mánudagur, 17. febrúar 2014

Gömul föt, gamlar myndir!

Ég var að fara í gegnum fataskápinn minn enda alveg kominn tími til! Ég var t.d. búin að geyma gallapils frá því að ég var 16 ára og svaka töff útvíðar gallabuxur frá tímabilinu þar sem ég var úber töff, því miður fóru báðar þessar flíkur í gefa pokann;)
Þessi tiltekt gekk ansi hægt því ég fór að máta ýmislegt og í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessari breytingu þá fattaði ég fyrir alvöru að ég er búin að fara niður um nokkrar fatastærðir. Það var stórskrítin tilfinning að ýmislegt sem var orðin ansi þröngt á mig var allt í einu frekar stórt á mér, ég komst að því að ég fór úr því að vera í L niður í S, niður frá 14 í 8-10:) 

Svo ætla ég að gera það sem hefur verið svolítið erfitt fyrir mig... Það er að henda inn gömlum myndum af mér ( var líka að taka til í tölvunni;)). Mér finnst einlæglega erfitt að setja inn myndir af mér, hvort sem það séu gamlar myndir eða nýjar myndir en þá sérstaklega líkamsmyndir. Mér finnst ég svolítið sjálfumglöð, upptekin af sjálfri mér og hef verið hrædd um að fólk hugsi þannig um mig ef ég er að birta myndir! En hins vegar hugsaði ég að þetta blogg er ætlað fyrir þetta og ef ég get veitt einhverjum öðrum innblástur með fyrir og eftir myndum ( það virkar fyrir mig ) þá er það þess virði. 
Eða basically, hætt því kjaftæði og nú fáiði overload af myndum á öllum samskiptamiðlum, vúhú!
 Vill samt taka fram að ég veit að ég er ekkert komin á endapunkt og er ekkert að þykjast vera flottust en það er gaman að sjá breytinguna:) Plús að það er talsverður munur á líðan fortíðar Amöndu og nútíma Amöndu!

Þarna var orðin frekar óþægilegt að hreyfa hendurnar upp, svo þröngur var kjóllinn. 


Vel rúmur :D
Og svo nokkrar myndir frá því í sumar...






Nýlegri myndir: 12 kíló, 50 cm og rúmlega 7% í fitu í mun á myndum. (Samt finnst mér fyrir myndirnar ekkert jafn hrikalegar og ég hélt heheh kannski er það bara ég!)
Gera sig reddý á þorrablót:)

Um jólin

Ok, nóg af myndum af mér, hætt í bili, lofa!;)

Annars er það í fréttum að ég fór á þorrablót með unnustanum um helgina og ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi! Eitt skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á, allir voru svo skemmtilegir og hressir og ég dansaði frá mér allt vit:d Drakk auðvitað ágætilega mikið og nú er ég að finna fyrir því, annar í þynnku, en ég sé svo ekki eftir þessu!:) En vá hvað það hefur mikil áhrif á mann að drekka svona, sunnudagurinn var bara sukk og ég get varla hugsað mér að fara í ræktina í dag, held að það myndi bara líða yfir mig. En ég byrja aftur af krafti á morgun! 

Næst hendi ég inn mínum uppáhalds nammi smoothie!





2 ummæli:

  1. ...besta djamm sem þú hefur farið á? ég veit ekk hvort ég get fyrirgefið þessa setningu eða hvort við þurfum bara að hafa helmingi skemmtilegra næst?

    SvaraEyða
  2. Hahaha:D Ég tek þetta að sjálfsögðu til baka, ég hef greinilega verið með óráði þegar ég skrifaði þetta, öll djömm með þér eru bestu djömm lífs míns! Það er ekki öll djömm sem enda með brjóstahöldurum sem höfuðskrauti!

    SvaraEyða