mánudagur, 7. október 2013

Ó hreyfing

Þessi vika sem var að líða er búin að vera alveg yndisleg! 

Ég fór út að borða með gömlum æskuvinkonum og það var talað og hlegið þangað til að við fórum heim, Nadía kom í helgarheimsókn sem gladdi bæði mitt hjarta en þá sérstaklega Natalíu sem dýrkar frænku sína og ég pantaði flug til Danmerkur! Fæ loksins að fara í heimsókn til Maríu vinkonu ( í janúar) sem ég hef ætlað mér að gera í mörg ár og það er ekkert verra að ná janúarútsölunum:D


Ég var líka einstaklega dugleg þessa viku og hreyfði mig alveg heilan helling! Fór út að hjóla, labba, fór í body combat, vibe cycle (ái rassinn!) og body pump... Talandi um body pump...
Ég ákvað að það væri mjög sniðugt að hafa það fyrsta tímann (hef ekki hreyft mig í meira en 2 ár!) en ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það var rangt. Eftir 40 mínútur var ég farin að titra, ég fékk aðsvif og svo varð mér óglatt, reyndar það óglatt að ég þurfti að hlaupa úr tímanum og skila því sem ég hafði borðað yfir daginn... Ég skreið þó aftur inn í tímann til að klára og fékk meðaumkunar augnarráð frá konunni við hliðina á mér. Líkaminn daginn eftir þessa æfingu var vægast sagt aumur, ég átti erfitt með að borða og klæða mig í föt! En það var alveg þess virði;)


Ég stóð mig líka ágætilega í mataræðinu þótt að það hafi lítið verið um grænmeti og ávexti. Ég fór líka undir 63 kíló í vikunni sem eru undur og stórmerki því það eru um 4 ár sirka síðan ég sá þá tölu á vigtinni! Svo frá því að Andrés bað mín þá hef ég misst tæplega 3,5 kíló:) En ég ætla nú ekki að fara of mikið eftir vigtinni í öllu þessu progressi, sérstaklega ekki eftir að ég fer að lyfta. 


Helgarnar eru samt alltaf erfiðastar fyrir mig. Nammidagurinn á það til að lengjast og mér finnst alltaf eins og það megi leyfa sér út af því að það er helgi.. Svo var víst nammidagur í dag líka (borðaði kex) en ég kem aftur sterk inn, það er semsé ekki nammidagur þangað til næsta laugardag;) Fer líka í ræktina á morgun.


Ég er komin með annað stefnumót við einkaþjálfara, dagurinn er 14 október. Svo þetta fer allt að skella á og ég er farin að hlakka til! Finnst það svo mikill byrjunarreitur því þá verður mælt mig og ég hef eitthvað til að miða við. Wish me luck!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli