mánudagur, 7. apríl 2014

Möndlumjölsbrauð!

Ég tók brauð að mestu leyti út úr fæðinni þegar ég fór í þessa lífstílsbreytingu og fann fljótlega að mér leið betur að sleppa því, ég varð heldur ekki jafn uppblásin. En stundum langar manni bara í brauð svo mig langaði að henda inn uppskrift af fínasta brauði sem Hulda systir benti mér á, held að þetta sé úr bókinni 30 dagar en er ekki alveg viss;) 


Möndlumjölsbrauð

3 egg
2 bollar möndlumjöl
1 tsk sjávarsalt
1 tsk vínsteinsduft

Forhita ofninn 150°.
Smyrja form með kókosolíu
Baka í 30-40 mín.
Hægt að bæta við hollum fræjum ef vill.



Þetta er uppskriftin, einfaldara verður það ekki!:)

Ég fæ mér þetta brauð alls ekki oft en ef ég er alveg að deyja úr þörf fyrir brauð þá hendi ég í þessa uppskrift. Er þá ekki best að koma með smá upplýsingar um stöffið í þessari uppskrift, held það nú!

Þetta brauð er lágkolvetna og glútenlaust sem er náttúrlega mjög vinsælt í dag! 

 Glútein er semsé prótein(eggjahvítuefni) sem má finna í ýmsu, til dæmis hveiti, byggi og rúg og margir halda því fram að þetta geti haft slæm áhrif og auðvitað eru margir með glúteinóþol en það eru samt lítil vísindaleg rök fyrir því að það sé skaðlegt ( fyrir þá sem þjást ekki af glúteinóþoli þar að segja!).
Það er einhver hætta á að þú fáir ekki nægilegt magn af vítamínum og steinefnum ef þú ert á glúteinlausu fæði  en þá er góð hugmynd að taka fjölvítamín sem inniheldur ekki glútein. 

Möndlumjöl/hveiti er gert úr möluðu möndlum og þetta hveiti er mjög næringaríkt! Það er trefjaríkt og svo stútfullt af góðum vítamínum og steinefnum, hátt í kalsíum og járni og góðri fitu en eins og möndlur þá er það mjög hitaeiningaríkt. Möndlur innihalda mikið af einómettuðum fitusýrum sem er fitan sem er góð fyrir líkamann og mjög góð fyrir hjartað!
 Það er bara þannig, möndlur eru súperfæða og þvílíkt sniðugt að fá sér til dæmis lúku af möndlum sem snakk. Ég hef minnst á það áður en ég elska Tamari möndlurnar, þær eru svo góðar og mér finnst ótrúlega þægilegt að taka þær með mér til dæmis þegar ég er að að ferðast og svona. (Þótt ég eigi nú ennþá eftir að ná tökum á mataræði þegar ég ferðast og þegar ég er annarstaðar!)

Líka auðvelt að gera Tamari möndlur sjálfur ef maður nennir:)



Segji það aftur, þetta er hitaeiningaríkt brauð, í uppskriftinni eru yfir 1300 kalóríur ( 180 kcal í 1/4 bolla af möndlumjöli) svo maður þarf kannski ekki að klára brauðið sem er kannski ólíklegt haha:)

Bless í bili!:)



2 ummæli:

  1. mmmm hljómar mjöög vel :)
    verð alltaf svo glöð að sjá nýja færslu :D

    SvaraEyða
  2. Æji takk fröken yndisleg! Ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé komment frá þér!:)

    SvaraEyða