sunnudagur, 15. desember 2013

If first you don't succeed, dust yourself off and try again

Okey. Nú verð ég að vera hreinskilin við sjálfa mig og aðra og koma með mína játningu þar sem ég ætlaði að vera heiðaleg í gegnum allt þetta ferli. Mér er búið að ganga illa, mjög illa!

Ég varð mjög slöpp og varð á endanum veik og ég mætti nánast ekkert í ræktina í viku, í þetta skipti sem ég mætti þá var lyft 1 kílóa lóði í hálfkæringi á meðan ég gjóaði augunum á útidyrahurðina!
Það er virkilega erfitt fyrir mig að halda matarræðinu hollu þegar hreyfingin er ekki í samfloti og ennþá erfiðara þegar ég er veik:/ Þá er ég ekki að fara að elda mér eitthvað svakalega hollt, þá er reyndar mun auðveldara að hringja í Dominos og panta pizzu sem var gert á þessu heimili.
Ég er heldur ekkert að tala um að ég hafi dottið smá af sporinu, ég fór bara all in sem ég hef ekki gert áður á þessu ferli mínum! Matarskammtarnir stækkuðu, ég borðaði það sem ég vildi, fór að lauma inn sykruðum drykkjum með mat og alltaf eitthvað borðað á kvöldin eftir kvöldmat. Ég hoppaði líka á vigtina eftir þetta sukk mitt sem er búið að endast núna í um 9 daga og 2 kíló eru komin til baka sem ég varð ekkert hoppandi kát með! Svo núna er ég 58,5 kg. (Var rúmlega 26% í síðustumælingu)
Ég fór í andartaks fýlu. Eða okey, ég varð alveg brjáluð, hljóp að kexpakkanum, tróð í mig 6 kexkökum í einu og tautaði með sjálfri mér að mér væri sko alveg sama. (Algjörlega það sem er sniðugast að gera þegar maður er brjálaður yfir því að þyngjast...)
 En svo gerðust undur og stórmerki!
 Ég fór ekki í þunglyndi og ég varð ekki leiðinleg við sjálfa mig.
Ég ákvað að skamma mig ekki, ég ákvað að ég væri ekki búin að eyðileggja allt sem ég hef gert (þrátt fyrir að þetta hafi sett strik í reikninginn) og að ég skyldi ekki láta þetta aftra mér frá því að ná mínum endanlegu markmiðum!
 Ég datt aðeins niður en þá er bara að standa upp og byrja aftur sterk og ég ætla mér að vera stolt af mér fyrir að hafa actually byrjað aftur í staðinn fyrir að hugsa bara að allt sé ónýtt. Því það er bara kjánalegur hugsunarháttur, ég gat þetta einu sinni (ekki fyrir svo löngu síðan;)) og þá get ég þetta svo sannarlega aftur:) Ahh eitthvað hefur síast inn sem hún móðir mín kær hefur reynt að berja í hausinn á mér öll þessi ár!

Svo lexían í dag krakkar! Ef þið dettið af sporinu sem er í rauninni bara bound to happen í einhverju formi þótt það gæti verið bara lítið slip up (enskusléttur..) þá  skiptir mestu máli að koma sér af stað aftur! Vita að þú getur ekki breytt fortíðinni en þú getur lært af mistökunum og bætt þig.


Ég hlakka til á morgun, þá mun ég aftur fara að borða hafragrautinn sem ég er farin að sakna, ætla að heilsa aftur upp á grænmetið og ég reyni að vera aktív hérna heima. Svona þar sem ég efast um að það sé sniðugt að fara í ræktina veikur! Held að ég nái ekki markmiðinu mínu fyrir Danmerkuferðina þar sem hún er eftir mánuð en ég mun reyna mitt besta að komast eins nálægt því og ég get. (24% í fitu og 55,5 kíló en það þýðir -2% og 3 kíló á mánuði!!!) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli