þriðjudagur, 28. janúar 2014

Kókoskúlur!

Langaði að henda inn uppáhalds uppskriftinni minni þessa dagana, hún er reyndar alls ekki mín! María vinkona benti mér á hana og mér minnir að Solla Eiríks eigi hana en ég ætla að fá að henda henni hingað inn því þetta er svo guðdómlega gott!


Kókoskúlur

100 gr. kókosmjöl

100 gr. heslihnetur ( Má að sjálfsögðu líka nota möndlur eða aðra hnetur) 
30 gr. hreint kakóduft
250 gr. döðlur
1-2 msk agavesýróp ( Má vera vatn en betra að nota agavesýróp)

Kalóríur - 42 kúlur í uppskrift:

1 kúla = 
46 kalóríur  (með 2 matskeiðum af agavesýrópi)


Ég nota reyndar aðeins minna af hnetum en það er bara minn smekkur og ég nota valhhnetur. 


Blanda öllu saman í matvinnsluvél þangað til að þetta er orðið þykkt og auðvelt að búa til litlar kúlur.


(Gott að láta döðlurnar liggja í vatni aðeins áður) 

Velta svo kúlunum upp úr kókosmjöli og inn í ísskáp eða frysti.





Svo mikið nammi!



Þetta er svakalega hollt, fullt af the gúd stöff fyrir líkamann og því miklu betri kostur að laumast í þessar þegar löngunin gerir vart við sig heldur en sykur/sælgæti sem gefur manni ekkert, bara tómar hitaeiningar!

Eins og örugglega flestir gera sér grein fyrir  þá er þetta frekar kalóríuríkt þrátt fyrir að vera megahollt og gott svo það er kannski ekkert gott að missa sig algjörlega! ( Ég hámaði í mig 10 kúlur fyrst þegar ég gerði þetta, ekki beint sniðugt en svona finnst mér þetta gott:)) 

Svona fyrir fróðleikssakir þá ætla ég að henda inn smá upplýsingum um innihaldsefnin;)

Döðlur

Þær eru algjör orkubomba, frábærar fyrir þá sem eru að æfa! 
Í þeim eru  mjög hátt hlutfall vítamína og steinefna (A-vítamín, járn, kalk, magnesíum o.fl.) og þær eru trefjaríkar svo þær eru góðar fyrir hægðirnar;)
Þær eru taldar geta aukið við úthaldið í kynlífinu og vissu þið að þær eru besta meðalið við timburmönnum!!? Ef þær eru lagðar í bleyti og borðaðar á fastandi maga morguninn eftir, nammi namm:P

Kókosmjöl

Basically þurrkað kókos"kjöt" sem er svo malað. 

Mikið af trefjum svo gott fyrir meltinguna, verður saddari fyrr og lengur, á að lækka kólereról, glútenfrítt!

Heslihnetur 

Hnetur eru eitthvað sem allir ættu að borða, þær eru uppfullar af próteini, trefjum, góðri fitu og andoxunarefnum! Innihalda líka mikið af E vítamíni. 
Út af því hvað er mikið af próteini, trefjum og fitu í þeim þá verður maður saddari fyrr og verður saddari lengur svo þrátt fyrir að þær séu háar í kalóríufjölda þá er algjör snilld að borða þær sem snakk! Og möndlur líka, möndlur ristaðar úr tamari sósu! Ummhh.. En það er efni í annað blogg víst;)

Hreint kakóduft

Ekki hátt í kalóríum, hefur góð áhrif á geðheilsuna, fullt af andoxunarefnum, eykur blóðflæði til æðanna, lækkar háan blóðþrýsting og fleira og fleira!

Agavesýróp

Þetta sætuefni er mjög umdeilt verð ég að segja! Mismunandi skoðanir um þetta. Í fyrsta lagi þá er þetta ekki náttúrulegt sætuefni (eins og hungang eða hlynsýróp), frekar mikið unnið og hefur hátt hlutfall af frúktósa eða um 90%. Frúktósi hefur ekki eins áhrif á blóðsykurinn eins og glúkósi svo hann helst jafnari en hinsvegar getur mikið magn af frúktósa haft slæm áhrif á lifrina og hjartað.
 Okey, þýðir þetta að þú eigir að forðast agavesýróp?? Ehh nei, þú þyrfitr að borða það í miklu magni til þess að hafa svona slæm áhrif, notaðu það sparlega og þú ert gúd to gó! Eða notaðu hunang eða hlynsýróp en það auðvitað gerir bragðmun. Ég er alla vega ekki hætt að nota agavesýróp, enda nota ég það frekar sparlega;) 

Jæja, ætla að henda í eina svona uppskrift!
 Ætla svo að reikna kalóríurnar í þessum elskum svona til að hafa viðmið, set svo þær upplýsingar hingað inn.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli