laugardagur, 1. mars 2014

Aldrei hætt!

Ég er ekki hætt!

Er bara búin að vera í svolítið mikilli fílu undanfarna viku og hef verið mjög týnd einhvernveginn í öllu sem ég hef verið að gera, ég týndi tilganginum með þessu og það varð allt svolítið yfirþyrmandi.
Eða okey. Ég er hætt sykurhúða allt, ég er einfaldlega búin að vera í svolítilli holu síðustu daga, meira en fíla eða pirringur og því hefur ræktin setið á hakanum ásamt því að mataræðið er EKKI búið að vera mér til sóma!

Ég finn að ég er óörugg í ræktinni, finnst allt erfiðara og er svo kraftlaus eitthvað. Það er svakalega erfitt að drattast í ræktina og síðustu tvær vikur hef ég bara  mætt 4x í ræktina ( sem er reyndar betra en aldrei!) en það sem þetta kenndi mér var að þetta er 100% hausinn!!!

Ég hef ákveðið að læra að þessu og halda áfram. Eins og ég hef nefnt í fyrri bloggum þá hefur þetta ekkert verið auðvelt en þá skiptir máli að koma sér af stað aftur og það ætla ég mér að gera aftur:)
Setja mér markmið og ná þeim og í því tilefni þá ákvað ég að setja niður næsta markmiðsdag sem er 23 maí en það er dagurinn fyrir útskriftina mína! Jább, mín ætlar að drattast til að klára þetta blessaða stúdentapróf loksins, hallelúja!

Ég á eftir að ákveða almennilega hver markmiðin eru, finnst svolítið erfitt að ákveða t.d. fituprósentu þar sem ég veit ekki hvar ég er stödd síðan ég var mæld síðast. Er ansi hrædd um að ég hafi eignast nokkrar í viðbót aftur svo kannski er spurning um að hafa markmiðstöluna 23,9%? Eða vera djörf og hafa hana lægri...

Kemur í ljós!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli