miðvikudagur, 6. nóvember 2013

Í júní á þessu ári þá gerðumst við hjúin svo djörf að kaupa okkur íbúð! Við urðum ástfangið um leið og við gengum inn í hana til að skoða, það var einhver sérstök tilfinning sem fylgdi henni og okkur leið vel um leið og við stigum fæti inn. Þetta er fyrsta íbúðin sem við eigum, fyrsta alvöru heimilið og þetta er svo sannarlega heima:) 


Kaldar flísar í stofunni! Fyrir-
Parketið komið á! Eftir-
Besta við að kaupa sína eigin íbúð er að þú mátt gera hvaða vitleysu sem þú getur hugsað þér án þess að spyrja einn né neinn og við vorum strax komin með fullt af hugmyndum fyrir nýja heimilið. Ég hef samt sætt mig við það að þetta þarf að vera langhlaup og ég lifi ekki í þeim heimi þar sem ég get keypt hvað sem ég vil og gert alla íbúðina upp á núll einni! 


En það er gaman að sjá hvernig það kemur allt saman hægt og rólega og vita að við erum að gera þetta:) 


Brjóta, brjóta!











Þegar við keyptum íbúðina voru kuldalegar ljótu flísar á gólfinu... Eflaust finnst einhverjum þetta svaka flott en þetta var alls ekki okkar tebolli. Varð líka rosalega kalt inni þegar kom smá kuldi úti! Svo out they went! Voru mjög ánægð með útkomuna:)

Svo vildum við fá einhvern lit inn í stofu svo við völdum þennan fjólubrúngráa lit (hann semsé skiptir um lit eftir því hvernig birtan er) og vorum nokkuð sátt við hann. Ég á eflaust eftir að vilja skipta því mér þykir hann örlítið of fjólublár en hann fær að vera í einhvern tíma samt.






Nýju ljósakrónunni hent upp í loftið

 Því næst gerðum við upp gamla ruggustólinn langafa Andrésar! Það tók sinn tíma en loksins er hann tilbúinn, finnst hann svo kósý og þessum sit ég á kvöldin hvort sem ég er að lesa eða í tölvunni;)





 Við ákváðum svo að mála yfir þennan brúna lit sem var þegar við keyptum íbúðina. Liturinn gaf vissulega vissan hlýleika en þetta var ekki OKKAR. Ég get algjörlega fullyrt að þetta var ekki skemmtilegasta málningavinna í heimi þar sem þetta er hraun og við notuðum ekki sprey!!! Ojj barasta..

 




Fyrir
Eftir
Næstu mál á dagskrá eru semsé að: Koma kösturum upp í loftið, skipta um rafmagnsinnstungur (tími til kominn!), klára að gera upp búrið og mála í herbergjunum! Ég býst við að við munum geyma þetta þangað til á næsta ári þar sem jólin eru að koma og svo er kellan að fara til Danmerkur;) Þetta er semsé bara rétt að byrja! Þvílíkt skemmtilegt:)

Mun svo væntanlega henda inn pósti hérna á föstudaginn þar sem þá er síðasti tíminn hjá einkaþjálfara og mælingar! 

1 ummæli:

  1. Geðvekt, vá þetta er fullorðins gamla!
    Hlakka til að koma í heimsókn

    SvaraEyða