mánudagur, 16. september 2013

Blogg? Er það ekki svolítið 2006?

Fyrsti í bloggi! 

Það eru orðin nokkur ár síðan ég skrifaði síðast og nokkrar hrukkur búnar að bætast í sarpinn ásamt einu stykki barni, húsi og öðru! 
Ég hef fengið mikla þörf til að tjá mig, skrifa niður hugsanir mínar, sérstaklega tengdum nýjum lífstíl því það hjálpar mér að halda utan um hugsanirnar og það er líka bara svo gaman:)

Núna er þetta þriðji dagur í veikindum og í rúminu liggur flykki með hor í nös og eitt stykki * "scrunchie" í hárinu.

 (ATH. Gæti farið afar frjálslega með gæsalappir og annað slíkt auk þess að það gætu komið enskusléttur hér og þar  sem mér finnst oft pirrandi sjálfri en it's my blog and I can do what I want to *syngist*)

 ( ATH2.Ég gæti einnig móðgað íslenska málfræði og farið mínar eigin leiðir eins og að vera með tíu línur án punkta og svo þarf að vara sig og helst hoppa yfir þegar ég reyni að vera fyndin en það gæti gerst endrum og eins. Eins gæti ég farið rangt með orðatiltæki og ég gæti komið fram með skoðun sem ég verð ekki sammála á morgun, þessu bloggi skal taka með varúð!)

(ATH3. Ég gæti einnig skipt um frásagnastíl, talað um mig í þriðju persónu og hoppað til og frá í tímaramma, semsé ekki uppáhaldsvinur íslenskukennarans!) (Já eða Ölfu systur minnar sem á eftir að falla í yfirlið yfir lestrinum, hún er soddan íslenskuhóra)

Ahh, þegar þetta er úr vegi þá get ég haldið áfram:)
Aftur að flykkinu sem var með hor í nös... Sem betur fer er það allt að koma til og sönnunargögnin eru aðallega jú hor í nös og rautt þurrt nef en ég býst við að ég verði orðin vel spræk á morgun. ( Ætlaði að koma með svaka pistil um veikindin en ákvað svo að engin nennti að hugsa um það, þá síst ég!)

Nú skulum við víkja að matarræðinu góða! Eða ekki góða, það hefur aldrei verið mín sterkasta hlið að borða hollt og gott og var t.d. kókópuffs uppistaðan fæðunnar frá aldrinum 12-14 ára.Svona leit dagurinn minn út:

Innblástur!
07:15 - Kókópuffs
12:00 - Matur í skólanum guðs sé lof. 
16:00 - Kókópuffs
19:00 - Kvöldmatur (Það er mömmu að þakka að ég náði þó upp í 1.60 cm sem var þó ekki mikið afrek)
21:00 - Kókópuffs.

Þetta er ekki grín, svona var matarræðið mitt.
 Ég man eftir því að þegar ég vildi "tríta" mig þá fékk ég mér kókópuffs og kók með. Þegar ég var enn yngri þá var mjög vinsælt að taka með sér nesquick pokann og skeið og borða upp úr honum og skola þessari dásemd með misheitu kóki! 
Já ég veit, nammi!
Ég sagði ykkur að matarræðið hafi verið hræðilegt.

Nú er komið að þeim tímapunkti að ég vil breyta til! Ég vil breyta matarræði mínu, venjum mínum og hreyfingu (eða hreyfingaleysi) og verða heilbrigð og ánægð. Ekki síst vegna þess að nú á ég eina gullfallega dóttur sem ég vil að alist upp við hollan og góðan mat svo það er ekki seinna en vænna að fara að huga að þessum málum. Já og ekki má gleyma því að ég vil líta vel út á giftingadaginn minn, markmiðið mitt er að alla vega einn hafi orð á því að það væri fjandi leitt að ég væri frátekin. ( Kannski væri það samt krípí þar sem alla vega helmingurinn er blóðskyldur mér...)

Núna er ferðin að hefjast, ég er að fara að kaupa kort í ræktina sem ég hef ekki gert í nokkur ár  (Mjög góð ákvörðun!) og ég er búin að hafa samband við einkaþjálfara og er búin að biðja um deit! 
Mér kvíður mjög mikið fyrir því ég er ein af þeim sem á mjög erfitt með að vera hörð við sjálfa mig. Um leið og ég finn líkamleg óþægindi þá verð ég kvíðin og þegar mér líður illa þá LÍÐUR MÉR ILLA. Herra unnusti getur víst vottað fyrir það!;) 
Í þetta skipti vil ég vera hörð við sjálfa mig, ég vil gera mitt besta og ég hlakka líka óumræðanlega til að ná mínum markmiðum og vera ánægð með sjálfa mig 16 ágúst 2014!

Læt þetta nægja í bili, þangað til næst!

Amanda

*Scrunchie: a fabric-covered elastic

 used for holding back hair (as in a ponytail)

2 ummæli:

  1. Jessjessjess! Djöfull er'etta girnilegt blogg! .. ég ætla ekki að blogga þó mig langi til þess núna (löngun sem hverfur um leið og ég reyni að byrja, ég tala af reynslu) en ef þér líður betur, þá get ég póstað í kommentum minni gífarlegu þyngdaraukningu næstu fjóra mánuði í takt við þína fitubrennslu? Það væri ábyggilega geðveikt fjör fyrir alla.

    Annars er það helst í fréttum að ég fékk mér kókópöffs í hádeginu í dag - no joke. Og ég sem hef ekki borðað þetta drasl í ansi ansi langan tíma.

    Svo; GO AMANDA! Þú massar þetta eins og allt annað - enginn efi í mér.

    p.s. ég lofa einnig að íslenskunasistast hvergi nærri blogginu þínu og njóta þess einungis að lesa það og hlægja. Eða gráta. Hvort heldur sem er.

    SvaraEyða
  2. Hehe þú ert svo fyndin:D Ég mun vænta einlægs áhuga þíns á blogginu ásamt reglulegum updeitum á hversu þung þú ert orðin, lýst vel á þetta;) Ást alltaf:*

    SvaraEyða