þriðjudagur, 29. apríl 2014

Hollstu bounty bitar, ójá!

Hverjum finnst bounty gott, rétt upp hönd!?
Mér finnst það ekki en hollustu bountyið sem ég gerði um daginn var alveg hilviti gott, alla vega drap sykurpúkann í mér sem er alltaf success! 
Ég kom með bounty bitana í stelpuhitting um daginn og Eyrún vinkona smakkaði þá og lagði sína blessun á þá svo þið getið bara spurt hana ef þið trúið mér ekki ( hún er gagnrýnin þegar kemur að hollustunammi enda á maður að vera það!);)


Bounty bitar

180 gr kókosmjöl
2 msk. agavesíróp/hunang
50 gr. möndlumjöl
örlítið sjávarsalt
1 msk mjólk ( meira af henni ef helst ekki nógu vel saman)
200 gr. 70% súkkulaði 

Blandið öllu nema súkkulaði saman í matvinnsluvél í smá stund. Búið svo til hæfilega stóra bita með höndunum og setjið í frysti eða getið notað klakabox, ég geri það. Á meðan bræðið þið súkkulaði, náið svo í bitana úr kæli, veltið upp úr súkkulaðinu og setjið aftur í kæli. 
Æðislegt að eiga þetta einmitt í kælinum þegar löngunin gerir vart við sig!:)

Svo einfalt!





Það er búið að sanna það að súkkulaði er hollt! Vúhú og amen fyrir því.

 Hins vegar erum við ekki að tala um milkiway súkkulaðið eins og þið flest vitið sennilega;) þar sem sykurinn er það fyrsta í innihaldslýsingunni (aha veit, svekk) heldur erum við að tala um 70%+ súkkulaði.
( Hey það er kannski ekki jafn gott en það er ennþá súkkulaði og það má borða það á hverjum degi svo við skulum nú ekki fara að gráta)

Eruð þið tilbúin fyrir kostina?

1. Dökkt súkkulaði er gott fyrir hjartað og hjálpar við að lækka blóðþrýsting.

2. Dökkt súkkulaði er gott fyrir heilann! Það eykur blóðflæði til heilans og kveikir á sömu efnum og þú finnur þegar þú ert ástfanginn!

3. Dökkt súkkulaði er fullt af andoxunarefnum. Andoxunarefni er samheiti yfir náttúruleg efni sem vernda líkamann gegn sindurefnum eða þess sem kallast á ensku "free radicals".

Og fyrir þá sem vilja vita hvað sindurefni eru! 
Þessi sindurefni eru atóm eða flokkur atóma sem hafa eina eða fleiri óparaðar rafeindir. Sindurefnin geta skaðað lifandi frumur, veikt ónæmiskerfið og leitt til myndunar sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbameins. Einnig hefur verið talað um að sindurefnin séu þau efni sem leggi grunninn að öldrun líkamans. 

4. Dökkt súkkulaði er fullt af vítamínum og steinefnum þar á meðal magnesíum og járn

Ég veit að það var svekkjandi að lesa dökkt fyrir framan enda er ég að vona að einhverntímann í framtíðinni eiga eftir að koma fram vísindaleg rannsókn sem sýnir fram á að Lion bar sé það hollasta sem fyrirfinnst, maður má vona!:) 

En á meðan þá prísar maður sig sælan yfir því að geta fengið sér eitthvað sem heitir súkkulaði, hafragraut með dökku súkkulaði ofan á í morgunmat, bounty bita með súkkulaði o.s.fr.!

Eins og vanarlega þá er ágætt að minnast á að það er enginn að tala um að maður eigi að háma í sig súkkulaði enda er þetta hitaeiningaríkt, bara svona svo þið gleymið því ekki;)

Hendi örugglega í næstu færslu hvernig týpískur æfingadagur lítur út hjá mér, hvað ég er að borða eftir æfingu og fleira svakalega spennandi!

Að lokum, motivational poster svona á þriðjudegi:)





Engin ummæli:

Skrifa ummæli