þriðjudagur, 25. mars 2014

Kókoshveitipönnukökur!

Mig langaði svo í pönnukökur með súkkulaðisósu í morgunmat og að sjálfsögðu leyfði ég mér það;)
Langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þessum indælismorgunverði, mallinn minn varð nefnilega svolítið glaður!


Kókoshveitispönnukökur

* 2 eggjahvítur
* 1/4 bolli kókoshveiti
* 1/2 bolli möndlumjólk
* 1 teskeið vanilludropar
* 1/2 teskeið lyftiduft
* 1/8 teskeið kanill
* Stevia (1-2 pakka) 


Það eru bara 145 kaloríur í uppskriftinni svo það er hægt að vera svolítið frjálslegur með hvað maður velur að setja á pönnukökurnar. Ég setti súkkulaðisósu ( walden farms og blandaði smá kakódufti í hana því mér finnst hún svo ofursæt) svo setti ég nokkra bananabita! Annars er hægt að setja hlynsíróp og auðvitað til dæmis bláber, jarðaber eða annað sem ykkur finnst gottJ

Annars er ég þvílíkt kát því ég náði markmiðinu sem ég setti mér, 20 kílóa framstig í dauðagöngunni ( 3x fram og til baka í Átaki)! Þá verður maður að setja sér fleiri markmið;)

Svo ætla ég að enda á progress myndum til að sýna hvernig mér gengur í þessari lífstílsbreytingu minni  ( er alltaf með smá hjartslátt þegar ég hendi inn svona myndum af mér en þegar ég byrjaði ákvað ég að þetta blogg yrði helgað þessari breytingu og því langar mig að setja inn þróunina hér ásamt tölum og öðru sem fylgir) Þeir sem eru viðkvæmir fyrir svona myndum verða bara að sleppa að skoða þær:)
Maginn loksins hættur að vera uppblásinn og farin að sjá smá definition í höndunum, ég segji ekkert nei við vöðvum:)


Fyrir rúmum 5 mánuðum


Ehh svolítið vandræðalega mallamynd, óskýr...


Smá definition komið í hendurnar:)
Endilega skiljið eftir komment þið sem lesið, það er svo gaman að sjá hver er að lesa auk þess sem það gefur mér drifkraft svo þið eruð að hjálpa mér!;) Væri nú líka gaman að heyra frá þeim sem prufa eitthvað af þessum uppskriftum. Sumir geta reyndað ekki kommentað hérna einvherja hluta vegna en hey, ég er með facebook;) 

Hafið það gott!:)


7 ummæli:

  1. Rosalega flott hjá þér frænka!

    kv. Dyggur aðdáandi í Hollandi ;)

    SvaraEyða
  2. Snillingur! Þú ert hrein hvatning! ... ég fer alveg í að taka svona ræktarselfie!

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir skilaboðin!:) Alfa, býst við ræktarselfie fljótlega!

    SvaraEyða
  4. ég er algjör laumugestur :p en ætla að skella í þessar pönnsur, Hinrik elskar smákökurnar :D

    SvaraEyða
  5. Haha laumugesturinn minn:* Gaman að heyra!:)

    SvaraEyða