þriðjudagur, 7. janúar 2014

Jú ken dú it:)

Jæja, kellan komin í rútínu í ræktinni aftur og var handadagur í dag. Og ÓMÆ hvað þetta var glataður æfingadagur í dag svona helst sökum fjölda sem er auðvitað skiljanlegt þar sem það er byrjun janúar og allir að taka sig á! Sem er bara flott og magnað hjá öllum en ég verð að viðurkenna að það var mun þægilegra þegar það voru átta manns með manni og maður gat gengið að hverju sem er. Ó well, ætli ég verði ekki að sætta mig á hina dugnaðaforkana!

Ég er líka dottin í matarrútínuna mína og aftur farið að drekka elsku próteinið mitt, var farin að sakna þess! Sem minnir mig á það, hef ég minnst á hvaða prótein ég er að taka? Besta prótein í heimi ( ekki það að ég sé einhver sérfræðingur eða vanur próteinsmakkari), það smakkast eins og óhollasti sjeik, að mínu mati!



Vanillu!

Heyrðu svo langar mig að minnast á jólagjöfina mína frá unnustanum en það var púlsmælir sem ég er svo ánægð með! 
Þessi dásemd er sko að gera sitt gagn því að það lætur að sjálfsögðu vita þegar maður er orðinn of latur og þarf að hreyfa rassgatið hraðar! Gaman að geta séð kalóríufjöldann og það besta er úrið sýnir þegar maður er kominn í betra form því að þá ertu með færri slög við sama álag og þá getur sko klappað þér á öxlina!:) Algjör snilld! 



Annars er lítið í fréttum annað en að nú eru 9 dagar í Danmerkurferð og þá 8 dagar í mælingu, fyrsta alvöru markmiðsmælingin mín. Svo ég stönglist á því þá var markmiðið mitt 55,5kg og 24 komma eitthvað í fitu% en ég er ekki alveg viss um að ná því eins og ég hef sagt áður en ég ætla mér samt að vera bjartsýn, það er eina vitið þegar maður er að reyna að ná árangri ekki satt;) 

Hendi svo inn mælingum þegar þær eru komnar og þá kemur í ljós hvort ég verð hoppandi kát eða borðandi kökur og drekkandi vín! ( Æji ég verð hvort sem hoppandi kát og borðandi kökur og drekkandi vín, ég er a fara í Danmörk!;))


Engin ummæli:

Skrifa ummæli