mánudagur, 17. mars 2014

Orka!

Ég hef nánast alltaf verið svo orkulaus og þreytt, til dæmis lagði ég mig mjög oft eftir skóla þegar ég var í grunnskóla og líklegasti sökudólgurinn var slæmt mataræði!
 Í október á síðasta ári fór ég að prufa að borða þetta græna og litríka sem ég vissi að kallaðist grænmeti, prufaði að smakka aðra ávexti en banana og ég komst að því að maður þarf ekki alltaf að djúpsteikja allan mat!;) Nýtt mataræði og ný hreyfing bjó til orku handa mér, ég varð betri andlega, fékk meira sjálfsöryggi og fann alvöru metnað í lífinu! 
En þrátt fyrir aukna orku þá er ég samt ósátt við að ég sé ekki að springa úr orku, sannleikurinn er sá að ég var stundum alveg við það að leggja mig á daginn og ræktardagarnir voru líka stundum erfiðir því að orkan var lítil á æfingum. 

En þá kemur bjargvætturinn! Sólveig vinkona kynnti mér fyrir Amino energy sem eflaust allir vissu um fyrir utan mig en mikið er ég glöð að hafa fundið þennan félaga! Ég var farin að svolgra kaffibolla í mig á þreyttustu stundunum sem ég var ekkkert rosalega hrifin af en Amino energy kemur algjörlega í staðinn fyrir það og er þvílík snilld fyrir æfingar enda nota ég það bara fyrir æfingarJ

Hérna er dýrgripurinn:



Þetta eru svo upplýsingar um vöruna af síðunni perform.is

Amino Energy var valinn besti orkudrykkurinn árið 2012 af neytendum í Bandaríkjunum !

Amino Energy er frábær orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að fá auka orku. Tvær skeiðar á morgnanna í staðinn fyrir kaffið til að hressa þig við eða fjórar skeiðar fyrir æfingu til að gera æfinguna ennþá betri !

Frábært til að drekka fyrir eða á brennsluæfingum sem teknar eru á tóman maga þar sem Amino Energy inniheldur BCAA aminósýrur og Glútamín.

Amino Energy formúlan frá Optimum Nutrition er einstök blanda af amínósýrum (þar á meðal BCAA, glútamín og, tyrosine) og náttúrulegum orkugjöfum eins og grænu tei og náttúrulegu koffíni. Inniheldur einnig arginine fyrir aukið blóðflæði og meira "pump" á æfingum.

Allt þetta og aðeins 10 hitaeiningar í hverjum skammti ! Svo að hvort sem þú ert að byggja upp, passa matarræðið eða skera niður þá hentar Amino Energy fullkomlega !

Eykur einbeitningu
Beta-alanine
50mg af koffíni frá Grænu tei
Vatnslosandi Grænt te
Aðeins 10 hitaeiningar
ENGINN sykur, ENGIN fita

Innihaldsefni: 

Taurin - Amínósýra sem hefur nokkra eiginleika og virkar líkt og kreatín þar sem hún dregur vatn og næringarefni inn í vöðvafrumur og hjálpar þeim að stækka.

Glútamín - er sú amínósýra sem er hvað mest af í vöðvamassa mannfólksins. Glútamín er talið styðja við prótein upptöku og framleiðslu vaxtarhórmóna. Glútamín flýtir fyrir endurbata, styrkir ofnæmiskerfið og kemur í veg fyrir niðurbrot vöðva. Einnig er talið að glútamín hjálpi við að afeitra heilann og  gefi honum orkuskot. Þess vegna hefur glútamín stundum verið nefnt „amínósýra námsmanna" eða „amínósýra hugsuða"

Green Tea  - vatnslosandi, örvandi og eykur fitubrennslu

L-Arginine, L-Leucine, Beta- Alanine, Citrulline, L-Isoleucine, L-Valine,  L-Tyrosine, L-Histidine, L-Lysine, L-Phenylalanine, L-Threonine, L-Methionine


Ég tek um 4 skeiðar fyrir æfingu og þetta er algjör snilld, virkar alla vega vel fyrir mig! Ég hef bara smakkað tvær bragðtegundir fjólubáa (grape) og rauða (fruit fusion) en það bætast eflaust fleiri við safnið.
 Ég fyrirleit fjólubláa af öllu mínu hjarta og var það góðhjörtuð að leyfa kærastnum að eiga það í friði en ég er mjög hrifin af því rauðaJ
Allt í lagi að minnast á að það er mælt með að taka smá hvíld(1 viku)  eftir 3 vikna notkun því líkaminn getur vanist þessu.


Nýtt í fréttum er að ég náði einu af markmiðunum mínum en það var að ná 5 mínútum í planka sem var eitt af langtíma markmiðum mínum, það er alltaf gaman að ná markmiðum sama hversu lítil  þau eru! Get ég fengið vúhú!!:)
 Þar sem ég planka bara í þessi skipti sem ég ætla mér að ná þessu markmiði ( semsé svona aðra hverja viku sirka) þá var þetta svo suddalega erfitt og tíminn líður bara EKKI þegar maður er að planka, líkaminn varð eins og hlaup og ég titraði eins og ég veit ekki hvað! Pant ekki planka í bráð!
Ég er svo ennþá í 14 kílóum í dauðagöngunni góðu ( fram og til baka í Átaki 3x) en markmiðið var 20 kíló, ætla mér að ná markmiðinu fyrir 14 maí.
Svo vonandi verður kát kella sem segjir ykkur frá því að hún hafi náð öðru markmiði bráðlega, gaman að klára það fyrir útskrift, annað markmið er auðvitað að lúkka ágætilega á útskriftardeginum sínum! 

Verðum að elska markmið!:)

Óó svo verð ég bara að bæta við nýju gleðigjöfunum mínum því þær tengjast ræktinni en það eru afmælisgjafirnar mínar góðu
Það var ekki hægt að loka gömlu töskunni minni, enda frá því að ég var í 7 bekk!;)


Ný æfingapeysa fyrir lyftingadagana!
 Ps. Rykið á speglinum biður að heilsa en er
farið í bili! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli