þriðjudagur, 6. maí 2014

Fótadagur

Vegna fjölda áskoranna ( Alfa sys ) þá ákvað ég að setja inn æfingadaga og í dag fær fótadagurinn að njóta sín. Fyrst þegar ég byrjaði fyrir hálfu ári þá hataði ég fótadaga af lífi og sál og vildi frekar þrífa klósettið heldur en taka fætur, í dag hristi ég hausinn yfir fortíðar Amöndu því ég hlakka alltaf til að taka ærlega á fótum!:D Reyndar kvíður mér yfirleitt fyrir strengjunum sem fylgja þessum degi en klósett ferðir og annað verða ansi erfiðar 1-2 dögum eftir fótadag!

Ég leyfi þessu að vera pínu frjálst, ég er búin að vera að breyta svolítið til, tek sömu æfingar í 2-4 vikur og svo svissa ég upp í sumum en held þessum mikilvægu, eins og hnébeygjum, framstigum og svoleiðis.

Dæmi um fótadag, ekki í réttri röð samt.


  • Dauðaganga ( framstig með lóðum 3x fram og til baka í Átaki)
  • Hnébeygja með stöng 3x15 (Hef líka verið að taka 2x15 og svo 2xþangða til að ég get ekki meira (tofeilure)
  • Uppstig á kassa með lóð 3x12
  • 2 kálfaæfingar þá mismunandi hversu mörg reps efitr þvi hvar ég geri þær (sitjandi, í stiganum)
  • Fótapressa 3x10
  • Súmóhnébeygja með lóð 3x10 
  • Fótaréttur 3x10
  • Fótakreppur 3x10
  • Réttstöðulyfta 3x10
Ég passa mig á að lyfta þungt, þannig að síðasta lyftan sé mjööög erfið og að ég verði að gretta mig og stynja smá, en samt þannig að ég nái síðustu lyftunni með fallegu og góðu formi. Ég er líka ekki með rosalega mikla hvíld á milli, eflaust bara um 30-60 sekúndur en ég bíð bara þannig að hjartslátturinn róist og að ég geti tekið næsta sett með eins miklu krafti og hægt er. Ég þarf samt að læra að bíða lengur, stundum er ég alltof stressuð og vill byrja strax aftur en ég er að læra þetta hægt og rólega;)

Uppáhaldsdagarnir mínir eru samt alltaf hendur og axlir, ég eeeelska þá daga svo mikið en fótadagar eru næstir í röðinni:) Markmiðið er líka að fá svona bossa!


Hnébeygja, hnébeygja, hnébeygja!

Ætla að segja þetta gott í bili, þarf að hendast í ræktina til að safna í svona rass!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli