miðvikudagur, 4. desember 2013

Just getting started!

Síðustu dagar hafa verið awsom! 
Búið að ganga svo vel allt saman, finnst orðið svo gaman að fara í ræktina og nú er ég orðin óð í að prufa nýja hollusturétti!  

Ég er búin að liggja á netinu og lesa mér til um næringu og ég býst við að ég muni henda hérna inn ýmsu tengdu næringu, það sem ég er að kynna mér hverju sinni, svo ég geti haldið utan um þetta einhverstaðar:)
Ég er semsé algjör sætufíkill eins og hefur örugglega komið fram, ég borðaði sykur og nammi nánast á hverjum degi og það var mér mjööög erfitt að hætta því. Ég varð að einhverju skrímsli þegar ég hætti (er samt ekki hætt að borða sykur eða nammi sko, fæ minn nammidag!)varð svakalega pirruð, hreytti í kærastann eins og mér væri borgað fyrir það og leið illa yfir því að mega ekki fá mér! Varð reyndar eins og 10 ára og fór í fílu yfir því að mega ekki fá mér, fannst þetta bara rugl og fannst ömurlegt að banna mér eitthvað! Greyið kærastinn getur vottað fyrir þetta þar sem hann lenti aðalega fyrir grýlunni...

En sem betur fer er það að mestu liðinn tími, ég er líka búin að uppgötva að það þarf barasta ekki að vera leiðinlegt að borða hollt! Ég sá alltaf fyrir mér sellerí og kál þegar ég hugsaði um hollustu og fannst það ekki beint heillandi kostur en það er bara alls ekki þannig!!! Komst að því með mínu vafri, ég get fullnægt sætuþörfinni minni á hollan hátt og með minni kalóríurfjölda, vúhú! 

Það er svo margt sem ég á eftir að prufa að gera enda bara nýbyrjuð en ég er svo spennt yfir öllum möguleikunum:)
Ég er hingað til búin að búa til nokkrar gerðir af pönnukökum, eina með súkkulaðisósu, vanillusósu og svo fékk ég mér eina með smá hlynsýrópi, allt hollt og gott fyrir líkamann! Að sjálfsögðu er frekar mikið af kalóríum í hlynsýrópinu en það er ekki eitthvað sem ég fæ mér oft eða mikið af, það er alla vega gott að vita að það er samt álitið hollt og gott;)
Ég hef einnig gert súkkulaðihnetusmjörsmuffins og heimagerðan ís, besta við þetta allt saman er að þetta er allt undir 300 kalóríum, snilld að geta fullnægt sætufíklinum svona og ekki verra að fá sér súkkulaðimuffins með ís í morgunmat!!! Án samviskubits;)

Ætli ég fari ekki síðan að pósta þessum uppskriftum mínum til halda utan um þær ( á þær reyndar ekki!!) og vonandi getur þá einhver annar notið góðs af:) 

Læt fylgja með nokkrar myndir af því sem ég hef prufað að gera, mis girnilegt hjá mér hehe en samt allt mjög gott:) Mest af þessu í morgunmat, stútfullt af trefjum, vítamínum og orku, frábært fyrir ræktina!








Annað í fréttum:
- Ég er offically búin að missa 10 kíló síðan í byrjun ágúst!
- Gellan með stóru júgrin ( E ) var að passa í DD brjóstahaldara! VÚHÚ!
Var næstum mitt langþráðasta markmið, að minnka þessa búbba!
- Það virðist vera farið að sjást smá "definition" á greyið handleggjunum mínum, alla vega eftir lyftingar;) Sést samt varla venjulega en það kemur vonandi seinna. En okey, nóg komið af mér, hvað segir þú!?
Endilega hendiði kommenti á mig þið sem lesið, eins og ég hef sagt þá ítir það í mig að vita að einhver sé að fylgjast með:)

Vandræðaleg að laumast til að taka mynd!



2 ummæli:

  1. Þú ert náttúrulega alveg þrælmögnuð gamla !!! Haltu áfram að standa þig svona vel ;)

    Kv. Heiða Sveins

    SvaraEyða
  2. Vá ég er svo ánægð með þig Amanda! Stendur þig vel og þessi mynd af þér er æði!
    ps. til hamingju með búbbana! :D haha

    SvaraEyða