þriðjudagur, 22. apríl 2014

Smá updeit!

Jól, páskar, afmæli, skírnir, fermingar, hátíðir og aðrir tilefnisdagar gera þessa lífstílsbreytingu erfiðari en ég myndi vilja að hún væri og ég kemst alltaf betur að því hvað ég á margt eftir ólært!
 Stundum finnst mér sko ekkert mál að borða hollt og hreyfa mig og reyndar er þetta farið að detta í nokkurn góðan vana bara, ekki lengur óeðliegt að reyna að borða grænmeti og annað;)
En svo horfir málið öðruvísi við þegar það koma til dæmis elsku páskar! Þá er allt í einu allt leyfilegt ´því það eru nú páskar‘! Það var setningin mín við öllu enda var þetta löööng sukkhelgi og ég fékk ennþá meira að vita að mataræðið er minn helsti veikleiki.

Ég á sunnudaginn! 

Lífstíllinn tekur víst ekki pásu þótt það komi páskar og ég ætla mér að læra það þótt það taki tíma en hey, allt er hægt ef viljiinn er fyrir hendi og það er nú ýmslegt sem ég hef breytt á síðustu 6 mánuðum svo ég hef fulla trú á að hægt sé að læra fleira nýtt! Er by the way ekki að tala um að það sé bara ekkert nammi og ekkert óhollt þegar það koma jól og páskar, ekki séns fyrir nautnasegginn mig, en það má vera millivegur;)

Annars var ég að fá út úr mælingu sem ég fór í 17 apríl, 3 mánuðir síðan ég fór síðast. Svo virðist sem mér sé að takast ætlunarverkið mitt en það var að auka kalóríurnar, minnka brennslu til að ná að mini ‘bölka‘ eins og ég skrifaði í einhverri færslu.
Ég semsé stend í stað í cm og fituprósentu en er hins vegar að bæta í vigtina en ég er búin að þyngjast um næstum 1 og hálft kíló! Fyrsta skipti sem ég er bara nokkuð sátt við að vigtin sé að fara upp hehe;) En þetta hlýtur að þýða að ég er að ná upp einhverjum vöðvamassa án þess að vera að hrúga á mig fitu og það er það sem ég vildi svo bara vúhú fyrir því!:) Ég hugsa að ég muni samt bæta í brennsluna og fiffa aðeins upp á prógrammið mitt þegar nær dregur brúðkaupi.

Forvitnilegt að í 4 punkta fitumælingu er ég 23,9% en í 7 punkta þá er ég komin undir 20% eða 19,62%! Sem þýðir að í fyrstu mælingu hef ég örugglega verið í kringum 27% hefði ég farið í 7 punkta strax þar að segja! Alla vega eitthvað um það.
 En seinni  mælingin var mér miklu hliðhollari svo ég hugsa að ég muni fara í þannig mælingu framvegis hoho!;) Annars heyrði ég nú að 7 punkta mæling væri í raun marktækari því þar er auðvitað tekið á fleiri stöðum og líka á neðri hlutanum.

Nýjasta myndin af mér að flexa ( auðvitað tekin inn á klósti svo aðrir sæju ekki á vandræðulegu mig flexa litla pínuponsukrúttlega tvíhöfðann sem er að sýna sig í fyrsta skipti;) )


Önnur tekin 17 nóv, hin í apríl.


En allt er í rétta átt!:) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli