föstudagur, 6. desember 2013

Tilraunarstarfsemi Rimasíðu

Jæja nú er ég loksins búin að losna við alla pokana af bekknum og það er ekki jafn ruslaralegt og það hefur verið! Það er ekkert sérstaklega gaman að missa fræ og annað alltaf á bekkinn þegar pokarnir detta á hliðina svo nú er ég hætt að vera pirruð;) 


Okey, smá ruslaralegt ennþá en þó mun skárra!
Hollustuhornið í Rimasíðu;)
Annars langaði mig að henda inn nýja uppáhalds morgunmatnum mínum, það er ótrúlegt en satt hafragrautur!
Hnetusmjörs-og banana hafragrautur!
Hins vegar ekki þessi sem ég neyddi ofan í  mig á hverjum degi, bragðlaus með smá vatnsbragði, ónei! Nýja uppáhaldið mitt er hafragrautur með stöppuðum banana og hnetusmjöri, namminamm:) Er farin að hlakka til að vakna til að borða þetta og þetta er svo einfalt og tekur bara nokkrar mínútur ,ég er semsé hætt að standa yfir pottinum að hræra!

Annars er þessi "mikla" uppskrift svona!

  • Hálfur þroskaður banani, stappaður
  • 1/4 bolli mjólk (ég nota möndlumjólk!) 
  • 1/4 bolli haframjöl
  • 1/2 matskeið hnetusmjör 
Öbbinn í um 40 sekúndur og voila, svo hollur morgunmatur! Fullt af trefjum, góðum vítamínum, góðri fitu og þetta gefur mér alltaf svo mikla orku fyrir daginn:)

Svo gerði ég morgunverðamuffins til að eiga í frystinum, gerði nóg af þessu, þægilegt að geta hent þessu í öbbann ef ég vill fá smá tilbreytingu.

Hnetusmjörsmuffins með súkkulaðisósu
Uppskriftin:


Fyrir 1
  • 1/2 bolli haframjöl (50g)
  • 1/4 tsk vanilludropar
  • 1/4 bolli stappaður banani (eða annar stappaður ávöxtur) ég vill hafa minn veeel þroskaðan og set reyndar örlítið minna en 1/4 bolla)
  • 1/4 bolli mjólk af þínu vali (ég nota möndlumjólk) 
  • 1 pakki Stevia sætuefni eða 1 1/2 fljótandi sætuefni eins og hlynsýróp eða agave. Ef þú notar fljótandi þá er best að minnka mjólkina örlítið, t.d. um 2 matskeiðar)
  • 1/8 tsk salt
  • 1 msk kakó
  • 1-2 msk hnetusmjör

Forhitaðu ofninn á 175°, spreyjaðu muffinsformbakka með olíu og bakaðu í 20 mín. Auktu síðan hitann í 200° í um 3 mín til að þær verði crispy að utan.

Kalóríur fyrir 2 muffins: 280

(Tvær muffins eru meira en nóg fyrir mig, er rosalega södd eftir þær og þetta er svo saðsamt að það er ótrúlegt! Flottur morgunmatur, fullt af góðri fitu, trefjum og the gúd stöff)

Ég hef enga sérstaka uppskrift fyrir súkkulaðisósuna, ég blandaði saman kókosmjólk, súkkulaðipróteini, stevía og smá súkkulaðisýrópi.

Á eftir að henda inn fuuullt af uppskriftum svo stay tuned!:D




1 ummæli: