liggja á netinu að skoða girnilegu heitu löndin.

Ég hef verið svo heppin í lífinu að ég hef getað ferðast aðeins þótt að staðirnir séu ekki svo margir.
Ég hef farið til Danmerkur, Rota, Mallorca, Costa del Sol, London, Manchester og Orlando. 

Danmörk- Bekkjaferðarlag í 9 bekk. Skemmtilegt, skoðuðum litlu hafmeyjuna og komumst að því að hún er ekkert svo merkileg en strákarnir skemmtu sér að því að káfa á brjóstunum á henni, við fórum í lególand og tívólíið og vorum með almenn unglingalæti.

Rota- Í tíunda bekk var nokkrum bekkjafélögum boðið í ferð, það var auðvitað verið að verðlauna góðan námsárangur (fake it til you make it) og ég fékk að fljóta með. Þessa ferð hef ég greinilega valið að grafa langt í undirmeðvitundinni því ég man ekkert! Mér hefur verið sagt að við hefðum sofið í kofum sem við fengum að deila með nokkrum indælis pöddum og kóngulóm, þar sem var engin loftræsting, almenningklósett, biðröð eftir sturtu og óþægileg rúm. Held að fancy Amanda hafi ekki ráðið við þessa villmennsku og hafi því valið að grafa þetta lengst niðri. ( Ef einhver bíður mér í óvænta ferð út þá má sá hin sami bjóða mér á 5 stjörnu hótel þar sem nudd er innifalið og ekki er verra að geta komist í búbblubað, kv. sú sem myndi aldrei ráða við að fara í interrail). Og já, ég týndi vegabréfinu mínu víst og við skulum ekki fara út í öll vandræðin sem fylgdu því ævintýri!

Mallorca - Stelpuferð, við vinkonurnar hlógum, grétum, rifumst, spiluðum oftar en við fórum á djammið,  ein brann svo mikið að hún gat ekki komist upp úr rúminu, flatmöguðum á ströndinni (nema sú sem var alltaf að brenna) og versluðum! Skemmtileg ferð.

London- Kærastinn bauð mér til London í tilefni á 2 ára sambandsafmæli. Við fórum í London eye, horfðum á Big Ben með lotningu, fórum á vaxmyndasafnið, skoðuðum múmíur á safni. Við ákváðum síðasta daginn að fara í dýragarð en sáum að honum yrði lokað bráðum svo við ákváðum að taka Jón sprett á þetta, ég er ekkert að grínast, við hlupum í örugglega hálftíma. Þegar við vorum komin á leiðarenda, sveitt og andstutt (ég lá á götunni grenjandi) þá komumst við að því að við hefðum horft á vitlausan dag og það var lokað. Ekki skemmtilegasta sem ég hef gert.
Annað sem er eftirminnilegt er að á lestarstöðinni ákváðum við að við yrðum fljótari að fara upp stigann heldur en að taka lyftuna... Það var versta ákvörðun sem við höfum tekið því það voru tröppur, eftir tröppur eftir tröppur og það tók okkur um 20 mínútur að fara upp. Og já, við vorum með ferðatöskur.
Svo má ekki gleyma að apperantly hélt ég að það yrði sumar og sól í London 14 desember svo ég var ekkert sérstaklega vel klædd, því eru minningarnar svolítið litaðar af kulda og aftur kulda. Var ég búin að minnast á KULDA!? Samt mjög skemmtileg ferð og ástin blómstraði, í kuldanum.

 Costa del sol- Mesta fratferðin ótrúlegt en satt! Það var mjög skítugt þarna, sjórinn var kaldur, ströndin var skítug, maturinn ekkert sérstakur, gestrisnin ekki mikil og ég varð veik!  Er enn í fýlu eftir þá ferð.

Manchester - Við systurnar buðum pabba út í tilefni 50 ára afmælis! Það var slakað á, drukkið bjór (uhh kók í mínu tilfelli, kráir í Manchester eru ekkert rosalega hrifnar að því að bjóða upp á gosbjór;)) og bondað við pabba gamla. Já og verslað! Minning sem mér þykir vænt um. 

Orlando- Besta ferð EVER! Yndislegt fólk, góður matur, auðvelt að ferðast um, geggjaður staður! Fórum í Disney world og universal studios og það var alveg hægt að gleyma sér þar. Það var svo brjálæðislega heitt þarna enda hitabylgja en það skipti engu máli, við vorum alsælJ Eftirminnilegast utan við garðana var þegar við fórum eitt kvöldið í bíó. (Bíómyndin sjálf var ekkert svo eftirminnileg sko) Eftir bíóið þá fórum við niður tröppurnar og út dyrnar þar eins og maður gerir hérna í bíó nema hvað að þegar hurðin skall í lás á eftir okkur þá tókum við eftir tvennu. Við vorum ein og við vorum stödd í óuppgerðu, óupplýstu rými. Ég sá fyrir mér að við myndum festast þarna inni og finnast mörgum dögum seinna en sem betur fer fær fólk ennþá að njóta samvista við okkur;) Við fórum í gegnum ótal herbergi og enduðum á einhverju túni, þurftum að troðast undir girðingu og loksins komumst við til manna, það stóðu verðir hjá girðingunni sem litu mjög illilega á okkur, skildu greinilega ekki alveg hvað við værum að gera. Við brostum hinu blíðasta, ég þurrkaði drulluna af hnjánum og ákvað að þetta yrði skemmtileg minning.

Eins og ég hef minnst á, þá erum við hjúin að fara að gifta okkur í ágúst á næsta ári og oft fylgir eitt stykki brúðkaupsferð með. Svo núna erum við í reyna að ákveða hvert við vijum fara og það er erfiðara en að segja það! Draumurinn er að fara til Hawaii en það tekur langan tíma að ferðast og aaaaðeins of dýrt en sá staður er á Bucketlistanum, máske á 5 ára brúðkaupsafmælinu;)

Staðir sem ég ætla mér að heimsækja áður en ég dey:

Hawaii



Bora Bora
Eyjan Capri-Ítalía
Feneyjar-Italía
Skotland
Naples - Ítalía
Sikiley



 Læt staðar numið núna, ég yrði alltof lengi ef ég ætlaði að henda öllum þeim stöðum sem ég ætla mér að heimsækja á ævinni, þarf að fara að sinna barninu og borða! Ég kannski nenni að klára þetta ferðablogg einhverntímann;)

Ps. "Átakið" eða nýji lífstíllinn gengur ágætilega. Ég missti mig smá eftir að ég hætti í einkaþjálfun en náði mér aftur á strik, það þýðir ekkert annað! Þrátt fyrir smá feilspor (súkkulaði!) þá er ég búin að vera dugleg að borða hollt annars og hreyfa mig, svo ég er búin að ná að hrista samviskubitið af mér. Í dag er fótadagur, stinni kúlurass here I come!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli