föstudagur, 18. október 2013

Þessi ferð sem ég hef hafið er búin að vera bæði erfið og rosalega skemmtileg!
 Ótrúlegt en satt þá er það komið í smá vana því að hreyfa sig svona oft þótt strengirnir séu hrikalegir, ég er líka alltaf að læra betur og betur á hollt matarræði! Fyrstu 2 dagarnir voru virkilega erfiðir...
Ég þráði sykur meira en allt annað og réð ekki við mig, þá daga réðst ég á brownies og skrifaði það skömmustuleg í matardagbókina. Tók  samt eftir því að ég er komin með annan hugsunarhátt en nokkurn tímann áður og þess vegna finnst mér líklegt (nei þess vegna veit ég) að í þetta skipti tekst þetta!

Sagan er nefnilega  venjulega svona: Ég geri „mistök“ og háma í mig eitthvað óhollt. Þannig var eyðilagður dagurinn og því treð ég mig út af ógeði út kvöldið og sleppi því að fara í ræktina því það þýðir hvort sem ekki...!!! (Eins og maður hafi ekki þá einmitt gott að því að hreyfa rassgatið!)

Núna missteig ég mig og vitaskuld varð ég óánægð, (lít samt ekki endilega á þetta sem mistök því að það tók mig mörg ár að borða eins og ég hef gert og því veit ég að það tekur meira en nokkra daga að breyta vananum). Ég dreif mig í ræktina og afgangurinn af kvöldinu var frábær matarlega séð og ég endaði á að vera bara nokkuð ánægð.

Gaman að passa í gömul föt:)
Svo er kellan komin í kjörþyngd samkvæmt BMI (sem ég tek ekkert alltof alvarlega samt!), er semsé alveg efst upp í kjörþyngdinni. Svo á ég um hálft-1 kíló í að sjá 61 komma eitthvað á vigtinni sem er spennandi því þá tölu hef ég ekki séð leeeengi: ) Eeeen aftur, fer ekki of mikið eftir vigtinni samt og ætla mér ekki að verða brjáluð ef sú tala hækkar eða stendur í stað.


Eins og ég sagði í síðsta bloggi þá ætla ég að setja mér einhver markmið fyrir Danmerkurferðina 16 janúar en ég ætla ekki að setja þau fyrr en eftir mánuðinn með einkaþjálfaranum. Semsé markmið í tölum en hinsvegar er ég með annað markmið fyrir Danmerkuferðina. Það er að koma þessum buxum alla vega upp rassinn, jafnvel þótt ég geti ekki hneppt þeim! 


Stærð 38 - Gekk í þeim 2009

1 ummæli:

  1. Vá hvað þú ert fín! Þú munt rúlla þessu upp.. já eða, þú ERT AÐ rúlla þessu upp!

    .. þú ert alltof sæt og fín fyrir mig núna - ég vil ekki hitta þig á næstunni.

    SvaraEyða