mánudagur, 28. október 2013

Nýr dagur, ný tækifæri

Þvílíkt endemis væl í kellu í síðasta bloggi! En svona er þetta, maður fær erfiða daga og þá er ágætt að hafa vettvang þar sem maður getur pústað. 
Í dag er nýr dagur og það er algjörlega nýtt hljóð í mér. Ég týndi aðeins drifkraftinum en fann hann sem betur fer aftur í dag, aftur komin með markmiðin á hreint og er svo jákvæð fyrir öllu:)
Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og ég veit að ég get þetta alveg, verð bara að halda áfram þegar erfitt er!

Ég var svakalega sátt með ræktartímann í dag út af nokkrum ástæðum:

1. Ég tók þyngra en áður

2. Þolið er að aukast, var semsé ekki dauð eftir spretti
3. Ég gat gert magaæfingarnar ( 3 mismunandi magaæfingar í þrem settum + magaæfingar í teygju sem mér finnst hell!) næstum án þess að stoppa!
4. Mér varð ekkert óglatt! (Þetta er stór áfangi þar sem ógleðin hefur alltaf eyðilagt helling fyrir mér. Fyrst var mér óglatt allan tímann, í síðasta tíma kom ógleðin síðustu tíu mínúturnar en núna bara enginn, vúhú!)
5. Ég varð miklu orkumeiri eftir ræktina, loksins! 
6. Vigtin fór niður á við:)

Á þessum tveimur vikum á einkaþjálfara þá hef ég misst næstum 2 kíló.
14 október =63 kg
28 október = 61,2 kg


Og frá byrjun ágúst (ég var 67,3 mest, þá mæld seint um kvöld eftir sukk samt!) þá hef ég misst um 6 kíló.

Nú eru tvær vikur eða 5 tímar eftir af einkaþjálfuninni og það verður gaman að sjá hver fituprósentan verður og mælingarnar. Býst samt einhvernveginn ekki við of miklu þar. En þetta er samt langhlaup, ég hef ennþá tæpa 10 mánuði í brúðkaupið!:) 


Yfir og út! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli