þriðjudagur, 24. september 2013

Ekkert deit í dag...

I got stood up!
Ekkert deit fyrir mig í dag og verður væntanlega ekki fyrr en í október... En ég mun að sjálfsögðu ekki láta deigann síga heldur mun ég fara kraftmikil og full af orku (eða okey, semí kraftmikil og með dass af orku vonandi) í ræktina. Ein... Alein... Enginn til að fylgjast með mér hreyfa mig, enginn til að kalla mig aumingja og enginn til að segja að ég hafi staðið mig vel, einhver sem býður sig fram?

Ég mun semsé kaupa kort í Átak á fimmtudaginn og ég ætla að fara í hóptíma, hlakka til þess:)
Er líka búin að vera þvílíkt dugleg í matarræðinu ( 2 kexkökur um kvöldið og kjöt í piparsósu í kvöldmat reyndar) en það er nú samt gott miðað við slyttið sem át hamborgara með bernessósu og djúpsteiktum frönskum á milli í nánast hvert mál! Okey kannski ekki í hvert mál, ég borðaði líka pizzur, snúða og annað bakarísbrauð í kaffi og við skulum muna eftir gellunni sem fékk sér súkkulaði í morgunmat!

Þangað til næst


1 ummæli:

  1. VÚPP VÚPP! Þú massar þetta!

    Mundu líka að 70 - 80% af árangrinum fer fram heima! Það er matarræðið! Hreyfingin og ræktin er bara brennslan sem brennur holla matnum sem þú setur ofan í þig!

    Og það er ekkert BANNAÐ - þú mátt fá þér súkkulaði, eða kókglas ef þig langar til þess.. en allt er gott í hófi og ekki setja þér bara einn nammidag til að byrja með og taka hann svo með trompi frá 8 til miðnættis! Hafðu nammidaginn frekar á föstudögum en laugardögum (þeir eru yfirleitt styttri.. afþví að þetta er virkur dagur)

    Ekki kafna úr samviskubiti ef þú dettur í pizzu eða hambó.. þá er meiri hætta á að maður hugsi 'fokkitt' og detti líka ofan í snakkpokann og allt hitt líka! Hugsaðu frekar að þetta sé bara allt í góðu.. þú fékkst þér smá óhollustu, en endar kvöldið á vatni og vínberjum! Eða byrjar næsta dag vel.

    Og ekki gleyma að klappa þér á bakið fyrir litlu hlutina! ... bara það að sleppa kexi einu sinni á skilið klapp. Að mæta í ræktina þegar þú nenntir því ekki.. þó þú hafir ekki gert mikið.. hey, þú mættir - að á skilið klapp.

    Gúd lökk! :*

    SvaraEyða