sunnudagur, 13. október 2013

Jæja, þá er ég búin að ræða við einkaþjálfarann minn, sem mér leist mjög vel á, og alvöru púlið byrjar á morgun! Hún vigtaði mig, mældi og kleip í fituna mína sem vonandi kveður innan skamms og tók niður allar tölur. Svo núna er ekkert nema metnaður og dugnaður og ég ætla svo sannarlega að gera mitt besta! Ég mun hitta hana 3x í viku og svo á ég að brenna 2x í viðbót, svo 5 daga í viku skunda ég í ræktina. Það gæti jafnvel orðið svo gott að ég fái mér smá labbitúr með litla dýrinu og manninum þegar ég á frí í ræktinni en ég læt það samt bara ráðast. Svo er harkan sex þegar kemur að matarræðinu, það verður borðað á 2-3 tíma fresti, ekkert nammi (fæ samt nammidag sko!) og nóg að vatni. Ég á að senda einkaþjálfaranum matardagbók á hverju kvöldi sem mér finnst alveg frábærtJ Ég mun gera mitt allra besta en ég ætla að reyna að passa mig á að rífa mig ekki niður ef dagurinn fer ekki eins og ég vildi. Reyna að hugsa að ef ég fæ mér eitt nammi t.d. þá er dagurinn ekki ónýtur og því háma ég ekki í mig það sem eftir er dagsins! Þetta er ekki átak fyrir mér þótt ég hafi markmið að brúðkaupinu, þetta er nefnilega lífstíðarbreyting, ég vil halda áfram að hreyfa mig og borða hollt eftir brúðkaupið.
En mælingar sýndu:

Kíló: 63
Þar af fita: 19,68 kg
Fituprósenta: 31,25%

Næstum 20 kíló af fitu! Það verður nóg að gera hjá mér;) 
Ég er að hugsa að setja mér fyrsta markmiðsdag 16. Janúar þegar ég fer út til Danmerkur. Hvert markmiðið verður er ég ekki alveg búin að ákveða en ég ætla að tala við einkaþjálfarann um hvað sé raunhæft. Spennandi stuff!
Annað í fréttum er að ég komst í hettupeysu sem hefur ekki passað á mig í um 3 ár og ég var ekkert svakalega fúl með þaðJ Hún var þröng, játa það en ég náði nú samt að troða mér í hana;)

Wish me luck!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli