þriðjudagur, 17. desember 2013

 Langaði að henda inn uppskriftum að því sem ég hef verið að prófa undanfarið sem mér persónulega finnst gott, svona svo þetta týnist ekki og svo einhver annar geti kannski notið góðs af:)

Störtum þessu með Súkkulaði könnu köku:)



Könnusúkkulaðikaka


  • 1 matskeið + 2 tsk kakóduft
  • 3 matskeiðar spelt hveiti ( Annað hollt hveiti, ég notaði 2 matskeiðar heilhveiti og 1 matskeið hafrahveiti )
  • 1/8 tsk salt
  • 2 tsk sykur eða annað sætuefni sem mælist eins og sykur (Ég er búin að prufa stevia og sukrin, gaman að prufa sig áfram:))
  • 1/4 tsk lyftiduft
  • 1 pakki Stevía ( Eða 1 matskeið sykur í viðbót)
  • 2-3 tsk kókosolía eða önnur holl olía ( Getur notað ósæta eplasósu eða stappaðan banana )
  • 3 msk mjólk (Ég nota möndlumjólk)
  • 1/2 tsk vanilludropar

Blandaðu þurru hráefnunum saman og hrærðu mjög vel saman. Bættu við fljótandi hráefnunum, settu svo í könnu sem hefur verið spreyjuð. ( Ef þú vilt taka kökuna úr ) Settu í örbylgjuofninn í 30-40 sekúndur.

 Kalóríur: 205 með olíu (140 kalóríur án olíu)
Fita: 12 g með olíu (2g án olíu)
Kolvetni: 30g
Trefjar: 6.5g
Prótein: 5.5g
Fæ mér þessa alls ekki oft en ef ég er að drepast úr súkkulaðiþörf þá finnst mér þessi æðisleg, fljótleg og mun hollari en þessi klassíska!

Svo í dag gerði ég bláberjamuffins í kaffinu en það það er vel hægt að borða þær t.d. í morgunmat án nokkurs samviskubits, erum ekkert að hata það!:)




Bláberjamuffins með hollustuívafi
  • 1 1/2 bolli haframjöl
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 1/2 bolli sukrin púðusykur ( eða venjulegur púðusykur en þá eykuru kalóríuinnihaldið;))
  • 2 msk agave (eða annað sætuefni í fljótandi formi, t.d hunang. Það er örlítið hærra í kalóríum en agave en margir vilja meina að það sé mun betra fyrir þig, kem að því í seinni bloggum)
  • 1/2 bolli eplamús (eða stappaður banani, bragðið breytist þó)
  • 2 eggjahvítar
  • 1 msk olía (kókosolía eða önnur holl olía)
  • 1/2 bolli heilhveiti ( ég blandaði saman hafrahveiti og heilhveiti)
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli fersk bláber ( Ég setti mín í frystinn í smá stund svo að þau myndu ekki leka út um allt )

 Forhitaðu ofninn, 200° 
Settu haframjölið í matreiðsluvél og tættu það í smástund. Helltu yfir það mjólk, hrærðu saman og láttu þetta bíða í um 30 mínútur. ( Ekkert alltof heilagt) 

Blandaðu saman sykrinum, agave, eplamúsinni, vanilludropunum, eggjahvítunum og olíunni og blandaðu vel. 

Í þriðju skálina blandaðu saman hveitinu, saltinu, lyftiduftinu og matarsódanum. 

Blandaðu svo saman haframjölinu í mjólkinni við agaveblönduna og hrærðu vel. Bættu þurrefnunum varlega við. Bættu svo við bláberjunum og hentu í muffinsformin.


Tími: 20-24 mín, fer eftir ofni.



Að pönnukökum! Ég er komin með æði fyrir að gera pönnukökur og kærastinn getur vottað fyrir það:) Ég prufaði súkkulaði pönnukökur um daginn sem ég var ansi sátt með svo þær fá sinn stað hérna á blogginu.



