sunnudagur, 26. janúar 2014

Komin heim

Voðalega er ég löt að blogga núna en ég ætla að reyna að bæta úr því núna:)

Það var rosalega gaman í Danmörk eins og ætla mætti, stelpu/verslunarferð klikkar seint;) Fullt af labbi, lestarferðum, búðarápi, spjalli og hlegið fram á nótt og mikið leið þetta fljótt, mun lifa á þessu lengi:)

Það hefur verið frekar erfitt að komast í rútínu aftur eftir ferðina og mælinguna og ég hef ekki getað komið mér í rétta hugafarið. Ég dreg lappirnar á eftir mér þegar það er tími á ræktina og hef skrópað nokkrum sinnum og mataræðið er eiginlega frekar slæmt akkúrat núna. Ég er t.d. ekki búin að borða grænmeti í nokkra daga, hef ekki fengið mér morgunmat ansi lengi og ég borða það sem ég vil á kvöldin en ég veit að þetta er bara tímabil. Ég er þess vegna ekki búin að fá neitt samviskubit, ætla einfaldlega að bæta mig og breyta þessu og koma mér aftur í gírinn!
Það er samt svo gott að vera ekki að pæla í vigtinni lengur, hef ekki stigið á hana síðan 14 janúar og ætla mér ekki að gera það aftur í bráð, núna fer allt í að bæta sig í ræktinni, taka þyngra og reyna að stækka greyið vöðvana! Ég finn hvað það er yndislegt að setja sér markmið og ná þeim, bæta sig og bæta, síðast skrifaði ég niður nokkur markmið og ég veit að ég mun ná þeim sama hversu langan tíma það mun taka mig:)

Ég náði 4 mínútum og 17 sekúndum í planka í gær svo það er stutt í 5 mínútna markmiðið mitt og eftir það mun ég setja mér ný markmið að sjálfsögðu;)

Svo er ég komin upp í 14 kíló í framstigi í dauðagöngunni ( 3x fram og til baka í Átaki) en markmiðstalan mín var 20 kíló, finnst samt 14 kíló helvíti erfitt fyrir mig en ég hef alltaf verið svolítði aum í fótunum! En vonandi get ég breytt því:)

Annars hendi ég hérna inn tölum úr síðustu mælingu:)



Kálfar
Læri
Rass
Nafli
Mitti
Brjóst
Upphandleggur
(í spennu)
Upphandleggur
(í slökun)
1.mæling
33
56
101
85
81
94
28,5
27
2. mæling
33
53
98
79
73,5
91
29,5
26,5
3.mæling
32,5
50,5
94,5
76
70

28,5
26
4.mæling
32
50
94
72
68
86
28
25
Mismunur
-1
-6
-7
-13
-13
-8
-0,5
-2

Nýju ræktarfötin sem keypt voru í Danmörku:)




        Gaman að þessu:) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli