miðvikudagur, 20. nóvember 2013

Jæja, lífstílsuppdeit! 

Síðustu dagar hafa verið svolítið erfiðir fyrir mig þegar kemur að því að matarræðinu og reyndar hreyfingunni líka. Ekkert mál þegar ég er komin í ræktina, þá er þetta bara gaman en ég á stundum hrikalega erfitt með að koma mér af stað í ræktina! Ég hef ekki ennþá svindlað og sleppt að mæta, ef ég mæti ekki þennan dag þá bæti ég það upp hinn daginn sem ég hefði átt að fá frí og æfi, er semsé enn að mæta 5x í viku og ætla mér að sjálfsögðu að halda því áfram:)

Ég er enn dugleg í mataræðinu, passa mig á að borða alltaf morgunmat (yfirleitt alltaf hafragrautur sem er samt ekki beint uppáhaldið mitt!) og svo borða ég um 5-6x máltíðir á dag með 3 tíma millibili.
Passa mig á að fá mér prótein eftir ræktina og að velja vel hvað ég borða í kvöldmat, ég er hinsvegar alls ekki öfgafull í þeim efnum. Venjulegur heimilismatur eins og lasagna og annað er á boðstólnum en ég passa mig á skammtastærðinni og að drekka glas af vatni fyrir.
 Eins vel ég að setja ekki rjóma í sósur, nota spreyolíu og lítið af henni, 11% ostur yfir fiskirétti, léttur smurostur í staðinn fyrir venjulegan og svo framvegis. 
Ég borða sjaldan brauð, ef ég fæ mér þá er það lífskornabrauð, elska að setja hnetusmjör og banana á það! 

Svo er ég ótrúlega ánægð með að ég borða núna grænmeti á hverjum degi, kellan sem hafði ekki sett svoleiðis inn fyrir sínar varir í mööörg ár;) Mér finnst gott að gera eggjahræru með grænmeti og kjúkling og það er aðeins of oft í hádegismat hjá mér en mér finnst það bara svo gott og þægilegt að eiga afganga en ég ætla mér að prufa mig áfram!

Svo matarræðið í sjálfu sér gengur vel en það er bara þörfin í að maula á einhverju á kvöldin sem er alveg að fara með mig, ég er súkkulaðióð! Ef mig langar í eitthvað þá er það súkkulaði eða kex og ég var t.d. að gera kallinn brjálaðan í gærkvöldi því mig langaði svo í POLO kex!!! Svo það var skundað í eldhúsið og gert nokkrar tilraunir til að gera hollt nammi sem tókst alls ekki svo ég bíð með löngun eftir laugardeginum! Þá verður fengið sér polokex! Og Brynjuís! Og súkkulaði! Og kannski smá kökur..;)

Að markmiðum! Ég er farin að þyngja í öllu í ræktinni þótt það sé ekki enn hægt að segja að ég sé að taka einhverjar þyngdir;) En að því tilefni að ég sé farin að þyngja þá vígði ég grifflurnar mínar og fannst ég helvíti töff með 10 punda lóðín mín;)
Þann 18 október skrifaði ég hérna að ég ætti markmið og það væri að passa í buxurnar ,sem ég birti mynd af, fyrir Danmerkurferð. Ég var að ná því markmiði, vúhú! Smá mynd til sönnunar;)
Komst í buxurnar og gat hneppt þeim, vúpvúp!


Svo er vigtin ennþá á leiðinni niður, í dag var ég 58,5 kg sem ég er sátt við. Aðalmarkmiðið er að losna við fituna og svo að tóna sig upp og þá er mér alveg sama hvað vigtin segir því eins og flestir vita eru vöðvar þyngri en fita! En á meðan ég þarf að losna við lýsið þá horfi ég smá á vigtina ennþá.

Þetta var ekki mest spennandi blogg í heimi en vildi bara gefa smá update! Svo mun ég væntanlega setja fyrir og eftir myndir fyrir Danmerkurferðina ( efég fæ hugrekkið til þess) en þá er eins gott að ég verði dugleg! Eins og Britney vinkona mín segir: You better work bitch!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli