þriðjudagur, 18. mars 2014

Súkkulaðibitakökur

Ég er forfallinn sætufíkill... Ég hef verið það frá því að ég var lítið beibí með hunang á snuddunni og mjólkukexið í hendinni. Svo núna er ég alltaf að grúska í hollustu uppskriftum svo ég geti ennþá fengið sæta bragðið bara í hollara búning! Ég rakst á uppskrift að hollum súkkulaðibitakökum og mér finnst þær alveg æðislega góðar svo kellan varð heldur hamingjusöm;)

Það verður að taka fram að þær eru mjög háar í kalóríum og ekki kannski sniðugt að missa sig ef maður er að reyna að létta sig en eins og með kókoskúlurnar þá er þetta miklu betra fyrir líkamann, ekki eintómar óhollar hitaeiningar! Ég geri stórar og fæ mér bara eina að kvöldi ef ég er að deyja úr sætuþörf:)



Súkkulaðibita kökur í hollum búning!



1 bolli möndlumjöl
1 msk kókoshveiti
1 egg
4 1/2 msk. kókosolía
3 msk.hunang
1 tsk. vanilludropar
1/8 tsk. salt
1/4 tsk. matarsodi
1/4 bolli súkkulaðidropar ( því dekkra augljóslega hollara, setti 70%)




Ofninn á 180° í um 10 mínútur, lengur eftir því sem þú gerir þær stærri.

Bon apetit!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli