föstudagur, 7. febrúar 2014

Súkkulaði hafragrautur með vanillupróteinsósu;)

Komin upp úr sleninu!

Þrátt fyrir að vera búin að reyna að borða hollt og þótt ég hafi mætt eitthvað í ræktina þá var það allt með hangandi haus, ég datt hálfvegis af vagninum eins og maður segir og það var erfitt að komast upp á hann aftur! Ég var næstum búin að fara í gamla gírinn þar sem ég hugsaði að ég væri búin að skemma allt og að þetta þýddi ekki, enda stend ég í stað. En sem betur fer hafði nýja hugsunin betur, sénsinn að ég ætlaði að láta þetta bakslag hafa áhrif á að ég næði markmiðum mínum, það er ekki í boði að gefast upp, það er einfaldega þannig!
Maður fær bakslög, lífið er þannig en spurningin er hvernig þú ákveður að díla við það! Ég geri mér grein fyrir því að ég mun fá bakslög en þá er bara að viðurkenna það, fyrirgefa sjálfri sér og vita að það er ekki allt fyrir bí og þú ert sigurvegari ef þú drullast bara aftur af stað!
Jæja, búin að lesa yfir sjálfri mér, besta við þetta er að ég trúi þessu og þetta þýðir að hugsunin mín er loksins búin að breytast:)

Annars ætlaði ég að henda inn einni útgáfu af morgunmat, hafragraut bara í skemmtilegri búning!
Ég bara get ekki venjulegan hafragraut með vatni ( fæ mér hann nú samt svona 1-2x í viku) svo hina dagana reyni ég að prufa eitthvað nýtt. Uppáhaldið mitt hefur verið hafragrautur með möndlumjólk, stöppuðum banana og hnetusmjöri en það er gaman að breyta til líka;)

Mér finnst eftirfarandi uppskrift mjög góð, gæti verið að það séu ekki allir sammála en þetta er nú svo einstaklingsbundið.

Súkkulaðihafragrautur með vanillupróteinssósu

Girnilegur er ég ekki en góður er ég!;)
  • 1/3 bolli hafrar
  • 1 msk kakóduft
  • 2 pakkar stevía
  • 1 bolli mjólk ( eða vatn )
Svo bara blanda próteindufti með smá mjólk og hella yfir og voila, einfalt og þægilegt, tekur nokkra mínútur!

Önnur útgáfa:

  • 1/4 bolli hafrar
  • 1 bolli mjólk
  • 1 þroskaður banani, stappaður
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 2 msk kakóduft
  • Örlítil klípa af salti
Þriðja útgáfan-hnetusmjörs

  • 1/2 bolli hafrar
  • 1 bolli mjólk
  • 1 þroskaður banani, stappaður
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 msk kakóduft
  • 1-2 msk hnetusmjör

Ég er mjög hrifin af þessum!

Ef þú vilt hafa þetta örlítið sætara þá bæta við pakka af stevía eða fljótandi sætuefnum ( hunangi, agave, hlynsírópi ) 





1 ummæli:

  1. Þú ert aðdáunarverð kæra Amanda! Ánægð með þig. Ég er til í svona kókoskúlur

    SvaraEyða