mánudagur, 10. mars 2014

Brúðkaupsbabl

Ég fékk nett stresskast í gær þegar ég fattaði að það eru bara um 5 mánuðir í brúðkaup! Mér finnst ennþá óraunverulegt að ég sé að fara að gifta mig, stundum finnst mér ég bara algjört beibí og að ég sé að verða gift kona er ansi ótrúlegt! Að ég hafi líka fengið svona frábæran partner for life í fyrstu tilraun er bara ekkert til að kvarta yfir:)
Við erum nokkurn veginn búin að skrifa niður listann yfir það hvað þarf að gera fyrir brúðkaup og það er ekki lítið sem þarf að hugsa um, enda varð ég stressuð eins og ég sagði!

Við erum nú þegar búin að panta kirkju, prest, sal og búin að redda förðunarfræðing, hárgreiðslukonu, ljósmyndara og áfenginu svo það er nú eitthvað komið en það er ansi mikið eftir. Ég er eiginlega mest stressuð fyrir kjólnum akkúrat núna, það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig að kaupa kjóla og mér finnst þeir yfirleitt bara ekki fara mér, hvað þá svona síðkjólar! Ég þarf semsé að koma mér suður til að prufa kjóla og ef ég finn enga þar þá þarf að panta að utan og það tekur tíma. Svo þarf mjög líklega að laga hann eitthvað til og það tekur líka tíma svo núna þarf eitthvað að fara að gerast í þessum málum! (Aftur í smá stresskast);)

Næstu mál á dagskrá er að ákveða útlit á boðskorti og við förum væntanlega suður í byrjun apríl til að ég komist í brúðakjólamátun:) Ég hef smá hugmynd um hvernig kjól ég vil en svo getur það auðvitað breyst þegar ég máta og það er komin smá hugmynd á þema og annað!








Við þurfum líka að ákveða hvert við viljum fara í brúðkaupsferð (ó erfiða líf) og það er erfiðara en að segja það. Við ætlum að ferðast eitthvað innan Evrópu og Krít heillar  mig svolítið og það væri líka geggjað að geta farið í dagsferð til Santorini!  Ítalía er líka á listanum.

Megið búast við fleirum brúðkaupsbloggum þar sem styttist ófluga í stóra daginn, vííí!:)


2 ummæli:

  1. ohhh hvað þetta er allt spennandi :D hlakka svo til stóra deginum hjá þer :D
    En þarna sá þessa færslu um daginn: http://trendnet.is/asaregins/bestu-strendur-italiu/
    á þetta eftir að vanda valið eða ekki :D

    SvaraEyða
  2. Úú takk fyrir þetta sæta mín! Vá hvað þær líta vel út, ómæ!

    SvaraEyða