föstudagur, 29. nóvember 2013

Updeit!

Ég er sko ekki hætt!

Þessi vika er reyndar búin að vera ansi strembin. Á laugardaginn síðasta fór ég í brúðkaup og drakk kannski svona einu hvítvínsglasi of mikið (lesist 10) og ég eyddi sunnudeginum í mestu þynnku sem ég hef fengið held ég og það varð því ekkert grænmeti eða hafragrautur þann daginn. Hverjum hefur einhverntímann langað í hafragraut þegar þeir vakna með þynnku!!!?
 Reyndar lýsti makinn yfir alþjóðlegum sukkdegi og það þurfti ekki beint mikið til að ég myndi samþykkja! Obbobobb...

Mánudeginum var eytt í magaveikindi svo engin rækt þá, fann líka hvernig ég missti smá motivation, langaði bara að hella mér í nammi og sleppa alveg að mæta í ræktina. Hins vegar mætti ég samt á þriðjudaginn í ræktina sem var akkúrat það sem ég þurfti á að halda því hausinn fór aftur á réttan stað og ég varð spennt aftur fyrir þessu öllu saman;)

Fimmtudagurinn varð svo frábær dagur fyrir mig í ræktinni. Þá var fótadagur og ég bætti mig í öllu, þyngdi í öllu og tók 6 kílóa lóð með mér í dauðagönguna (framstig), sem er alla vega mikið fyrir mig. Reyndar sá ég gellu um daginn sem tók um 15 eða 20 kíló í sömu göngu, ég ákvað að ég ætlaði að vera þessi gella! Ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir mann að bæta sig og þyngja, það er svo góð tilfinning:)

Annars er vigtin ennþá á leiðinni niður, hægt og rólega þó sem er bara gott.
Síðast stóð 57,9 kg.

Svo fór ég í mælingu þan 22 nóv, semsé hálfum mánuði eftir síðustu mælingu og þetta eru niðurstöðurnar:
8 nóv: 28,17%
22 nóv: 26,80%



Kálfar
Læri
Rass
Nafli
Mitti
Brjóst
Upphandleggur
(í spennu)
Upphandleggur
(í slökun)
1.mæling (14 nóv)
33
56
101
85
81
94
28,5
27
2. mæling
(8 nóv)
33
53
98
79
73,5
91
29,5
26,5
3.mæling
(22 nóv)
32,5
50,5
94,5
76
70
-
28,5
26
Mismunur
-0,5
-5,5
-6,5
-9
-9
-3
0
-1

Ég er líka farin að prufa mig áfram með hollt hráefni, eitthvað sem ég hef aldrei prufað áður. Þá er ég ekki að tala um grænmeti og svoleiðið heldur eins og möndlumjólk, kókosmjólk, ýmsar hnetur, smoothies, próteinklatta, hunang og svo framvegis. Ég prufaði líka um daginn að gera hollustu brownies (alla vega mun hollari en venjulegu!) og þær komu bara ágætilega út! Semsé í staðinn fyrir alvöru sykur þá þá nota ég t.d. stevia eða agavesyrup (eru reyndar skiptar skoðanir um þetta eins og annað), nota smá heilkornahveiti í staðinn fyrir venjulegt, 70% súkkulaði í staðinn fyrir mjólkursúkkulaði og þetta kom vel út. Alveg kalóríur í þessu samt, enda er ég ekki að fara að tríta mig með þessu öll kvöld;)

48 dagar í Danmörk!
260 dagar í brúðkaup! 






Engin ummæli:

Skrifa ummæli