Súkkulaðipönnsur með sýrópi 



  • 1/4 bolli spelt hveiti eða heilhveiti
  • 1/4 tsk lyftiduft
  • 1 msk  kakó
  • 1 og 1/2 pakki Stevía( eða 1 msk plús 1 tsk sykur )
  • 1/16 tsk salt
  • 1 and 1/2 msk eplamús or olía (Gott að nota 1 msk olíu og 1/2 matskeið eplamús)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 5 og 1/2 msk mjólk að þínu vali
Blandaðu þurru innihaldsefnunum saman og blandaðu þeim svo saman við blautu. 

Kalóríur: 130.
Ath. Þetta er mjög lítil uppskrift samt, ég tvöfalda hana sem gerir semsé kalóríurnar 260 (vá góð að reikna, þetta tók bara nokkrar sekúndur), kannski svolítið háar í kalóríum þannig en ég fæ mér pönnukökur bara stundum og oftast í morgunmat. Það er algjörlega í lagi að ætla sér 200-400 kalóríur í morgunmat, sumir segja að hann eigi að vera stærsta máltíð dagsins:) Mér alla vega finnst ekkert verra að fá mér súkkulaði pönnsur í morgunmat með súkkulaði sýrópi og leyfi mér það með góðri samvisku!

Ahh, svona ef þið vissuð ekki um þetta gersemi:
0 kalóríur.
Mælt með af fitness fólki, Röggu Nagla og fleirum;)
Súkkulaði, karamellu og margt fleira, yummí!


Stundum langar manni bara í pizzu..! Og þá er þetta nú sniðugri lausn, mjög bragðgott og seðjandi, ég get yfirleitt ekki klárað hana.
BBQ pizza
 Fyrir 1

  • 1 lág kolvetna vefja (t.d La Tortilla)
  •  Rifinn kjúklingur ( Foreldaður)
  • 1 matskeið BBQ sósa
  • 1-2 msk skorinn laukur
  • ½ bolli sveppir
  • 1/8 bolli fitulítill ostur
  • Ég bætti við spínati eftir að ég tók myndina;)
Forhitaðu ofninn á 175° hita.
Bakaðu í 10-12 mínútur og auktu þá hitann í 2-3 mínútur svo vefjan verði gullin og stökk.

Kalóríur: 200
Fita: 6 g
Kolvetni: 19 g
Trefjar: 8 g
Prótein: 21 g

Svo komum við að kaffinu. Frappucchino! 

Eða okey, ég viðurkenni, það er skömm að kalla það kaffi, en þar sem ég kann ekki að drekka kaffi, þá er þetta ágæt afsökun fyrir kaffi handa mér;) Stundum fæ ég þörf fyrir kaldan drykk með kaffikeim, já alveg satt, og þá næ ég í heimagerða Frappucchino-ið í frystinn og hendi í blandarann.


Hollt Frappucchino


(Fyrir 2)

  • 2 bollar mjólk ( Ég nota alltaf möndlumjólk)
  • 1/2 tskpure vanillu dropar
  • 2 tsk kaffi (ég nota reyndar meira, ótrúlegt en satt)
  • 1/16 tsk salt (ekki henda bara einhverju ofan í, ekki gott að hafa of mikið salt!)
  • Sætuefni eins og 3 pakkar af Stevia ( eða um 2-3 matskeiðar Sukran nú eða 2-3 matskeiðar venjulegur sykur ef þú vilt þetta alvöru)
Kalóríur: 45
(Til gamans má geta að venjulegur Frappucchino er um 220 kalóríur) 

Læt þetta nægja í bili, á svo miklu meira inni sem ég þarf að henda inn og svo margt sem ég á eftir að prufa!





1 ummæli:

  1. TAKK fyrir allar þessar uppskriftir! Geggjað einfaldar og þarf ekki að spá í amerískum mæli einingum :D YES
    Og Manda , þú ert svo dugleg! ég er svo stolt!

    SvaraEyða