þriðjudagur, 14. janúar 2014

Markmiðum náð!

Ég hef alltaf verið þessi manneskja sem hefur ekki getað klárað, sú sem hefur einhvernveginn aldrei náð markmiðum sínum en á síðasta ári ákvað ég að mig langaði ekki mikið að vera sú manneskja lengur! Ég setti mér markmið að komast í mitt draumaform fyrir brúðkaupsdaginn minn þann 16. Ágúst 2014, ég á nóg eftir að gera til að ná lokamarkmiðum en hinsvegar var fyrsta markmiðsdagsetningin  í dag! 


  Í dag eru 3 mánuðir síðan ég fór í fyrsta tíma til einkaþjálfara og 3 mánuðir síðan ég fór að hafa gaman að því að hreyfa mig og hætti að borða nammi, pylsur og bakarísbrauð í morgunmat. Þið sem þekkið mig vitið að ég var eflaust ein óhollasta vera sem hefur stigið fæti í þennan heim, ég man enn eftir svipnum á einkaþjálfaranum mínum  Láru þegar hún fékk að lesa yfir matardagbókina mína. Hún sagði reyndar að hún hafði aldrei séð svona slæmt matarræði og þetta var það slæmt að hún varð ansi stolt af mér þegar ég sagði að ég hafi borðað heilt epli! Grænmeti hafði ekki ratað inn fyrir mínar varir í svona tuttugu og eitthvað ár, alla vega ekki að neinu viti. 

Í dag fór ég í mælingu og komst ég að því að ég hafi náð þeim markmiðum sem ég setti mér, örugglega í fyrsta sinn á ævinni! Ég var búin að skrifa það nokkrum sinnum hérna að ég ætlaði mér að ná 55,5 kg og vera 24 komma eitthvað í fitu%.

Svo niðurstöður!

Frá því í október hef ég misst:
  •  7 og hálft kíló ( 12 síðan í ágúst ) 
  • Náð mér úr rúmlega 31% fitu niður í 23,9% 
  • Farnir eru 50.5 cm af líkamanum, hálfur meter vúhú!

    Aðalega er ég samt ánægðust með breytinguna á matarræðinu og hreyfingunni, ég var engan veginn að trúa fyrst að ég gæti breytt mínum venjum en það er greinilega allt hægt!:) 

Ég vona svo að það sé einhver sem geti hugsað " hey fyrst hún getur þetta þá hlýt ég nú að geta þetta" og það er nefnilega alveg þannig! 

Mikið eftir og fleiri markmið en næstu hljóma svona:

  • Ná 5 mínútum í planka
  • Halda áfram að þyngja
  • Tóna allt klabbið
  • Taka framstig með 20 kílóum
  • Lækka fituprósentuna
Þetta eru svona aðalmarkmiðin. Nú verður ekkert farið á vigtina af neinu viti, ég er ekki að reyna að létta mig meira, nú langar mig í almennilegan massa!:) 




Svo er ég að fara að fljúga til Danmerkur á fimmtudaginn og tríta mig með fullt af fötum, lífið er gott!:) Enda þetta vandræðalegum myndum af mér.. 





1 ummæli:

  1. Djöfull ertu flott!!! Á ekki orð yfir því hvað þú stendur þig vel stelpa! Flottast að sjá muninn á þér þegar þú ert í sömu fötum. Til hamingju með þennan árangur mátt sko vera illa montin af sjálfri þér. knús ;)
    -Hildur

    SvaraEyða