miðvikudagur, 2. apríl 2014

Vöðvauppbygging!

Komin í rútínu aftur eftir Reykjavíkurferð, guðs sé lof! Það var ótrúlega gaman þótt við hjúin hefðum verið hálf lasin allan tímann en þrátt fyrir það vorum við á fullu allan tímann og náðum að gera svo til allt sem við ætluðum okkur að gera. Fór í brúðakjólamátun, fann engan kjól en þetta var samt skemmtileg upplifun, mjög sérstakt að sjá sig í svona alvöru kjól!:)

Að sjálfsögðu var komið við í íþróttabúð ( úff ég er orðin þannig, langar meira í íþróttabúðirnar en fatabúðirnar!) og það gekk glöð stúlka út með nýjan ræktarbol og Under armour buxur sem henni hefur langað í lengi!:D Svo var líka brunað í Perform.is og keypt fæðubótaefni, mæli með þessari búð, mjög góð þjónusta og þau vita sínu viti.

Afrakstur helgarinnar:

Ný ræktarföt víííí!:)


Kallinn ætlar sér að massast upp;)


Ég er búin að breyta ræktarrútínunni minni enda búin að hjakkast í því sama í um 5 mánuði og því löngu orðið tímabært að prufa eitthvað nýtt! Til að reyna að ná mínum markmiðum þá þarf ég að fiffa aðeins upp á prógrammið en markmiðin mín akkúrat núna eru að einbeita mér að vöðvauppbyggingu! Það er víst mjög erfitt að ætla bæði að byggja upp vöðva og taka af sér blessuðu fituna svo ég ákvað að ég ætla að einbeita mér að vöðvauppbyggingunni núna.

Ég fer úr því að lyfta 3x í viku í að lyfta 5x í viku ( Nýju æfingarnar taka um 45 mínútur þar sem ég er að taka frekar þungt en ég passa mig á að geta hvílt hvernig vöðvahóp þrátt fyrir að lyfta oftar því vöðvar auðvitað stækka í hvíld) en hins vegar eru brennsluæfingarnar í lágmarki þrátt fyrir að ég brenni alveg smá og fer í bandý.
 Ég er líka farin að borða örlítið meira en ég gerði. Ég er sémsé í rauninni í mini mini bulking tímabili núna en svo mun ég bæta við brennsluæfingum og breyta matarræðinu örlítið ásamt því að fækka kalóríunum. Ég er ekki í neinum öfgum, ég borða það sem ég vil borða þótt ég passi mig, ef mig langar rosalega í kex þá fæ ég mér alveg kex eða ég bý til hollustu kex sem er nú skömminni skárra;)

Markmiðin mín núna  eru semsé að byggja upp vöðva og taka svo fituna til að sýna the good stöff og nú eru 5 mánuðir til stefnu í brúðkaup!:) Ég ætla mér að ná mínum markmiðum en samt á heilbrigðan og góðan hátt, mig langar ekki að fara með þetta í öfgar og aðalatriðið er að mér líði vel líkamlega og andlega! Ég er líka að vinna í því að hætta að hafa samviskubit ef ég fæ mér eitthvað óhollt því það gerir bara illt vera. Svo ef ég fæ mér pizzu þá treð ég samviskubitinu í ruslið og ákveð að standa mig betur á morgun, þetta hjálpar mér líka við að missa mig ekki! Ætla svo að reyna að koma með update vikulega hvernig mér gengur síðan.

Alla vega, fyrst ég er að reyna að stækka vöðvana þá er ég búin að auka próteininntökuna, smá prótein í hvert mál og reyni ég að fá það mest úr fæðu en ég tek samt fljótlosandi prótein eftir æfingar ásamt fljótlosandi kolvetnum:) Annars fæ ég próteinið úr eggjahvítum, kjúkling, fisk og öðru og jú svo keypti ég Syntha-6 í Reykjavíkurferðinni góðu sem er ætlaður sem máltíðarsjeik en það er auðvitað ekki hreint prótein. Ætla mér ekki að drekka þetta á hverjum degi, helst þegar ég er að flýta mér eða ef ekkert annað er til sem hefur því miður gerst!

Keypti cake batter, svoooo gott á bragðið!


 Í tilefni að aukinni próteininntöku þá ætla ég að henda inn smá fróðleik í boði Röggu Nagla!

Prótein í hverja máltíð
Í fyrsta lagi er mikilvægt að borða margar smáar máltíðir til að veita líkamanum stöðugt streymi af næringarefnum. Þegar kemur að prótíni er þetta stöðuga streymi sérstaklega mikilvægt.

Prótín geymist ekki í líkamanum líkt og kolvetni. 

Kolvetni geymast í lifur sem glycogen og líkaminn getur notað það seinna, jafnvel einhverjum dögum seinna. Það er hins vegar mjög lítið magn af aminosýrum í blóðrás til þess að viðhalda vöðvabyggjandi (anabólísku) ástandi í líkamanum.
Þess vegna er mikilvægt að borða fullkomin prótín með hverri máltíð. Með fullkomnum prótínum er átt við þau prótín sem innihalda allar amínósýrukeðju, það eru aðallega afurðir úr dýraríkinu sem falla undir þann flokk. Prótín úr jurtaríkinu eru ófullkomin prótín.

Þegar við neytum prótíns í hverri máltíð verður aukning í magni af aminosýrum í blóðinu sem veldur aukningu í prótínmyndun og dregur úr niðurbroti aminosýra (katabólískt ástand).
Stöðugt magn aminosýra í líkamanum kemur í veg fyrir að hann stelist í eigin birgðir í vöðvunum til að fá næringarefnin sem hann þarfnast.

Þess vegna er mikilvægt að borða 5-6 smáar máltíðir (á 2-3 tíma fresti) sem allar innihalda prótín.
Smáar reglulegar máltíðir halda stöðugu insulin magni í líkamanum, sem er nauðsynlegt fyrir eðlilega meltingu á fitu og eðlilega vöðvastækkun



Jæja, segji þessari langri færslu lokið!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli