föstudagur, 8. nóvember 2013

Einkaþjálfun lokið!

Þá er ég búin að ljúka við 4 vikna þjálfun hjá einkaþjálfaranum mínum, vá hvað þetta leið hratt!


Þetta voru ekki jafn erfiðar vikur og ég hélt að þær yrðu sem ég er hrikalega ánægð með. Að sjálfsögðu átti ég mín móment þar sem ég var að berjast við sjálfa mig og fannst þetta erfitt en óverall þá finnst mér þetta skemmtilegt og spennandi. 
Með hverri vikunni sem leið varð skemmtilegra að mæta og rífa í járnin (ég var gellan sem var með óhljóð við lyftingarnar með heil 5 kg á flestum stöðum hehe) og ég varð stolt þegar ég fór að fá almennileg nuddsár í hendurnar;) Að sjálfsögðu gaf unnustinn mér grifflur í tækifærisgjöf svo þær verða notaðar á næstu misserum! Fannst svolítið kjánalegt að vera að lyfta ekki neinu basically og vera með grifflur, þegar ég fer að verða alvöru massi þá skarta ég þeim með stolti;)

Það besta við þetta allt saman var hversu fljótt ég fór að finna breytingu á mér þegar kemur að þoli og slíku. Mér leið miklu betur í ræktinni, hætti að vera óglatt alltaf hreint og gat klárað allar æfingar án þess að væla eins og barn! 

Ég setti mér nokkur markmið:
1. Að ég myndi ná að sjá undir 60 kg á vigtinni í loka mælingu.
2. Að ég myndi klára æfingu án þess að verða óglatt (Það tók alveg 7 skipti held ég)
3. Að ég myndi mæta 5x í viku í ræktina
4. Að ég myndi venja mig á að borða grænmeti alla daga
5. Að ég myndi missa -2 cm yfir mitti og -2 í fitu%
Ég náði þeim öllum! Og ég er ánægð:)

Þetta eru tölurnar eftir 4 vikur í einkaþjálfun:

Niðurstöður mælinga og tölulegar staðreyndir

Dags/Þyngd

(8 ágúst:67,3 kg)
(16 ágúst: 66,7 kg)

11 okt: 63 kg
26 okt:61,2 kg
8 nóv: 59,8 kg

Fituprósenta-mælingar

Fyrir: 31,25%
Eftir: 28,17%
Mismunur: -3%

Útreiknaður BMI*, FMB* og LMB* - Útfrá klípumælingum

Fyrir- Fita í kg: 19,68kg
Eftir-                16,62 kg

Mismunur: -3 kg af hreinni fitu

Ummálsmælingar í cm
Fyrir/eftir:      
                    
Kálfar:33 cm/33cm=0 cm. 
Læri: 56/53= -3 cm                           
Rass: 101/98= -3 cm
Nafli: 85/79 = -6 cm
Mitti: 81/73,5= - 7,5 cm
Brjóst: 94/91= -3 cm
Upphandleggur í spennu: 28,5/29,5 = +1
Upphandleggur í slökun: 27/26,5 = 0,5 cm

Semsé, síðan Andrés bað mín þann 16 ágúst, þá hef ég misst rúm 6 kíló:D


Ég veit núna að ég get þetta alveg og ég ætla að halda ótrauð áfram! Kemur ekkert annað til greina, enda ætlar kellan að vera súperhot í brúðkaupinu sínu;)

Eins og ég hef talað um áður þá fer ég í stelpuferð til Danmerkur þann 16 janúar og þá verður að sjálfsögðu kíkt á janúarútsölurnar. Buxurnar sem ég á eru aðeins farnar að vera pirrandi (ekki beint skemmtilegt að þurfa að hysja upp um sig buxurnar á 5 mínútna fresti) svo ég býst við að það verði aaaðeins verslað...Svo ég vill vera eins nálægt því hvernig ég vil vera líkamlega þegar ég fer að versla, og þetta mun ég gera, ekki spurning með það:)  Já og svo setti ég mér það markmið að koma gallabuxunum góðu upp rassinn og ná að hneppa fyrir 16 janúar, vonandi gerist það;) 

Þangað til næst!

Ps. Það væri gaman að sjá hvort einhver væri að fylgjast með þessu svo endilega dritiði einhverju í commentin hérna hjá mér! Heldur mér við efnið að vita að einhver sé að lesa;)

3 ummæli: