þriðjudagur, 15. apríl 2014

Hollustu brownies og undramjólkin;)

Ef þið fáið þörf í súkkulaði-valhnetu brownie, prufiði þá þessa! Ég skellti í eina svona og ég var mjög hrifin af henni!:)
 Er í bókinni heilsuréttir fjölskyldunnar


Súkkulaði-Valhnetur brownies

6 dl möndlumjöl
1/2 dl kakó
1/2 tsk salt
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 dl kókosolía (fljótandi)
2 egg
2 dl fljótandi sætuefni ( til dæmis agavesýróp eða hunang, hunang er talið betri kostur)
1 msk vanilludropar
100 gr valhnetukjarnar, gróft saxaðir (ég fíla ekki að hafa svona mikið af hnetum, nota mun minna og saxa þá aðeins meira en segjir til um í uppskriftinni)
70 gr hreint 70% súkkulaði, smátt saxað.

Leiðbeiningar

Forhitað ofninn í 180°
Blanda saman þurrefnum, blanda saman blautefnum og blanda svo saman. Setja valhnetur og súkkulaði ofan í og hræra.


Smyrja 20x30 sm eldfast mót með kókosolíu og hella deiginu í.
Baka í um 20-30 mín.
Kæla áður en skorið er í. 

Ó fáðu þér gott pláss í mallanum mínum!



Ákvað svo að halda í hefðina og setja inn 'smá' upplýsingar um möndlumjólkina góðu sem ég nota í allt! Haha já smá upplýsingar, frekar ritgerð! En hey, eftir þessa lesningu eigið þið eftir að vita allt um þessa mjólk;) 

Möndlumjólk inniheldur möndlur og vatn. Þetta er hollur valkostur í staðinn fyrir kúamjólk vegna þess að hún býður upp á kalkið og inniheldur meira af vítamínum og steinefnum en soya og rísmjólk.

Soya mjólk inniheldur mikið prótein en inniheldur ekki jafn mikið af vítamínum og steinefnum sem finnast í möndlumjókinni svo það er bætt við ýmsu, einnig rísmjólkin, hún inniheldur varla nein vítamín eða steinefni svo það er yfirleitt bætt við. 

Út af því að möndlur eru náttúrulega með mjög mikið næringagildi, þá þarf ekki að bæta neinu í möndlumjólk. Það er hægt að gera möndlumjólk heima og það mun hafa nákvæmilega sama næringagildi og þú færð út í búð. Hendi hérna inn hvernig skal gera möndlumjólk en ég ætla að prufa það sjálf um helginaJ

Næringargildi möndlumjólkar
Möndlumjólk er með mesta næringagildi allra mjólkurstaðgengla sem til eru þarna úti. Hún inniheldur enga mettaða fitu eða kólesteról en hins vega hefur omega-3 fitusýrur svo hún er mjög góð fyrir hjartað. Möndlumjólkin inniheldur einnig mjög fáar kalóríur, um 250 ml er aðeins um 40 kalóríur!!! Við kvörtum ekki yfir því, á þess vegna skilið bold! En já ég nota hana alltaf í hreina próteinið mitt og já allt!

 Hún er lág í kolvetnum með aðeins 2 grömm í 250 ml. Fituinnihaldið er eins og í rísmjólkinni eða með um 3 gr af fitu (hollri!) í 250 ml.
Því að þessi mjólk er svona lág í fitu og kalóríum, og með mikið af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum svo hún er frábær fyrir fólk sem er að reyna að létta sig.

Sameiginlegt með kúamjólkinni og möndlumjólkinni
Möndlumjólk og undanrenna eru báðar hvítar með vatnsáferð. Þær innihalda báðar prótein en undanrennan  inniheldur samt  meira. Þær eru mjög líkar í fitugrömmum og það er hægt að nota báðar þegar maður bakar, það finnst mjög lítill munur.

Munur á kúamjólkinni og möndlumjólkinni
Undanrennan kemur að sjálfsögðu frá kúnni og möndlumjólkin er gerð úr möndlum og vatni. Auk þess sem það er oft bragðbætt hana með vanilludropum eða agavesýrópi.
Annað en kúamjólkin þá inniheldur möndlumjólkin engan laktósa eins og ég skrifaði hérna uppi og þess vegna er auðveldara fyrir þá með laktósa óþol að melta. Möndlumjólk bragðast betur köld en þarf ekki að geyma í ísskáp!

 Undanrenna/kúamjólk inniheldur fleiri kalóríur en möndlumjólk sem einnig hefur þá kosti að innihalda ekkert kólesteról, enga mettaða fitu eða sodium á meðan undanrenna er með alla vega 5 mg af kólesteróli og 130 mg af sodium.



Að lokum koma hérna 6 uppástungur hvernig má nota möndlumjólkina, margar hverjar mjög augljósar en here it goes!

1.       Þú getur drukkið hana! Ehh what, er það hægt!?

Já, möndlumjólk er hægt að drekka á sama hátt og hefðbundin mjólk. Yfirleitt finnst hún með þrem bragðtegundum: venjuleg, með vanillubragði og súkkulaðibragði. Það er mælt með að hún sé hrist fyrir drykkju þar sem hún gæti skilð sig pínu að. Möndlumjólkin er einnig bætt við í kaffi eða te t.d. alveg eins og hefðbundna mjólkin.



2.       Þú getur notað hana á morgunkornið! 

Möndlumjólkin gerir örlítið sætt bragð og áferðin verður pínu kremuð.



3.       Þú getur notað hana í smoothies!

4.       Þú getur notað hana í staðinn fyrir hefðbundna mjólk í hvaða uppskrift sem er og það er varla munur!

Hlutföllin eru þau sömu þegar þú notar möndlumjólkina í staðinn fyrir hefðbundnu.



5.       Þú getur notað hana með próteindufti!

Það er mjög sniðugt þar sem möndlumjólk er lág í próteini. Möndlumjólk blandast líka mjög vel með próteini.



6.       Þú getur notað hana fyrir næringagildi hennar! Okey ekki beint uppástunga um notkun;)

En allt í lagi að impra á því að möndlumjólkin inniheldur: enga mettaða fitu, ekkert kólesteról, er hátt í kalsíum og er með svo mikið af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum.

Kaupi almond dream í Hagkaup




Hvernig áttu að gera möndlumjólk heima!

Hráefni:
1 bolli af hráum möndlum
2 bollar vatn, plús meira vatn til að láta þær liggja í.
Sætuefni að vild t.d. Hunang, stevia, agavesyrup, vanilludropa. (Ónauðsynlegt)



Leiðbeiningar:
Leggðu möndlurnar í bleyti yfir nótt eða 2 nætur, eftir því sem þær eru lengur í bleyti, því þykkri verður mjólkin.  Þrífðu þær undir köldu vatni, möndlurnar ættu að vera smá svona squishy ef þú kreistir þær:)
Settu möndlurnar og vatn í blandara og blandaðu á hæðsta hraða í um 2 mínútur. Möndlurnar ættu að vera búnar að leysast upp og vatnið ætti að vera orðið hvítt..) Helltu í gegnum sigti eða þú getur notað nælonsokk. Pressaðu þangað til að vökvinn er kominn í gegn. Sætaðu ef þú vilt.

Möndlumjölið sem verður eftir geturu notað. T.d.  bætt því í hafragrautinn, smoothie eða muffins. Frábært í allskyns bakstur! 





Eru ekki pottþétt allir að fara að prufa þessa undra“mjólk“?;)

2 ummæli:

  1. Hún fæst líka í bónus! :)
    Mig minnir að hún kosti um 230 kr.
    Flott blogg annars, ég á klárlega eftir að prófa þessar brownies!

    kv. Agnes Ýr

    SvaraEyða
  2. Frábært, eflaust líka mun ódýrari í Bónus! Man ekki hvað hún kostar í Hagkaup. En já prufaðu þær endilega, þær virkuðu alla vega á sætupúkann minn!;) Takk fyrir kommentið!

    SvaraEyða